Sláandi umfjöllun Íslands í dag veldur deilum

Það er óhætt að segja að umfjöllun Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hafi vakið athygli. Þar voru sýndar sláandi myndir og sagt frá miklum og afgerandi annmörkum á aðstöðu fyrir erlent verkafólk hérlendis. Ekki aðeins voru myndirnar athyglisverðar heldur frásögn í viðtali með. Nú hafa verið gerðar athugasemdir við umfjöllunina og trúverðugleiki hennar dreginn í efa að þeim sem standa að því húsnæði sem til umræðu voru. Tala viðkomandi aðilar um þessa umfjöllun sem ærumeiðingar og rógburð.

Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu ætlar fyrirtækið að kæra Steingrím Sævarr Ólafsson, ritstjóra Íslands í dag, Sölva Tryggvason, dagskrárgerðarmann í Íslandi í dag, og Jakob Skaptason, sem var viðmælandi í þættinum. Kemur fram af hálfu þessa fyrirtækis að myndir hafi verið gamlar og því hafi umfjöllunin öll verið á versta veg. Er erfitt að dæma þetta mál, en það verður auðvitað að fá alla hluti á borðið tengda því.

Það fyrsta sem mér fannst áberandi var aðbúnaður þessara manna og er ekki undrunarefni að einhverjar deilur séu í kjölfarið, enda var myndin sem dregin var upp í þættinum ófögur. En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Ekki er við hæfi að dæma finnst mér með stöðu mála svona hvassa og talað um málaferli gegn þættinum.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta mál muni vinda upp á sig.

mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband