Samúðarkveðjur

Það er enn hálfgerð ónot og tómleiki í huga mér eftir þetta banaslys í gær. Þetta er allt svo sorglegt að maður á varla til nein almennileg orð yfir það. Það er í einu orði sagt sorglegt þegar að kona í blóma lífsins kveður þennan heim við þessar aðstæður. Þetta er harmleikur. Það er mikill tómleiki fyrir ættingja og vini - líka held ég bara fyrir alla sem upplifðu fréttirnar af þessu og sáu myndirnar. Þetta var eins sorglegt og það getur mest verið.

Síðasta ár var rosalegt í umferðinni. Það var mikil blóðtaka fyrir samfélagið allt, enda dó svo mikið af ungu fólki. Það var því miður það sem einkenndi árið út í gegn; fjöldi ungs fólks sem dó, fólk í blóma lífsins. Dauði eins snertir okkur öll við svona aðstæður. Því miður eru umferðarslys hérna alltof mörg. Það eru of margir sem kveðja heiminn við þessar aðstæður. Þungi vegakerfisins er því miður ein ástæðan í alltof mörgum tilfellum, t.d. á Suðurlandsvegi.

Orð megna sín frekar lítils við svona atburði. Ég vona að við séum ekki á leiðinni í annað sorglegt umferðarár. Því miður óttast maður orðið hið versta í þessum málum. Það er erfitt að finna eina töfralausn betri en fara varlega í umferðinni. Annars ætla ég ekki að predika hve sorgleg umferðarslys eru. Við vitum það öll, hvort sem við höfum upplifað naprasta hluta þeirra eður ei.

Ég vil votta aðstandendum mína innilegustu samúð.

mbl.is Lést í bílslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að bæta bæði vegina og umferðarmenninguna. Auka eftirlitið á vegunum og kostnaðurinn við það á að fást greiddur með hraðasektunum. Ef þær eru ekki nógu háar, þá er bara að hækka þær. Það er nú ekki flóknara en það, vinur minn. Góða nótt og sofðu rótt! 

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Þetta er alger hryllingur sérstaklega þegar maður býr í litlu samfélagi þar allir þekkja alla. Það slær mann óhug á að slys af þessu tagi eigi sér stað sérstaklega þegar hægt er að leysa svona slysagildrur með tvöföldun vegarins. Sem betur fer er búið að taka kúagerði úr umferð eftir tugi ára blindni stjórnvalda yfir þeirri slysagildru.

 Raunveruleikinn í dag varðandi Suðurlandsveg og Vesturlandsveg einkennist af svipaðri blindni, menn eru bara ekki að horfast í augu við raunveruleikann að mínum mati. Þessir vegir eru að kosta Íslendinga fjölda mannslífa og varanlegrar örorku.

Eitt stærsta tryggingarfélag landsins hefur boðist til að byggja veginn fyrir stjórnvöld og flýta framkvæmdum en ekkert gerist? Tryggingarfélagið er einfaldlega búið að reikna það út að fjárhagslega borgi sig fyrir ríkið að keyra þetta mál í gegn en aftur......ekkert. Einungis er búið að henda á blað veiku loforði rétt fyrir kosningar að vegina beri að tvöfalda á næstu 15 árum frá pappírspésum samgönguráðuneytisins. 

Ég er þó ekki búin að missa trúna enda og verð að treysta á sterkt teymi kjördæmaþingmanna til að snúa uppá hendina á Sturlu og keyra veginn í gegn á 4 árum eins og vel mögulegt er. Einnig trúi ég og treysti á okkur sjálf að vera ötul í okkar gagnrýni á aðgerðaleysi í samgöngubótum þar til þetta mál er í höfn. Barráttusamtök, sudulandsvegur.is, bloggið og allir aðrir miðlar sem við höfum aðgang að nýtast í að ýta málinu áfram.

Sjálfur keyri ég Þennan veg á hverjum degi til vinnu ásamt hundruðum annara sunnlendinga og mig hryllir við þeirri staðreynd að ég sjálfur sé svona miklum áhættuhóp sem raun ber vitni.

Þó ber að nefna að þó þungur tónn sé í þessu er ég fullur bjartsýni um ráðamenn sjái hlutina í réttu ljósi og setji þetta mál í 1.forgang þar sem það á heima.

Davíð Þór Kristjánsson, 23.3.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já ég er sammála þér um þessi mál ... Sjálf lenti mín litla fjölskylda í stórum missi í ásúst á síðasta ári þega við  misstum (systur og fósturdóttur) sem var aðeins 16 ára.... Það skarð verður alldrey fillt. 

Þessi málefni hafa líka verið mér mjög hugleikin í mörg ár og sérstaklega eftir að ég sat í stjórn BÍKR.  Þá komst maður í tæri við mikla umræðu og upplýsingar t.d. frá tryggingafélögum og svoleiðis. Maður átti líka mikil samskipti við fólk sem hefur gaman af ökutækjum og áttaði sig á því hvar pottur er brotinn í siðferði fólks og líka hjá ríkinu eins og það hvað vegirnir okkar eru lélegir og þola einganveginn þá umferð og þunga sem á þeim hvílir. Einnig finnst mér vanta soldið uppá siðferði ökumanna... t.d. ábyrð þeirra á ökutækjum og hraða.. 

Sjáum t.d. þetta vídeó sem var sínt í Kastljósinu í gær... mér féllust hendur... samt er ég mótorhjólamanneskja sjálf og veit allt um þá ánægju að setjast uppá svona fák... en þetta fannst mér fyrir neðann allar hellur... og sýnir að það vantar bara uppá dómgreind mannsinns og stjórnvöld eiga að taka svona menn strax úr umferð með öllum mögulegum leiðum.  Ég veit það að mótorhjólafólk hefur orðið fokreitt yfir þessu því þarna er einn að eiðileggja fyrir mörgum.

En nóg tuð.. takk fyrir góðar hugleiðingar...  

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.3.2007 kl. 10:20

4 Smámynd: Adda bloggar

góða helgi og hafðu það sem allra best!kv frá Öddu

Adda bloggar, 23.3.2007 kl. 12:22

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Mjög gott innlegg hjá þér Davíð, tek undir hvert orð. Fínt að fá þig sem bloggvin, svona pælingar eru nauðsynlegar í þessa umræðu. Gott að fá svona innihaldsrík komment. Þakka þér svo Magga fyrir góð skrif. Var áhugavert að lesa það.

mbk. og góða helgi

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.3.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband