Fermingarstelpa verður að klámstjörnu

Smáralindarpésinn Það er orðið ansi langt síðan að netið hefur logað meira hérlendis í kringum eitt mál en síðasta sólarhringinn um skrif Guðbjargar Hildar Kolbeins um fermingarstelpuna á Smáralindarblaðinu sem hún sér sem klámstjörnu. Það voru alveg ótrúleg skrif, gríðarlega hörð og sláandi, og urðu umdeild eftir því. Fátt hefur verið meira rætt í netheimum í dag. Þeir eru fáir sem hafa varið þessi skrif Guðbjargar en hinsvegar mjög margir sem hafa gagnrýnt þau harkalega. Það var enda erfitt verkefni að verja skrifin.

Eins og ég hef sagt má eflaust deila eitthvað um stíliseringuna á blaðinu og hvernig stelpunni er stillt upp, en að láta svo harkaleg ummæli falla voru eiginlega fyrir neðan allar hellur. Í ljósi þess að Guðbjörg er að vinna í Háskólanum er þetta frekar vandræðalegt fyrir hana að mínu mati. En hún tók út skrifin og það er mjög virðingarvert eins og komið var málum og hið eina rétta. Tek undir með bloggfélaga mínum, Sófusi Árna Hafsteinssyni, sem sagði í kommenti hér hjá mér á vefnum á sínum bloggvef að þetta mál væri nokkuð líkt auglýsingunni sem gekk um netið nýlega. Það er fylgst vel með öllu sem á netið fer.

Þekki ekki mikið til Guðbjargar en man hinsvegar vel eftir skrifum hennar í Þjóðmál síðasta sumar. Þar ritaði hún athyglisverða grein um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Hún fór þar yfir sviðið allt og stöðu fjölmiðla á þeim tímapunkti. Ég las greinina með miklum áhuga og komst þar bæði að nýjum og áhugaverðum punktum og varð betur meðvitaðri um það sem ég vissi fyrir. Ekki hefði mér órað fyrir þá að höfundurinn ætti eftir að láta ummæli af þessum toga falla. Þetta mál hefur allt verið hið vandræðalegasta fyrir hana og þessi ummæli gengu einfaldlega alltof langt.

Sumt segir maður hreinlega ekki. Það að ætla að reyna að koma klámstimpli á sárasaklausa auglýsingu er frekar sorglegt, einkum og sér í lagi þegar að auglýsingin er eins mild og hún er. Dæmi hver sem sér. Held að fáir sjái eitthvað sjúkt í þessu. Það er nú bara þannig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Það sem forkastanlegast er við þessi skrif að þau eru ekki rökstudd á nein máta hjá blessaðri konunni. Allavega ekki rök sem marktakandi er á. Háskólakennurum og öðru menntafólik ber að vera gagnrýnið á umhverfi sitt á því er engin vafi en gagnrýni þarf líka að vera rökstudd. Þessi skrif voru það því miður ekki.  

Gunnar Pétur Garðarsson, 9.3.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Já, tek heilshugar undir þetta. Skrifin voru bara blammering í eina átt, enginn rökstuðningur né eitt né neitt. Dapurlegt, enda verið hakkað í sig eftir því.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.3.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Haukur Kristinsson

vorkenni bara þessari konu,  hlítur að vera á lyfseðilskyldum lyfjum, og að gera stúlkunni sem er í bæklingnum þetta er óafsakanlegt,

Haukur Kristinsson, 9.3.2007 kl. 00:39

4 identicon

"En hún tók út skrifin og það er mjög virðingarvert eins og komið var málum og hið eina rétta. "

- Ég get bara ekki tekið undir að þetta sé mjög virðingarvert hjá henni. Hún hefur hvergi komið fram og beðist afsökunar á þessu - sérstaklega gagnvart stelpunni á forsíðunni - og þá líka gagnvart Smáralind (Eva Dögg hefur svarað þessum af mikilli skynsemi).

Guðbjörg er í mínum huga hálfgert úrhrak, en hefur þó tækifæri til að hrista sig upp úr því með því að biðjast afsökunar. Mér finnst sorglegt hvað sumir feministar eins og hún einblína á allt hið svartasta og ásaka svo aðra um að vera "vondir". Guðbjörg á sannarlega að skammast sín - það hefur hún ekki gert og ég tek sannarlega undir með Kela hérna ... er svona manneskja hæf til að stunda það starf sem hún gerir?

Ég ætla bara að vona að hún haldi áfram að fá að heyra það - hún á það skilið. Ég hef satt best að segja ekki lesið ógeðslegra blogg en bloggið hennar um þessa forsíðu! Í fullri alvöru! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 01:43

5 identicon

Það er ekki fallegt að vera leiðinlegur við minni máttar, að minnsta kosti ekki til skemmri tíma litið.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 02:17

6 identicon

Sæll Stefán. Það er alltaf gaman að lesa pistlana þína. Oftast er ég þér nokkuð sammála, en ekki alltaf, eins og gerist og gengur. Þessi furðulega árás Guðbjargar Hildar á auglýsingabækling Smáralindar, og mikið hefur verið rædd í bloggheimum, er ekki bara skoðun hennar, heldur eiga þessi viðhorf pólitískt og hugmyndafræðilegt bakland í feminísku hreyfingunni. Henni varð það hins vegar á að klæða hugmyndafræðina úr hverri spjör, þannig að ekkert var falið. Baklandið ræðir sjálfsagt afleikinn vandlega nú um stundir, þannig að nekt hugmyndafræðinnar verði ekki aftur á borð borin fyrir almenning. Auðvitað ætti öllum að vera ljóst að Guðbjörg Hildur er bara það sem enskir kalla "dirty minded" og það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort "dráttarklárar" hinnar feminísku hreyfingar séu ekki meira og minna uppteknir af "tákn- og merkingarfræði" hennar, en órunum hefur bara ekki verið sleppt enn lausum. 

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 17:43

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Verð að svara sérstaklega Þorsteini og Gústafi.

Þorsteinn: Algjörlega sammála þér. Enda sagði ég að það væri virðingarvert að hún tók þau út. Það eitt og sér er mikilvægt. Eftir stendur þó að skrifin voru fyrir neðan allar hellur og henni til skammar að hafa ekki komið með hreina og klára afsökunarbeiðni, sem væri það eina rétta í stöðunni. Meðan að svo er ekki breytist auðvitað ekki mat mitt og margra fleiri að hún varð sér til skammar með skrifunum.

Gústaf: Þakka þér fyrir gott komment. Mjög sammála þessum skrifum þínum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.3.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband