Færsluflokkur: Dægurmál
22.3.2007 | 23:39
Samúðarkveðjur
Síðasta ár var rosalegt í umferðinni. Það var mikil blóðtaka fyrir samfélagið allt, enda dó svo mikið af ungu fólki. Það var því miður það sem einkenndi árið út í gegn; fjöldi ungs fólks sem dó, fólk í blóma lífsins. Dauði eins snertir okkur öll við svona aðstæður. Því miður eru umferðarslys hérna alltof mörg. Það eru of margir sem kveðja heiminn við þessar aðstæður. Þungi vegakerfisins er því miður ein ástæðan í alltof mörgum tilfellum, t.d. á Suðurlandsvegi.
Orð megna sín frekar lítils við svona atburði. Ég vona að við séum ekki á leiðinni í annað sorglegt umferðarár. Því miður óttast maður orðið hið versta í þessum málum. Það er erfitt að finna eina töfralausn betri en fara varlega í umferðinni. Annars ætla ég ekki að predika hve sorgleg umferðarslys eru. Við vitum það öll, hvort sem við höfum upplifað naprasta hluta þeirra eður ei.
Ég vil votta aðstandendum mína innilegustu samúð.
![]() |
Lést í bílslysi á Suðurlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2007 | 16:52
Veruleikafirring samráðsforstjóra
Dómur Hæstaréttar fyrr í þessum mánuði hreinsaði forstjórana ekki að neinu að mínu mati. Gallarnir á málinu hjálpuðu þeim. Ég hef alla tíð verið viss um að samráð átti sér stað. Hverjir báru ábyrgð á því? Veggir fyrirtækisins eða manneskjur? Ég held að hugsandi fólk þurfi ekki að velta því lengi fyrir sér.
Ég skildi ekki ummæli Kristins í þessu viðtali. Hann svona tók undir sumt en sagði hitt vitleysu. Þetta var óttalegur hráskinnaleikur, leikur að orðum. Óttaleg veruleikafirring. Það er allavega mitt mat. Það var afleitt að ekki var hægt að taka á þessu máli. Það hefði sakfelling verið að mínu mati.
Enda er öllum ljóst að samráð fór fram og það vita allir hverjir bera ábyrgð á því.
![]() |
Smjörklípa í Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007 | 13:51
Stöð 2 sendir út hádegisfréttir frá Akureyri
Vil lýsa yfir ánægju minni með þetta - það eru vissulega stórtíðindi að einkareknir fjölmiðlar geri betur en sá ríkisrekni. Á það verður að benda. Það er enda tímaskekkja að ríkið reki fjölmiðla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2007 | 22:43
Suðurlandsveg verður að tvöfalda

Ég hvet alla til að smella á sudurlandsvegur.is og skoða þar góðan vef þeirra sem berjast fyrir tvöföldun. Ég ritaði þar fyrir nokkrum mánuðum nafn mitt í áskorun til samgönguráðherra um að tvöfalda Suðurlandsveg, án tafar. Það er svo sannarlega mikilvægt að bæta úr samgöngum þar. Þessi slys öll segja sína sögu vel.
Ég stend með Sunnlendingum í þeirra baráttu - Suðurlandsveg verður að tvöfalda án tafar!
![]() |
Suðurlandsvegur lokaður áfram vegna alvarlegs umferðarslyss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2007 | 15:24
Banaslys í umferðinni
Það er sorglegt að heyra af enn einu banaslysinu í umferðinni. Þetta er annað banaslysið á árinu 2007 - og það gerist á Suðurlandsvegi. Það hefur lengi verið talað um hætturnar þar - vonandi verður leiðin þar um brátt tvöfölduð. Árið 2006 var eitt það sorglegasta í umferðinni hérlendis. Rúmlega 30 einstaklingar létu þá lífið í umferðarslysum hérlendis.
Það var mjög napurt ár, enda veit ég að margar fjölskyldur voru í sárum á þeim krossgötum, sem þeim fylgdu. Í grunninn séð vekja þessi sorglegu umferðarslys okkur öll til lífsins í þessum efnum, eða ég ætla rétt að vona það. Dapurleg umferðarslys seinustu mánaða og hörmuleg örlög fjölda Íslendinga sem látist hafa eða slasast mjög illa munu vonandi fá okkur til að hugsa vel um umferðarmál.
Ég votta aðstandendum samúð mína.
![]() |
Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2007 | 00:47
Óhugnaður
Fróðlegt er að sjá ábendingar um klámauglýsingar á tölvuleikjasíðum, sem tengdar eru íslenskum leikjasíðum, sem og annarsstaðar á netinu. Þetta er mjög skelfilegt bara. Hvet fólk til að lesa ummæli Petrínu Ásgeirsdóttur, hjá Barnaheillum, sem er í fréttinni hér fyrir neðan.
Þetta er óhugnaður sem berjast verður gegn með öllum tiltækum ráðum að mínu mati.
![]() |
Um 30-40% ábendinga barnaklám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 17:19
Netbarátta við femínistana?
Einn góður vinur minn spurði mig á förnum vegi í dag hvort að ég væri kominn í einhverja ritdeilu við femínistana vegna skrifa minna gegn þekktum ummælum um nýlegt auglýsingablað Smáralindar. Sagðist ekki vita það hreinlega. Hef þó ekki óskað eftir einhverju stríði við þá. Hef þó verið hugsi yfir þessu eiginlega síðustu dagana. Tel þó ekkert að því að ég hafi skoðanir á skrifum annarra og sé hugsi yfir því máli öllu. Öll höfðum við skoðanir á því máli annars.
Skrifin gegn þessu auglýsingablaði skóku netheimana og auðvitað var það rætt víða. Sagði mitt mat á því. Enda bara eðlilegt. Hér hef ég skoðanir á flestu sem er í gangi. Tel mig ekki vera í stríði eða deilu við femínistana. Þær hljóta að telja mig geta sagt mínar skoðanir án þess að tryllast yfir því. Það er nú fjarstæðukennt ef að femínistar telja skoðanir mínar hefta sitt skoðanafrelsi. Femínistar hafa tjáð sínar skoðanir óhikað og það er ekkert nema eðlilegt.
En svona er þetta bara. Annars tjá femínistar sína skoðun hér bara ef þær vilja. Það er eins og það er bara. Ég get aldrei skrifað hér svo allir séu sammála. Ef einhverjir eru ósammála tjá þeir bara sína skoðun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.3.2007 | 23:38
Hálft ár á Moggablogginu
Ég er kominn með fjöldann allan af góðum bloggvinum. Meirihluti bloggvina minna hafa óskað eftir að tengjast mér. Hef kynnst miklum fjölda af mjög góðu fólki, fólki úr öllum flokkum og með ólíkar skoðanir á málunum, og svo hafa böndin við gamla og góða vini í bloggheimum, fólk sem ég hef þekkt lengi, styrkst sífellt með tengslum hér. Er kominn með góðan hóp bloggvina. Allt er þetta fólk sem ég met mikils og ég hef gaman af að kynnast nýju fólki. Fæ góð komment á skrifin og heyri skoðanir úr ólíkum áttum.
Fór yfir skoðanir mínar á moggablogginu í viðtali við Gest Einar Jónasson og Hrafnhildi Halldórsdóttur á Rás 2 fyrir nokkrum dögum. Sagði þar mínar skoðanir. Er mjög ánægður með allt hér og tel þetta vera eins og best verður á kosið. Er mjög sáttur við minn hlut. Vil þakka lesendum mínum fyrir að líta við og lesa skrifin og öllum þeim sem kommenta hér á skrifin og segja sína skoðun vil ég þakka fyrir að tjá sig hér.
Ætla mér að vera mjög duglegur að skrifa fram að kosningum og analísa kosningarnar og eftirmála þeirra mjög vel. Þetta verður spennandi tími og ég ætla að vera mjög áberandi við að skrifa. Ég hef þá stöðu núna að vera ekki að vinna í eldlínu kosningabaráttu flokksins míns og verð ekki sitjandi á kosningaskrifstofu daginn út og inn að þessu sinni. Ætla að taka annan vinkil á þetta að þessu sinni. Það verður mjög gott, ég ætla líka að vera beittur í þeim skrifum. Mesti hitinn á það er að hefjast nú. Sumarið verður svo ljúft bara.
Vonandi eigum við samleið næstu vikurnar. Allar ábendingar eru góðar ábendingar hér og mjög notalegt að heyra í þeim sem hafa skoðanir á mínum skoðunum. Eina sem ég krefst er að fólk sé málefnalegt og tali á kurteisislegum nótum. Nafnleysi er ekki liðið hér. Geti fólk ekki skrifað heiðarlega og undir nafni er skoðunin dauð að mínu mati.
Eins og ég sagði í viðtalinu finnst mér gott að fá komment og fagna því ef aðrir hafa skoðun á því sem mér finnst, enda eru pælingarnar hér mínar og þær eru lifandi og ákveðnar.
18.3.2007 | 14:57
Undarleg skrif Salvarar - lífseig netumræða
Það er öllum ljóst að með því að taka út umdeildu færsluna og að lokum vefinn viðurkenndi Guðbjörg Hildur að henni varð á og það stórlega. Það sem olli því þó að ég skrifaði fleiri en eina færslu um málið voru merkileg viðbrögð sumra sem skrifuðu með þeim hætti að ég væri að ráðast að málfrelsi Guðbjargar Hildar. Undir slíkum skrifum gesta á mínum eigin vef gat ég ekki setið þegjandi og fór yfir málið aftur. Enda er eitt að gagnrýna orðavalið og annað að gagnrýna það að fólk hafi skoðanir. Þetta eru tvö mál.
Ég skal fúslega taka undir það að Guðbjörgu Hildi er frjálst að hafa skoðanir. Það er eitt að hafa þá skoðun að auglýsingablað Smáralindar sé illa framsett og illa stúderuð. Annað er hinsvegar að kalla fyrirsætuna hóru og tala um að hún sé þess reiðubúin að vera tekin aftan frá eða setja skaufa upp í sig. Það voru orð Guðbjargar Hildar. Það orðalag misbauð mér og það orðalag var þessari konu til skammar! Ég fer ekki ofan af því Salvör mín, og þið hin sem lesið þetta jafnvel.
Öll höfum við skoðanir. Orðum við skoðanirnar illa eða förum yfir mörkin fáum við rauða spjaldið framan í okkur. Fannst reyndar fyndnast að Salvör tekur saklausustu ummæli Guðbjargar Hildar og setur í myndakassa. Saklaust og gott, en hvað varð um sterkustu orðin Salvör mín? Þetta er frekar ankanalegt og varpar rýrð á skrif þín.
Hafði ekki hugsað mér að skrifa meira um þetta. En ég sit ekki þegjandi hjá þegar að fólk sakar mig um að vega að skoðanafrelsi fólks og eða að ganga yfir strikið. Salvör ætti þá að lesa grófustu ummæli Guðbjargar Hildar Kolbeins og spyrja sig að því hvort að fólk eigi að skrifa svona um 14 ára stelpu.
Það finnst mér. Í ofanálag finnst mér að meirihluti fólks hafi talað og það með afgerandi hætti. Svona skrifar fólk ekki. Fólk horfir ekki þegjandi á það. Það er lexía málsins og það er ég ánægður með. Einfalt mál það!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.3.2007 | 00:43
Bloggvefurinn horfni og umdeildu ummælin
Ég fékk þónokkur viðbrögð við skrifum mínum hér um bloggummæli Guðbjargar Hildar Kolbeins og það sem ég sagði um vefinn hennar eftir að hún lokaði honum í kjölfar umdeildra ummæla um auglýsingablað Smáralindar. Enn bar þó á þeim misskilningi að ég væri að tala gegn því að hún hefði skoðanafrelsi. Gagnrýnin snerist fyrst og fremst að orðavalinu. Það hvernig hún orðaði hlutina var langstærsti þáttur þess hversu gagnrýnin á hana varð rosalega mikil og afgerandi. Varð ég enn og aftur að taka þetta fram, mér til nokkurrar furðu, enda taldi ég mig hafa sagt þetta nógu oft og skýrt auðvitað.
Það að kona í hennar stöðu lét slíkt orðbragð frá sér fara var stór þáttur gagnrýninnar líka að mínu mati. Margir hafa verið á sama máli í þessu og ég, en sumir héldu umræðunni áfram frá sama grunni, eftir fyrri skrif mín. Það var frekar undarlegt. En það er bara eins og það er. Það að Guðbjörg Hildur hafi tekið vefinn niður var viðurkenning þess að hún gat ekki feisað vettvanginn lengur eftir þessa gagnrýni. Það má vel vera að það sé erfitt að biðjast afsökunar á vondu orðbragði, en ég er þess fullviss að margir hefðu metið þá afsökunarbeiðni mikils eins og komið var málum.
En það var ekki á dagskrá greinilega. Í dag voru ýmsar sögusagnir um að Guðbjörg væri hætt í Háskólanum og horfði til annarra verkefna. Þekki það ekki og skipti mér ekki af því. Mér fannst þessi ummæli lágkúruleg og fannst rétt að tjá þá afstöðu. Afsökunarbeiðni fannst mér eðlilegt ferli. Hún tók út umdeildu skrifin en baðst aldrei afsökunar á þeim. Með því að taka skrifin út og síðar loka vefsetrinu var tekið að mínu mati undir harða gagnrýni og hún hopaði án þess að taka aftur ummælin. Málinu lauk því snaggaralegum hætti.
Ég stend hiklaust við þá skoðun mína sem ég hef birt hér um þessi ummæli. Fannst rétt að benda á þau. Fannst þó heiðarlegt að tala rólega um málið í viðtalinu á Rás 2 nýlega, þó ég hafi vissulega svona sagt mitt um það. Viðbrögðin við þessu sýndu mjög vel hversu sterkt netið er. Auglýsingaherferðin sem sýnd var nýlega í sjónvarpi um ómálefnaleg netskrif kom ljóslifandi fram í þessu tilfelli. Það er ekki sama hvernig að þú talar og skrifar á netinu. Það er opinn vettvangur. Farirðu yfir strikið færðu að kenna á því. Einfalt mál!
Þetta mál sýnir okkur vel siðferðismæla netsins og að það er fylgst vel með því sem þar gerist. Hvassyrt orðalag getur enda vakið mikla bylgju andúðar og kallað á sterk viðbrögð. Þetta mál hefur sýnt okkur það mjög vel, enda eitt hið umdeildasta í netheimum í seinni tíð. En þar var talað gegn orðalagi, en ekki skoðunum. Það er allavega mitt mat.