Færsluflokkur: Dægurmál
3.3.2007 | 17:07
Hörkugóð kraftganga
Maður kemur endurnærður aftur heim. Þessar gönguferðir tryggja manni gott flæði í hausinn held ég. Það er svo notalegt að hugsa á þessum hraða og taka svona innri pælingar um hversdaginn og það sem er í gangi. Það er kalt hér hjá okkur; snjór yfir öllu og smákuldahrollur. Ekta vetrarstemmning.
Ég held að maður komi fullkomnari heim úr svona hressilegri útiveru. Þetta er gott á laugardegi finnst mér. Þetta er svona hálfgerður aukadagur hjá manni og mun betra að láta hann líða svona. Mikið er annars fallegt að standa hér á höfðanum við kirkjugarðinn og líta út fjörðinn. Fallegt!
Þetta er algjör eðall að mínu mati.
2.3.2007 | 23:24
Glaumur, gleði... og ölvun á skólaböllunum

Ég man þegar að ég fékk mér fyrst verulega í glas. Það er orðið mjög langt síðan. Það var hressilegt geim, eins og við segjum. Ég hélt þó taumhaldi á mér og slapp frá laganna vörðum allavega. Fyrir siðasakir er best að nefna það ekki hvenær að þetta gerðist. En það var hressilegt og gott kvöld í góðra vina hópi á balli. Mjög gaman.... það sem ég man. Öll höfum við upplifað að detta vel í það fyrst. Stundum er það gleðilegt geim... stundum súrt og ömurlegt ef of langt er gengið.
Það er greinilegt að æska landsins lifir hátt. Veit ekki hvort það er of hátt. Það er þó freistandi að fara á þá skoðun heyrandi þessar sögur. En ég ætla ekki að vera dómari. Foreldrarnir verða að hugsa um afkomendur sína þar til þeir hafa vit og aldur til samkvæmt landslögum. Það getur enginn gert betur en foreldrarnir í að hugsa um börnin sín. Þeirra er hlutverkið að hafa vit á hvað sé rétt og rangt. Þess vegna er svolítið sorglegt að heyra sögur af því að sumir foreldrar reddi börnunum sínum víni. Sumir gera það að sögn til að þau fari ekki í ógeð eins og landa hreinlega.
Fannst þessi frétt fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að hún færir okkur svolitla afgerandi innsýn inn í áfengismenningu unga fólksins. Ég er ekki af þeirri kynslóð lengur. Þegar að ég var á þessum aldri var lifað hátt. Þegar að komið er í framhaldsskóla erum við öll komin á það skeið að vilja prófa okkur áfram. Natural instinct segi ég bara.
Svona er þetta bara. Það er vandratað meðalhófið. Sem einstaklingur sem upplifði þetta fyrir alltof mörgum árum að þá skil ég unglinga að vilja prófa. En við eigum að skilja mörkin vonandi. Stundum er þó erfitt að hætta leik þá hann hæst stendur. Þessi frétt er gott dæmi um það.
![]() |
Sonurinn látinn sofa úr sér í fangageymslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007 | 10:39
Í minningu séra Péturs

Í tilefni þess að Pétur hefur nú yfirgefið hið jarðneska líf, hefur kvatt okkur, þótti mér viðeigandi að sækja í bókahilluna í gærkvöldi baráttusögu hjónanna í Laufási, bók sem heitir einfaldlega Lífskraftur. Mér fannst ég verða að rifja bókina upp, en það er samt ekkert svo rosalega langt síðan að ég las hana síðast. Bókin Lífskraftur er baráttusaga hjónanna í Laufási. Það er sterk saga, saga sem lætur engan ósnortinn. Öll þekkjum við sjúkdómssögu séra Péturs. Ungur greindist hann með sykursýki. Hann barðist nær alla ævi við þann sjúkdóm. Þyngst voru örlögin síðar meir fyrir séra Pétur að missa báða fæturna. Samhugur íbúa hér með honum í því erfiða ferli var alla tíð mikill.
Mitt í veikindum Péturs veiktist Inga ennfremur af lífshættulegum sjúkdómi sem setti mark á alla baráttu þeirra og þyngdi róðurinn. Það birti þó yfir hjá Ingu en Pétur barðist áfram við sín örlög. Það var erfitt að berjast við þann þunga skugga og að því kom að það var óyfirstíganlegur vegatálmi á æviferð. Styrkur séra Péturs var ótrúlega mikill. Ég dáðist alla tíð af þessum styrk. Hann gaf þeim sem næst honum stóðu mjög mikið. Ekki síður var hann mikils virði fyrir alla þá fjölmörgu sem kynntist honum á langri vegferð. Þeir sem áttu við sjúkdóm að stríða hér litu upp til erfiðrar reynslu séra Péturs. Hann miðlaði reynslu sinni vel til fólks sem átti í þungri baráttu líka.
Barátta hans var opinber, hann fór aldrei leynt með ástand sitt og vildi deila því með fólki. Við tókum líka að ég tel öll þátt í þessari baráttu við sem hér erum. Síðar voru haldnir styrktartónleikar í Glerárkirkju, gömlu sóknarkirkju Péturs. Íbúar hér fjölmenntu á marga tónleika til að styðja fjölskylduna, sýna hlýju og kærleik á raunastundu. Samhugur íbúanna hér kom þá mjög vel fram og ég held að það eitt og sér að finna stuðning allra og þennan mikla hlýhug hafi gefið Pétri kraftinn til að berjast svo sterkt gegn sjúkdómnum. Hann var valinn maður ársins af íbúum á svæðinu árið sem hann missti fæturna. Það var mikilvæg viðurkenning til Péturs - hlýleg kveðja.
Í haust var viðtal við séra Pétur í Kompás á Stöð 2. Þar sást greinilega að þungi baráttunnar var greinilega að sliga höfðingjann. Þetta var orðinn þungur róður. Þar talaði hann um hversu þung baráttan væri orðin. Ég verð að viðurkenna að ég komst við að sjá þetta viðtal og ég skynjaði þá hversu mjög sligaður hann var orðinn af þunganum. Þetta var síðasta viðtalið við Pétur sem ég sá og heyrði. Þetta viðtal lét engan ósnortinn.
Erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Við hér á þessu svæði minnumst öll trúarlegs höfðingja með hlýju. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til Ingu og fjölskyldunnar við fráfall séra Péturs. Blessuð sé minning hans.
![]() |
Andlát: Pétur Þórarinsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 21:55
Fylgst vel með verðlagi eftir skattabreytingar
Það er greinilegt að ekki eru allir viljugir að fara eftir þessu. Það er skandall verði neytendum öllum ekki færð þessi lækkun og það verður að fylgjast með því að staðið verði við þetta. Einfalt mál það. Það ber því að fagna því að Neytendastofa, Neytendasamtökin og tengdir aðilar hafi vakt á þessu - fylgst verði vel með. Það mun vonandi bera góðan árangur. Það er allavega ljóst að augu hins almenna neytenda eru vel opin. Það er gott mál.... er nauðsynlegt.
Þeir á Egilsstöðum virðast hafa flaskað á því allstórlega eins og sést í þessari frétt. Svona er vel fylgst með. Það er um að gera að vera vel vakandi. Ekki er þetta nú gott PR allavega fyrir söluskáli framsóknarkaupfélagsins fyrir austan allavega.
![]() |
Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 20:35
Glæsilegur sigur hjá Bubba í Hæstarétti

Það er óhætt að segja að Bubbi Morthens vinni góðan sigur í frægu máli sínu gegn DV og Hér og nú og fái sitt fram. Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms í mars 2006. Eins og flestir vita birti tímaritið forsíðumynd í blaði sínu í júní 2005 með flennifyrirsögninni Bubbi fallinn! Á myndinni sást Bubbi með sígarettu í munnvikinu sitjandi í bíl sínum talandi í farsíma. Bubbi krafðist þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk og að honum yrðu dæmdar miskabætur.
Ummælin eru dæmd dauð og ómerk og er ritstjóri blaðsins á þeim tíma dæmdur til að greiða Bubba 700.000 krónur í miskabætur. Ennfremur er tekið sérstaklega fram í dómnum að myndataka af manni í bifreið sinni sé með öllu óheimil á sama hátt og um væri að ræða myndatöku að heimili hans. Ráðist sé að friðhelgi einkalífs hans með slíku.
Tek ég undir þetta mat. Man ég vel þegar að ég sá þetta tiltekna blað fyrst. Fyrsta hugsun mín og flestra voru án vafa að nú væri Bubbi aftur kominn í dópið. Allavega er ljóst að fyrirsögnin bauð heim misskilningi og dómurinn er svo sannarlega skiljanlegur. Svona umfjöllun er enda fyrir neðan allar hellur.
Það er gott að það liggi fyrir dómur sem tekur í vonandi eitt skipti fyrir öll á "blaðamennsku" af þessu tagi sem var á ótrúlegu plani á þeim tímapunkti sem þessari forsíðu var slengt fram. Bubba Morthens vil ég óska til hamingju með sigur sinn í málinu. Sá sigur er í senn bæði afgerandi og nokkuð sögulegur.
![]() |
Bubba Morthens dæmdar bætur fyrir meiðyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2007 | 16:57
Frelsi til að drekka bjór í 18 ár

Loks tókst að ná þingmeirihluta um málið í kjölfar þingkosninganna 1987 og frumvarpið varð að lögum eins og fyrr segir vorið 1988. Ólíkt því sem nú er voru deildir þingsins þá tvær, efri og neðri deild, og tafði það afgreiðslu málsins að ekki var víst um stuðning í annarri deildinni. Atkvæðagreiðsla um bjórinn varð þó ekki eins tvísýn og búist hafði verið við í upphafi.
Ég fer nánar yfir þetta í pistli á vef SUS í dag, sem ber heitið: Frelsi til að drekka bjór í 18 ár
Bendi ennfremur á þennan tengil:
Ýmis ummæli andstæðinga frelsis í umræðum um afnám banns við neyslu og sölu bjórs
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.3.2007 | 15:55
Harður árekstur heima í Þórunnarstræti

Ég hef búið neðarlega í Þórunnarstræti síðustu fimm árin, rétt fyrir ofan lögreglustöðina, og þekki því vel þessi gatnamót enda fer ég um þau á hverjum degi niðrí bæ og svo auðvitað aftur heim. Hún er mjög erfið í svona veðri eins og verið hefur og oft hafa orðið þarna harðir árekstrar á gatnamótunum. Stutt er t.d. síðan að þunglestaður flutningabíll rann svo til stjórnlaust niður vegna lélegs útbúnaðar og mildi þá að varð ekki stórslys.
Ég fer ekki ofan af því að þetta er með svæsnari gatnamótum í bænum við þær aðstæður sem nú eru. Slys af þessu tagi eru allavega umhugsunarverð fyrir okkur sem búum hér og förum um gatnamótin á hverjum einasta degi.
![]() |
Harður árekstur á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 14:43
Eilífðartöffarinn frá Keflavík giftir sig loksins

Rúnar er Hr. Rokk í huga ansi margra landsmanna. Hann hefur verið samofinn íslenskri tónlistarsögu í yfir fjóra áratugi, eða frá því að Hljómar byrjuðu sinn glæsilega feril. Lög eins og Heyrðu mig góða, Fyrsti kossinn, Sveitapiltsins draumur og mörg fleiri hafa mótað feril hans og hann er enn á fullu. Það var t.d. mjög gaman að sjá Rúnar og Bubba taka lagið á afmælistónleikum Bubba í júní í fyrra. Mikið fjör og sá gamli hefur engu gleymt. GCD var dúndurviðbót reyndar á ferli Rúnars.
Rúnar var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og einn af bestu mönnum Keflavíkurliðsins þegar að hann byrjaði í Hljómum og gaf þann feril upp á bátinn fyrir tónlistina. Hann hefur í fjóra áratugi búið með Maríu, en hún var valin fegurðardrottning Íslands í upphafi sambúðar þeirra, árið 1969 að mig minnir. Þau hafa verið sem eitt í huga landsmanna alla tíð síðan. Rúnar hefur ekki aðeins verið tónlistarmaður, hann hefur verið útgefandi tónlistar og pródúsent og á farsælan feril að baki.
Það er ekki hægt annað en að senda góðar kveðjur til gullna parsins, Rúnars og Maríu, suður til Keflavíkur á þessum merka degi í lífi þeirra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 11:42
Misnotkun á greiðslukortum

Þetta er því miður sífellt að verða óprúttnara, en þetta dæmi telst nú með þeim svæsnustu. En hann er svo sannarlega dýr strætóinn á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þurfum við þó að óttast svona dýran strætó hér. Eins og flestir vita eru nefnilega gjaldfrjálsar samgöngur hér á Akureyri og það kostar því ekkert í strætó. Og mun fleiri nota sér þennan samgöngukost eftir en var áður, sem hlýtur að teljast gleðiefni.
![]() |
Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2007 | 19:04
Karl Bretaprins vill banna McDonalds-fæði

Prinsinn af Wales hefur alla tíð verið mikill umhverfisverndarsinni og ennfremur talsmaður heilbrigðrar fæðu, einkum lífrænnar fóðu, og talað mikið máli betri fæðu. Hefur hann verið mjög jákvæður t.d. út í átak Jamie Oliver í skólum Bretlands til að bæta fæði skólabarna. Árið 1986 setti prinsinn upp bú á Highgrove-setrinu. Þar er allt unnið og gert með lífrænum hætti. Prinsinn gekk reyndar svo langt að hann sagði í spjalli við heilsusérfræðinginn Nadine Tayara hvort að hún hefði reynt að fá vörur McDonalds bannaðar. Það væri lykillinn að betri heilsu ungmenna.
Til að staðfesta öll ummælin lét Karl senda út formlega yfirlýsingu frá skrifstofu sinni í Clarence House til að benda á mikilvægi hollrar fæðu. Þar er skyndibitafæðu sagt allt að því stríð á hendur. McDonalds mun hafa sent út yfirlýsingu og harmað ummæli prinsins. Já, hann Karl er ekki feiminn við að taka afstöðu í málunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)