Færsluflokkur: Dægurmál
9.3.2007 | 17:53
Sr. Pétur Þórarinsson kvaddur

Sr. Pétur hefur verið sóknarprestur hér á svæðinu í rúma þrjá áratugi. Hann var prestur á Hálsi í Fnjóskadal 1976-1982, á Möðruvöllum í Hörgárdal 1982-1989 og í Glerárkirkju hér á Akureyri 1989-1991. Hann var prestur að Laufási frá 1991.
Ég skrifaði pistil um sr. Pétur Þórarinsson hér á vefinn þann 2. mars sl. og bendi á þau skrif hérmeð.
Ég votta fjölskyldu Péturs samúð vegna andláts hans.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
Pétur Þórarinsson
1951-2007
![]() |
Mikill mannfjöldi við útför séra Péturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.3.2007 | 12:01
Ríkidæmi Björgólfsfeðga eykst

Það eru auðvitað mikil tíðindi að ríkidæmi Björgólfs Thors Björgólfssonar hafi aukist skv. Forbes. Nú eru feðgarnir báðir á listanum; Björgólfur Thor er í 249. sæti og faðirinn í því 799. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 3,5 milljarða dollara eða 235 milljarða króna, en Björgólfs eldri á 1,2 milljarða dollara, um 80 milljarða króna. Mikið ríkidæmi það. Thorsættin er enn mjög áberandi heldur betur.
Björgólfur Thor varð fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heimsins. Held að það sé rétt munað hjá mér að Bill Gates hafi drottnað efstur á honum síðan 1993 allavega, eða eitthvað þar um bil hið minnsta, 13-14 ár. Veldi Björgólfsfeðga er eins og flestir vita upprunnið úr gosdrykkja- og bjórverksmiðjum í Rússlandi.
Það var mjög merkilegur þáttur af Sjálfstæðu fólki þegar að Jón Ársæll fylgdi Ólafi Ragnari í heimsókn til Rússlands þar sem hann var að mæra bransa Björgólfsfeðga. Hefði fáum órað fyrir slíkum hóli við upphaf Hafskipsmálsins að Ólafur Ragnar myndi mæra þá feðga. En svona er nú heimurinn oft kaldhæðinn.
Rikidæmi Björgólfs Thors vex ár frá ári. Hann er einn mannanna sem er í forystusveit íslensks viðskiptalífs. Hinsvegar er hann auðjöfur á veraldarvísu auðvitað. Um daginn talaði hann um að flytja höfuðstöðvar Straum-Burðarás burt frá Íslandi. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig því máli muni ljúka.
![]() |
Björgólfur Thor hækkar um 101 sæti á lista yfir ríkustu menn heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 00:11
Fermingarstelpa verður að klámstjörnu

Eins og ég hef sagt má eflaust deila eitthvað um stíliseringuna á blaðinu og hvernig stelpunni er stillt upp, en að láta svo harkaleg ummæli falla voru eiginlega fyrir neðan allar hellur. Í ljósi þess að Guðbjörg er að vinna í Háskólanum er þetta frekar vandræðalegt fyrir hana að mínu mati. En hún tók út skrifin og það er mjög virðingarvert eins og komið var málum og hið eina rétta. Tek undir með bloggfélaga mínum, Sófusi Árna Hafsteinssyni, sem sagði í kommenti hér hjá mér á vefnum á sínum bloggvef að þetta mál væri nokkuð líkt auglýsingunni sem gekk um netið nýlega. Það er fylgst vel með öllu sem á netið fer.
Þekki ekki mikið til Guðbjargar en man hinsvegar vel eftir skrifum hennar í Þjóðmál síðasta sumar. Þar ritaði hún athyglisverða grein um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Hún fór þar yfir sviðið allt og stöðu fjölmiðla á þeim tímapunkti. Ég las greinina með miklum áhuga og komst þar bæði að nýjum og áhugaverðum punktum og varð betur meðvitaðri um það sem ég vissi fyrir. Ekki hefði mér órað fyrir þá að höfundurinn ætti eftir að láta ummæli af þessum toga falla. Þetta mál hefur allt verið hið vandræðalegasta fyrir hana og þessi ummæli gengu einfaldlega alltof langt.
Sumt segir maður hreinlega ekki. Það að ætla að reyna að koma klámstimpli á sárasaklausa auglýsingu er frekar sorglegt, einkum og sér í lagi þegar að auglýsingin er eins mild og hún er. Dæmi hver sem sér. Held að fáir sjái eitthvað sjúkt í þessu. Það er nú bara þannig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.3.2007 | 15:32
Klámummælin umdeildu fjarlægð
Það er gleðiefni að sjá að Guðbjörg Hildur Kolbeins hefur fjarlægt hvöss ummæli sín um forsíðu auglýsingablaðs Smáralindar, þar sem sagt var að hún væri klámfengin. Varð ég nokkuð hissa á þeim skrifum, eins og sjá mátti hér á vefnum. Það voru mun harðari orð en tilefni gaf til. Eflaust má hafa ólíkar skoðanir á þessu blaði og hversu vel forsíðan sé stíliseruð, en ummælin voru alltof hörð.
Það virðist vera almenn undrun á netinu á þessum ummælum, sem varla er furða. Það má vissulega velta því fyrir sér hvað sé klám og hvað ekki. Sárasaklaus auglýsingaforsíða sem gefur varla neitt klámfengið til kynna hefur allavega fengið umfjöllun og vel það. Það hefur mun meira verið rýnt í hana en ella hefði eflaust orðið.
Þetta hefur verið mál sem hefur verið rætt - flestir hafa á því skoðun. Guðbjörgu tókst allavega að komast í umfjöllun og vefurinn hennar hefur komist í miðpunkt athygli hér á moggablogginu. Það var rétt hjá henni að taka skrifin út og vonandi munu öldur lægja eftir það.
En eftir sem áður stendur að þetta voru of harkaleg orð og þessi auglýsingapési fékk einum of hvassa gusu á sig. Svo var þetta auðvitað frekar leitt fyrir fyrirsætuna að lenda í miðpunkti svona máls. En vonandi lýkur þessu í góðu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2007 | 02:07
Klám í boði Smáralindar?
Sá loksins forsíðuna áðan. Varð eiginlega allnokkuð hissa við þá sýn, enda sá ég ekki "klámið" á forsíðunni. Kannski undarleg stelling og allt það, en ummælin eru varla eðlileg miðað við þetta. Frekar hörð orð. Skil þau eiginlega ekki. Er þessi mynd svo afleit að hún réttlæti þetta harða og grófa orðaval? Finnst það ekki. Það er orðið langt gengið ef flokka á þessa forsíðu sem klám.
Klám má flokka ansi vítt held ég ef það á að flokka þessa forsíðumynd undir það. Eru þetta ekki bara einhverjir öfgar? Hallast að því.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.3.2007 | 14:20
Hugleiðingar um að fita granna stjörnu
Það verður nú seint sagt um óskarsverðlaunaleikkonuna Angelinu Jolie að hún sé feit, enda hefur hún alla tíð borið þá ímynd að vera mjög grönn. Nú eru þeir sem næst henni standa orðnir áhyggjufullir yfir því að hún sé of grönn. Þeir sem hafa séð myndina Girl, Interrupted, sem færði Jolie óskarinn fyrir sjö árum, sjá enda granna og eiginlega gegnumhoraða konu. Þannig hefur ímynd hennar verið í áraraðir.
Jolie þýðir fögur, það er réttnefni á Angelinu sem þykir með fögrustu konum kvikmyndaheimsins. Hún hefur enda verið kyntákn alla tíð. Miðnafnið Jolie er því ekki ættarnafn, heldur er ættarnafn hennar Voight, enda er faðir Angelinu óskarsverðlaunaleikarinn Jon Voight sem var einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar, og hlaut óskarinn fyrir eftirminnilega túlkun á lamaða hermanninum í Coming Home, manninum sem kemur heim lamaður frá Víetnam. Jolie og Voight hafa ekki talað saman í ein fimm ár vegna ágreinings.
Jolie hefur átt erfitt síðustu mánuði. Það eru nokkrar vikur síðan að móðir hennar, leikkonan Marcheline Bertrand, lést úr krabbameini og auk þess hefur stjarnan sokkið sér ofan í góðgerðarstarf um allan heim, einkum í Asíu, en hún er sem kunnugt er góðgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna þar. Hún hefur með því hlutverki fetað í fótspor margra þekktra leikara, t.d. Audrey Hepburn sem var mannréttindatalsmaður alla tíð samhliða leikferlinum og var í sama hlutverki og Jolie er eiginlega nú. Jolie hefur sinnt hlutverkinu vel og gott dæmi er að hún dvaldi um jólin 2005 á hörmungarsvæðunum í Asíu þar sem flóðbylgjurnar skullu á nokkru áður.
Áhyggjur eru víst uppi um það að vinnan sé að sliga leikkonuna. Hún bæði borði og sofi of lítið og heilsan sé ekki í forgrunni. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Þetta er skapmikil og ákveðin kona sem er ekki vön að láta karlana í kringum sig stjórna sér. Gott dæmi er um það hvernig að samskiptum hennar og föðurins lauk með hvelli fyrir nokkrum árum og hún lét Billy Bob Thornton gossa þegar að hann var farinn að skipta sér of mikið af hennar málum. Ekki er nú langt síðan að talað var um erfiðleika hjá Jolie og Brad Pitt.
Annars hefur jafnan verið sagt um stjörnurnar að þær séu skapmiklar. Ætli Angelina Jolie sé ekki gott dæmi um það.
![]() |
Pitt vill fita Jolie |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 02:37
DeCode heldur sífellt áfram að floppa
Þegar að Íslensk erfðagreining var stofnuð fyrir áratug voru háleit markmið sem einkenndu allt starfið. Þetta var eins og hálfgerð skýjaborg. Nú er ljóst að fyrirtækið er að floppa stórt ár frá ári, staðan heldur aðeins áfram að versna. Það sem margir töldu að yrði björt framtíð er orðin að óttalegri sorgarsögu, sögu brostinna tækifæra og glataðra markmiða umfram allt.
Það að tapið á rekstrinum hjá DeCode, móðurfélagi ÍE, nemi 85,5 milljónum dala á síðasta ári, eða tæpum sex milljörðum íslenskra króna, segir alla sólarsöguna betur en allt annað í raun og veru. Það er sífellt að halla þarna undan fæti. Tapið er gígantískt á íslenskan veruleika allavega og þetta stefnir í meira flopp en jafnvel svartsýnustu menn spáðu fyrir 3-5 árum. Þessi staða er skelfileg miðað við allar hinar háleitu væntingar og öflugu tækifæri sem margir töldu vera framundan fyrir þetta fyrirtæki.
Ég man vel eftir því þegar að umræðan var sem allra mest um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Það eru hvað orðin sjö til átta ár síðan að sú rimma stóð. Þá barðist Ingibjörg Pálmadóttir sem heilbrigðisráðherra fyrir málinu í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og það var eitt mesta hitamál síns tíma í þingsölum. Langt er síðan að Ingibjörg fór af sviðinu sem stjórnmálamaður og háleitu draumarnir um þennan möguleika hafa ekki enn ræst. Ég held að ekki einu sinni svartsýnustu menn í þinginu hafi talið það möguleika að svona illa myndi horfa fyrir Íslenskri erfðagreiningu innan áratugar.
Það er varla björt framtíð framundan þegar að tapið er svona mikið og varla von um bjartari tíð með blóm í haga eins og skáldið á Gljúfrasteini sagði forðum daga.
![]() |
Tap deCODE eykst milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.3.2007 | 22:12
Femínistarnir varla ánægðir með Clooney

Hann hefur verið farsæll leikari og síðustu árin ennfremur sýnt snilldartakta sem leikstjóri. Í dag er liðið ár síðan að Clooney hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á CIA-leyniþjónustumanninum Bob Barnes í pólitísku fléttumyndinni Syriana. Þar fór hann algjörlega á kostum. Við sömu athöfn var hann tilnefndur fyrir leikstjórn í Good Night, and Good Luck, en tapaði fyrir Ang Lee sem hlaut verðlaunin fyrir Brokeback Mountain.
Clooney verður varla eftirlæti femínistanna eftir þetta.... eða hvað.
![]() |
Clooney hefur áhuga á því að ættleiða unga og fagra konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.3.2007 | 11:33
Sorglegt

Í grunninn séð vekja þessi sorglegu umferðarslys okkur öll til lífsins í þessum efnum, eða ég ætla rétt að vona það. Dapurleg umferðarslys seinustu mánaða og hörmuleg örlög fjölda Íslendinga sem látist hafa eða slasast mjög illa í skelfilegum umferðarslysum á að vera okkur vitnisburður þess að taka til okkar ráða - það þarf að hugleiða stöðu mála og reyna að bæta umferðarmenninguna. Það er lykilverkefni að mínu mati.
Ég votta þeim samúð mína sem hafa misst ástvin og félaga í þessu umferðarslysi í Hörgárdal.
![]() |
Banaslys í Hörgárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2007 | 22:35
Spielberg með stolið málverk í safninu

Leikstjórinn Steven Spielberg hefur alltaf verið menningarunnandi og á fjölda listaverka á heimili sínu. Nú er komið í ljós að málverk sem hann keypti á uppboði fyrir átján árum í New York og hefur prýtt heimili hans alla tíð síðan var stolið. Hann keypti verkið á lögmætu uppboði og hjá virtum listaverkasala. Verkinu var stolið í listagalleríi í Missouri fyrir 34 árum. Spielberg er nú að vinna með FBI að reyna að leysa sinn þátt málsins.
Steven Spielberg hefur tvisvar hlotið leikstjóraóskarinn á ferli sínum; fyrir Schindler's List árið 1993 og Saving Private Ryan árið 1998. Hann hefur á löngum leikstjóra- og framleiðsluferli sínum staðið að mörgum vinsælustu kvikmyndum síðari tíma í Bandaríkjunum. Auk óskarsverðlaunamyndanna hefur hann gert myndir á borð við Jurassic Park, Jaws, Minority Report, Raiders of the Lost Ark og E.T.
Þetta mál er nú frekar svona súrsætt fyrir Spielberg, en hefur í sjálfu sér engin áhrif á hann. En það er vissara að kanna verkin sem maður kaupir á uppboðum. Það gæti leynst verk sem á sér einhverja fortíð með einum eða öðrum hætti, með misjöfnum hætti, þar á meðal. Annars er þetta mjög athyglisvert mál.
Það er Spielberg er án nokkurs vafa valdamesti kvikmyndaleikstjórinn og hefur mikil áhrif bæði sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Ég fjallaði um Spielberg og feril hans í ítarlegum leikstjórapistli á kvikmyndir.com árið 2003.
Annars ætla ég núna að fara að horfa á Jaws. Orðið alltof langt síðan að ég hef sett hana í tækið. Það er sannkölluð eðalmynd.
![]() |
Stolið málverk finnst hjá Steven Spielberg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)