Færsluflokkur: Dægurmál
15.3.2007 | 23:14
Guðbjörg Hildur lokar bloggsíðu sinni
Ég tók eftir því í kvöld, eftir góða ábendingu, að Guðbjörg Hildur Kolbeins hefur lokað vef sínum hér á Moggablogginu. Deilt hefur verið á netinu síðustu dagana um harkaleg ummæli hennar um forsíðu auglýsingablaðs Smáralindar og margir beðið eftir afsökunarbeiðni frá henni á því orðavali sem þótti fara heldur betur yfir mörkin. Það virðist ekki vera á dagskrá hennar að senda frá sér afsökunarbeiðni eða reyna að klára þetta mál með siðlegum hætti. Það er með ólíkindum að hún skyldi pakka saman eftir þessa umræðu, taka út umdeildu færsluna og taka svo vefinn niður bara eins og tjaldið eftir útileguna og keyra á brott. Frekar kostulegt.
Einn sem skrifaði komment á vefinn minn í dag var að tala um að ég væri að vega að skoðunum hennar. Það er ekki rétt, ég var að skrifa gegn þessu orðavali. Eitt er að telja auglýsingabæklinginn vondan og stellingu fyrirsætunnar slappa en annað að koma með svo sterk orð, hakka í sig unga fyrirsætu og þetta blað með ómálefnalegum hætti. Ég er ekki einn um það að telja þessi skrif fyrir neðan allar hellur.
Það sem meira er að ég tel að hún hafi sýnt það opinberlega að henni varð á með því að taka skrifin niður og endalok bloggvefsins segir meira en mörg orð um það að hún sér eftir þessu en finnur það greinilega ekki hjá sér að skrifa sig frá því, þó ekki væri nema með nokkrum línum. En það er bara eins og það er.
Það sem maður skrifar á bloggvefinn er orðið opinbert. Þess vegna hugsar maður sig örlítið um hverja færslu og segir hlutina pent og með það fyrir augum að jafnvel geta þúsundir séð það á örskotsstundu. Vísa til orðavals míns í viðtalinu á Rás 2 um þetta. Það sem fer eitt sinn á netið gleymist kannski ekki glatt.
Það sýndi sig vel í þessu máli að netið er lifandi og fólk getur ekki sagt hvað sem er um hvern sem er. Einfalt mál í sjálfu sér!
15.3.2007 | 17:30
Af hverju biðst Guðbjörg Hildur ekki afsökunar?
Það hefur vakið mikla athygli að Guðbjörg Hildur Kolbeins hefur ekki enn beðist afsökunar á umdeildum ummælum sínum fyrir viku um forsíðu auglýsingablaðs Smáralindar. Þetta mál skók bloggheimana fyrir viku með athyglisverðum hætti og svo fór að Guðbjörg Hildur tók út skrifin. Margir spyrja sig enn hvar afsökunarbeiðnin sé, enda held ég að flestir í bloggheimum hafi mislíkað þessi skrif, enda voru þau svo harkaleg og langt yfir öll mörk.
Gestur Einar Jónasson og Hrafnhildur Halldórsdóttir spurðu mig sérstaklega út í þetta mál í viðtalinu sem ég fór í til þeirra á Rás 2. Þetta er eitt umdeildasta mál bloggheimanna ansi lengi og því svosem varla skrýtið að þau hafi talað um það í þessu spjalli um bloggheima. Sagði mína skoðun, fór þó mjög varlega í það. Vil haldast á heiðarlegum nótum í þessu, hef þó sagt meira um það hér en ég gerði í þessu morgunspjalli okkar í gær.
En Guðbjörg Hildur myndi virka mun sterkari ef hún bæðist afsökunar og ég skil ekki að hún hafi ekki enn gert það. Frekar sorglegt bara.
14.3.2007 | 17:16
Viðtalspælingar - hugleiðingar um bloggheima
Hef fengið góð viðbrögð við viðtalinu á Rás 2 í morgun. Hefði aldrei órað fyrir því þegar að ég byrjaði að blogga í september 2002 að ég ætti eftir að enda í viðtali sem einhvers konar hugsuður og sérfræðingur í bloggmálum! En svona er þetta bara, lífið er ein stór gáta sem við leysum dag frá degi áfram þar til að við spinnumst einhverja leið sem ræðst stig af stigi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er mjög ástfanginn af blogginu og því sem gerist þar. Hreifst af þessum vettvangi allt frá fyrsta degi og hef verið háður honum síðan.
Ég hef mikinn áhuga á að skrifa og segja mínar skoðanir, eins og þeir vita sem hafa fylgt mér frá fyrsta degi og gegnum árin fimm. Enda var spjallið í morgun mjög lifandi og hresst. Ég sagði mínar skoðanir á þessu. Margir, meðal annars Gestur Einar og Hrafnhildur, hafa alltaf spurt mig að því hvort að þetta sé ekki byrði í gegnum daginn, hvernig maður eiginlega nennir þessu. Svarið er alltaf það sama; þetta er ástríða í lífinu. Þetta er hlutur sem ég met mikils, þetta er lífsfylling fyrir mig. Þetta er mitt golf, segi ég oft glaður með minn hlut!
Bloggið er ferskt og nýtt. Ég blæs á allar úrtöluraddir andstæðinga bloggsins um að það sé loftbóla sem springi fyrr en síðar. Þetta er ferskur, opinn og lifandi vettvangur sem er kominn til að vera. Þetta gefur mér mikið og meðan að svo er læt ég móðann mása í gegnum dagsins önn. Þetta er mikilvægur hluti og þess vegna er ég svo stoltur af honum, er ekki feiminn við að tala fyrir honum. Ég tel að bloggið muni aðeins halda áfram að vaxa. Veit ekki hvort einhver hápunktur verði, en ég tel að þetta sé fastur punktur í lífsfléttu okkar bloggara.
Gott allavega að einhver hafði gaman af þessum pælingum í morgun. Vona bara að þeir sem eru í vafa um að blogga hafi sannfærst um að þetta sé rétt. Vona að vinur minn, Gestur Einar, og hún Hrafnhildur fari bara að blogga og einhverjir aðrir. Þetta er yndisleg iðja. :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.3.2007 | 14:26
Sorglegt sjóslys
Ég votta Vestfirðingum öllum og sérstaklega fjölskyldum hinna látnu samúð mína.
![]() |
Sjóslys í Ísafjarðardjúpi: Flak trillunnar dregið að landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007 | 12:48
....að vakna eftir áralangan dásvefn

Enn er því haldið fram að eiginmaður hennar, Claus, hafi reynt að drepa Sunny en hann vann fræg réttarhöld, þar sem reynt var að negla hann. Deilt var um hvort að Sunny hefði reynt sjálfsvíg eða verið reynt að drepa hana. Hún var sprautuð með of stórum skammti af insúlini, en hún var sykursjúk. Enn er stóru spurningunni ósvarað hvers eðlis þetta allt var. Myndin varð mjög rómuð, sérstaklega fyrir flashback-atriðin þar sem sett eru bæði tilfellin á svið, hvort um morðtilraun eða sjálfsvígstilraun var að ræða. Virkilega vandað allt og myndin býður lesandanum fjölbreytt sjónarhorn á málið.
Það sem er einna merkilegast við myndina er hiklaust að Sunny, í gríðarlega góðri túlkun Glenn Close er sjálf sett sem sögumaður við upphaf og endi myndarinnar. Þar eru engir dómar felldir yfir því hvort sé rétt heldur málið allt sýnt og áhorfandinn dæmir sjálfur. Ég man þegar að ég sá myndina fyrst í bíó fyrir sextan árum, mikil upplifun. Keypti mér hana svo fyrir nokkrum árum og upplifði hana aftur. Sterk mynd í frásögn og túlkun aðalleikaranna. Jeremy Irons átti stórleik ferilsins í hlutverki hefðarmannsins Claus sem bæði er sýndur sem snobbaður aðalsmaður og kuldalegur eiginmaður, en það er vægt til orða tekið að sambúð þeirra var við frostmark þegar að Sunny féll í dáið. Irons hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á Claus á sínum tíma, sem var mjög verðskuldað.
Ég gerði mér ferð áðan á Wikipedia til að sjá hver örlög Sunny hefðu orðið. Hún var í dái er myndin var gerð, áratug eftir að hún fannst meðvitundarlaus. Skv. alfræðivefnum yndislega er allt nákvæmlega óbreytt. Henni er enn haldið lifandi af börnum sínum, sem vilja ekki að Claus erfi hana, enda eru þau auðvitað enn gift, eins merkilegt og það hljómar eftir 27 ára dásvefn og það að hjónaband þeirra var komið rækilega á endastöð. Það var gaman að sjá myndina aftur. Leikurinn er hreinasta afbragð og myndin eldist vel. Þetta er merkilegt mál allavega.
En hvernig tilfinning ætli það sé að vakna jafnvel úr dái eftir áralangan dásvefn? Það hlýtur að vera athyglisvert, sérstaklega ef heimsmyndin manns er gjörbreytt. Mikil upplifun, en þetta er vissulega sjaldgæft. En í sjálfu sér athyglisvert að heyra af svona.
![]() |
Kona vaknar upp úr dái eftir sex ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 10:44
Notalegt morgunspjall hjá Gesti og Hrafnhildi
Það er vonandi að einhverjir hafi haft gaman af þessu. Naut þessa allavega mjög. Við Gestur Einar ræddum vel fyrir og eftir viðtalið og það var ánægjulegt að fá sér kaffibolla og tala vítt og breitt um þetta. Var einmitt að átta mig á því í miðju spjalli að ég á hálfs árs bloggafmæli hér í vikunni og það eru fimm ár á þessu ári frá því að ég byrjaði á þessu brasi. Fljótur að líða tíminn. Fannst mest gaman einmitt að tala við þau um léttu málin. Þau vildu mjög vita hvað ég skrifaði um þegar að ekkert er í fréttunum. Mikið hlegið þegar að ég sagði; veðrið á Akureyri. :)
Eftir viðtalið spilaði Gestur Einar lag með Óskari Péturssyni með texta eftir Davíð Oddsson, seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra. Gestur Einar veit vel að Davíð er og verður alla tíð uppáhaldsstjórnmálamaðurinn minn. Sennilega ekki verið nein tilviljun. Þetta er fallegt lag og Óskar gerir því frábær skil. Vona að Davíð muni eiga góða daga við að yrkja og skrifa bækur, helst ævisöguna, eftir bankastjóraferilinn.
Bloggspjallið við mig á Rás 2 - 14. mars 2007
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2007 | 00:59
Morgunspjall með Gesti Einari og Hrafnhildi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2007 | 17:10
Kuldaleg örlög
Það er mjög stingandi að heyra fréttir af því þegar að fólk finnst látið í íbúð sinni - það deyji eitt og yfirgefið og finnist kannski fyrir einskæra tilviljun. Þessi frétt af hinni bandarísku frú Bock slær þó ansi margt út. Hún dó ein í íbúð sinni, fyrir heilum fjórum árum. Hafði verið týnd vissulega en einhvernveginn hafði engum snillingnum dottið í hug að hún hefði hreinlega dáið heima og væri þar niðurkomið. Ekki hefur nú rannsóknin á meintu hvarfi hennar verið mjög fagmannleg skyldi maður ætla hreinlea.
Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera einn og yfirgefinn á dauðastundinni. Maður einhvern veginn fyllist dapurleika og máttleysi við að lesa fréttir af því að fólk finnist eftir að hafa verið látið í vikur jafnvel. Hef hugsað talsvert um þetta þegar að við fáum fréttir af slíku hér heima á Fróni. Þetta er oftast nær fólk sem á enga að og lifir eitt sínu lifi, og deyr eitt skiljanlega. Mér finnst það einhvernveginn vera mikilvægt að fólk eigi einhverja að og geti lifað glatt við sitt og hafi notalegan félagsskap í gegnum lífið.
Það er skelfilegt að skynja það að til er fólk í samfélaginu okkar sem er eitt og yfirgefið og deyr án þess að eiga engan að. Svona nokkuð gerðist hér heima meira að segja um jólin. Það er sérlega napurlegt að fólk sé látið í íbúð sinni öll jólin og enginn taki eftir neinu. Er kærleikurinn og ástúðin almennt svo lítill orðinn að til sé fólk sem upplifi jafnvel eitt og yfirgefið jólahátíðina? Það er stórt spurt, en oft verður fátt um svör.
Mér finnst þetta staðfesta breytingar á samfélaginu. Við erum orðin of upptekin af okkur sjálfum til að gefa okkur. Eða þetta er allavega eitthvað sem leitar á hugann minn. Það er varla annað hægt en hugsa eitthvað við svona fréttir, hvort sem þær koma héðan af Fróni eða utan úr heimi.
![]() |
Fannst á heimili sínu eftir að hafa verið týnd í fjögur ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2007 | 15:44
Vatnstjón á Sólvallagötunni

Þetta er ekkert smátjón sem hefur orðið í bílageymslu fjölbýlishússins á Sólvallagötu í Reykjavík. Tjón upp á tugmilljónir. Sagt er í fréttum að 20-30 bílar séu skemmdir. Þetta hefur verið ófögur aðkoma enda munu um 2.000 tonn af vatni hafa lekið þar inn, væntanlega er þetta hreinlega skólp. Dælt hefur verið vatni síðan snemma í morgun.
Vatn veldur auðvitað rosalegu tjóni og er auðvitað mjög seinlegt og erfitt að ná því á brott. Það eru engar fljótvirkar aðgerðir í því tilliti eða góðar ef út í það er farið. Skaðinn er auðvitað þannig séð skeður. Þegar að ég var unglingur vann ég hjá fyrirtæki sem flæddi vatn inn í. Það var ófögur aðkoma að því þann morguninn og tók nokkurn tíma að koma öllu í samt lag.
Maður kennir í brjósti um það fólk sem hefur orðið fyrir tjóni, enda er vatnstjón af þessu tagi tilfinnanlegt, sérstaklega í því tilliti að bifreiðar skemmast, tala nú ekki um ef lekinn nær í einkageymslur þar sem jafnan er eitthvað verðmætt geymt í bland við aðra hluti.
![]() |
Tugmilljóna króna tjón á Sólvallagötunni; ljóst að vatn hefur lekið víðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 15:02
Leonardo DiCaprio kominn til landsins

Fetar Leonardo í fótspor James Bond, í túlkun Roger Moore í A View To a Kill árið 1985 og Pierce Brosnan í Die Another Day árið 2002, í því að fara á Jökulsárlón. Ekki þó til að leika í kvikmynd, heldur í myndatöku fyrir glansritið Vanity Fair. Búast má við að hann verði farinn fyrir helgarlok aftur til Bandaríkjanna. Eflaust mun myndatakan eitthvað auglýsa upp landið, enda blaðið víðlesið, og vonandi mun leikarinn njóta landsins og sjá hversu fallegt er á Jökulsárlóni. Það er enda yndislegur staður. DiCaprio er auðvitað mjög þekktur leikari. Hann hefur þó ungur sé verið tilnefndur þrisvar til óskarsverðlauna fyrir leik, síðast fyrir Blood Diamond á óskarsverðlaunahátíðinni fyrir tæpum tveim vikum. Hann var áður tilnefndur fyrir The Aviator og What´s Eating Gilbert Grape?
Þekktasta mynd DiCaprio er þó án nokkurs vafa Titanic, mynd um ástir og örlög á skipinu sögufræga sem sökk til botns fyrir tæpri öld. Mikil og stór mynd um sögu skipsins sem átti ekki að geta sokkið en sökk þó í jómfrúrferðinni sinni. Sú mynd sló í gegn á sínum tíma og er ein vinsælasta kvikmynd sögunnar. Hún verður tíu ára á þessu ári. Hún hlaut 14 óskarsverðaunatilnefningar og 11 verðlaun, sem er hið mesta í sögu verðlaunanna, jafnmikið og Ben-Hur hlaut áður, árið 1959, og The Lord of the Rings: The Return of the King, hlaut síðar, árið 2003. DiCaprio hlaut ekki einu sinni leiktilnefningu fyrir túlkun sína á Jack Dawson í myndinni, sem olli áralangri fýlu hans við akademíuna.
Vinsælasta mynd DiCaprio í seinni tíð hlýtur að teljast The Departed, kvikmynd leikstjórans Martin Scorsese, sem færði leikstjóranum langþráðan leikstjóraóskar og hlaut ennfremur óskarinn sem besta kvikmynd ársins 2006. DiCaprio sýndi góða takta en hlaut þó frekar leiktilnefningu fyrir Blood Diamond en hana, þó ég geti reyndar fullyrt að Blood Diamond sé úrvalsmynd. Flestir töldu að DiCaprio fengi leikaraóskarinn fyrir tveim árum fyrir túlkun sína á auðjöfrinum Howard Hughes í The Aviator en þá tapaði hann fyrir Jamie Foxx sem túlkaði Ray Charles með bravúr. Enn á hann því eftir að vinna þessi eftirsóttu verðlaun. Hann hefur nú gert þrjár myndir með Scorsese.
Hvort að hann þurfi að bíða jafnlengi eftir verðlaununum og uppáhaldsleikstjórinn hans, sem hefur gefið honum bestu leiktækifærin undanfarin ár, skal ósagt látið. En nú er hann á Íslandi - kynnist landi og þjóð. Einhver mun eflaust spyrja hann hinnar sígildu og margtuggnu spurningar um hvernig honum líki við landið. Hvert sem svarið verður munu margir kalla hann Íslandsvin. Annað væri eflaust talið sem stílbrot á stjörnuhefðinni.
![]() |
Leonardo DiCaprio myndaður á Jökulsárlóni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)