Færsluflokkur: Dægurmál
29.10.2006 | 22:16
Castro Live on Cuban TV

Það var svolítið merkilegt að sjá fréttamyndir í dag frá Kúbu, sem eiga að sýna leiðtogann sjálfan á sjúkrabeði. Það er enda reynt með þessum myndum að telja fólki trú um að kallgreyið sé í "lagi" og sé rólfær enn. Það að vera ráðandi í stjórnmálum snýst að mörgu leyti um það að koma vel fram. Betur en margir aðrir veit Fidel Castro þetta. Hann hefur stjórnað með sýnilegu valdi á Kúbu í tæpa hálfa öld, þar sem stormandi boðskapur hans hefur skipt sköpum fyrir hann að hafa haldið völdum og getað ríkt þar þetta lengi.
Að því kemur á ævi hans sem og allra annarra að halla tekur undan fæti. Það er óhjákvæmilegt, sama hver um er að ræða. Framkoma í stjórnmálum á okkar fjölmiðlatímum snýst oftast nær um það hvernig fólk kemur fram. Komi það ekki fram eða er fjarverandi hlýtur kastljósið að beinast að fjarverunni. Í landi eins og Kúbu snýst allt um að sýna fram á vald sitt. Það hefur Castro gert og gerði margoft meðan að hann var veikur fyrir nokkrum árum er hann féll illa á opinberri samkomu og lærbrotnaði.
Það vekur því athygli að það sem sjáist til Castro nú séu myndir af honum alvarlegum á svip í adidas jogging-galla (talandi um sannkallaða kaldhæðni) og greinilega fölan á brá að reyna að staulast nokkur skref með dagblaði í hendi sem sýnir tímasetninguna. Þetta er eins og í gíslatöku þegar að gíslinn er sýndur með nýjasta dagblaðið í hendinni, til að sýna að hann sé örugglega enn þessa heims. Þetta er í senn bæði skondið og skemmtilega óraunverulegt í sinni fyndnustu merkingu.
Það er mjög erfitt að vera yfirgnæfandi í lokuðu samfélagi eins og Kúbu, með einræði og engum alvöru kosningum, þar sem leiðtoginn er heilsuveill og sá sem með völdin á að fara á meðan sést varla heldur. Það er því varla undrunarefni að það gerist fyrr en síðar að reynt sé að loka á orðróminn. Þetta var vandræðalegt í tilfelli Leonid Brezhnev og ekki síður Boris Yeltsin, þegar að reynt var að telja fólki trú um að hann væri heilsuhraustur.
Að því kemur væntanlega fyrr en síðar að þessi staða mála, með leiðtogann greinilega fárveikan, veki kúbverja til meðvitundar í samfélagi sem hefur vanist einræði og einum leiðtoga, án kosninga, til áratuga og þá sem fylgjast með einræðinu fjarri eymd kommúnismans, sem enn ómar í ríki einræðisherrans.
![]() |
Castro segir fregnir af andláti sínu orðum auknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2006 | 11:39
Eiður leiðréttir Ólaf Ragnar í Kastljósi

Eiður Guðnason, fyrrum umhverfisráðherra, var gestur í Kastljósi í gærkvöldi og fór þar yfir ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í afmælisþætti Ríkissjónvarpsins þann 30. september sl. þess efnis að Ríkissjónvarpið hefði í árdaga verið nokkurs konar þjónustustofnun fyrir valdhafa og sjálfstæði fréttamanna verið lítið.
Eiður Guðnason var mjög ósáttur við þessi ummæli og virtist ekki vera mjög sammála forsetanum og gerði mjög lítið úr tali hans. Eiður var einn af fyrstu fréttamönnum Sjónvarpsins og einn þeirra þekktustu í árdaga íslensks sjónvarps. Hann starfaði þar á árunum 1967-1978 og þekktur fyrir störf sín á þeim vettvangi.
Eiður varð síðar stjórnmálamaður sjálfur, en hann var alþingismaður árin 1978-1993 og umhverfisráðherra 1991-1993. Hann var sendiherra á árunum 1993-2006, en hefur nú nýlega látið af störfum. Eiður var mjög afdráttarlaus í sínu tali í viðtalinu. Hann sagði forsetann hafa farið með rangt mál og sagðist sjálfur telja mikilvægt að hafa þessi mál rétt.
Sjálfur hefði hann starfað hjá Sjónvarpinu nær allan byrjunartíma stofnunarinnar og aldrei fundið þann anda sem forsetinn lýsti. Í viðtalinu við Ólaf Ragnar kom fram það mat hans að hann sjálfur hefði breytt þessum anda með byltingarkenndum hætti. Ekki var að heyra á Eið að hann væri sammála því.
Þetta var fróðlegt og gott viðtal og vert að benda á það hér með.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 23:31
Sápuópera ríka fólksins

Kostulegt að lesa þessar fréttir um ættleiðingu Madonnu á þessu blessaða barni. Einn fjölmiðlasirkus í heild sinni öll þessi umfjöllun. Það gildir reyndar um flestar fréttir af ríka fólkinu. Fyndnast af öllu er væntanlega að lesa um leðjuslag McCartney-hjónanna sem láta orðið eins og Rose-hjónin í kvikmyndinni The War of the Roses (hafiði ekki séð þá eðalræmu annars?). Þvílíkur skilnaður. Það vissu reyndar flestir að fröken Mills var flagð undir fögru skinni en Paul blessaður komst ekki að því fyrr en hún reyndi að hrifsa af honum helminginn af ævistarfinu. Skondinn sápuóperuheimur hinna ríku, ekki satt?
![]() |
Faðir drengsins sem Madonna ættleiddi styður nú ættleiðinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 23:22
Kveðja frá Völu
Mér þótti vænt um að lesa góða kveðju frá Völu, Valgerði Bjarnadóttur, í gestabók minni hér á vefnum. Það er gott að finna það alltaf að gott fólk í stjórnmálum les það sem maður skrifar um daginn og veginn. Það er allavega svo að maður fær bæði komment á skrifin og finnur góðar óskir víða að og heyrir í öðrum með þeirra skoðanir á þeim skoðunum sem maður lætur flakka hér í gegnum dagsins annir.
Vala er mjög öflug kona. Kynntist henni í forsetakosningunum 1996 þegar að hún stýrði með röggsemi kosningabaráttu Péturs Kr. Hafsteins. Það var lífleg og spennandi barátta. Þó að hún hafi tapast á endanum var hún háð af krafti og efldum hug allra sem þar unnu til stuðnings þeim mikla sómamanni sem í frontinum var. Þar kynntist ég fyrst og fremst að Vala er kona krafts og einbeitni, en hún er komin af góðu fólki og verið öflug í sínum verkum.
Nú er hún í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, stefnir á öruggt þingsæti. Ég er ekki Samfylkingarmaður en ég ætla mér þó að skrifa það hér og nú á þessum vettvangi að ég vona að Vala nái sínum markmiðum. Þar fer röggsöm og öflug kona sem á heima í pólitík.
Hún hefur nú opnað góða bloggsíðu. Hvet lesendur til að líta þangað og lesa.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 10:56
Vetrarstemmning á Akureyri

Snjóað hefur nokkuð hér á Akureyri síðustu dagana. Ég fór út í gærkvöldi og það kyngdi niður snjó á meðan af krafti. Það er því orðið allnokkuð vetrarlegt hér. Skíðamenn og aðrir vetraríþróttamenn ættu því að gleðjast mjög. Ég vona hinsvegar að létti til fljótlega yfir. Ég vil ekki fá jólasnjóinn alveg strax. :)
![]() |
Vetrarlegt á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006 | 10:20
Slobodan Milosevic enn með kosningarétt?
Það vekur nokkra athygli að heyra af því að Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Serbíu, skyldi hafa verið sent bréf þar sem hann eigi að hafa verið boðaður til kjörstaðar í óbindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kosovo. Það hefur varla farið framhjá neinum að Milosevic lést í varðhaldi í Haag 11. mars sl. Það má því fullyrða með nokkuð mikilli vissu að ekki reyni mikið á þessa áminningu til látins manns um kosningarétt hans. Þetta eru allavega fréttir sem eftir er tekið, það er ekki hægt að segja annað.
![]() |
Milosevic boðið að kjósa um framtíð Kosovo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2006 | 14:58
Sápuópera í raunheimum
Það eru eitthvað um 40 ár síðan að bítillinn Paul McCartney samdi og söng lagið When I´m 64. Lagið var um lífið er aldrinum væri náð og hugleiðingar um tilveruna. Fyrr á þessu ári náði hann sjálfur þeim áfanga að verða 64 ára. Það verður seint sagt að þetta afmælisár sé ár gleði og ánægju fyrir bítilinn heimsfræga. Líf hans einkennist þessa dagana af harðvítugum skilnaðarátökum, forræðisdeilu, yfirráðum yfir peningum sínum og mannorðinu, sem konan ætlar að leggja í rúst. Það er oft kostulegt að lesa fréttirnar um skilnaðarmál þessa fólks. Þetta er algjör sápuópera í raunheimum, hreint út sagt.
![]() |
Fyrra hjónaband McCartneys dregið inn í skilnaðardeilu hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2006 | 08:04
Framboð Guðfinnu - töf á bíóferð

Það var mikill fengur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Guðfinna S. Bjarnadóttir skyldi gefa kost á sér á framboðslista hans í Reykjavík og fara í prófkjörið þar. Ég fagnaði því framboði hennar mjög þegar að hún tilkynnti það formlega. Guðfinna hafði samband við mig nýlega eftir skrifin og leitaðist eftir því hvort ég vildi ljá nafn mitt í stuðningsmannaauglýsingu. Er ég ekki sunnan heiða en er ófeiminn við að ljá góðu fólki stuðning með þessu tagi. Birtist auglýsingin í Fréttablaðinu í gær og þar er nafn mitt því að finna. Ég treysti því að flokksmenn í Reykjavík tryggi að Guðfinna verði í forystusveit flokksins í höfuðborginni í væntanlegum þingkosningum.
Eins og fram hefur hér komið kom ég seint í gærkvöldi heim eftir góða helgi sunnan heiða. Ætlaði mér að fara í tíubíó, strax eftir komuna heim, og sjá Mýrina. Var orðinn frekar þreyttur eftir helgina og ákvað því að fresta bíóferðinni lítið eitt og ætla mér því að fara í kvöld. Hef ekkert heyrt nema góðar umsagnir um myndina og hlakka því mjög til að sjá hana. Þau brot úr myndinni sem ég hef séð lofa mjög góðu. Það verður því eflaust gaman í bíó í kvöld þegar að við förum á myndina.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2006 | 07:42
Fyrsti hvalurinn veiddur

Það voru mikil tímamót þegar að fyrsti hvalurinn var veiddur um helgina, eftir að ákveðið var að leyfa veiðar til manneldis á 30 hrefnum og 9 langreyðum. Þetta er í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi sem hvalur er veiddur í atvinnuskyni hér við land. Langreyður var síðast veidd hér við land árið 1989, þá í vísindaskyni, en síðast í atvinnuskyni á árinu 1985.
Halldór Blöndal, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, var viðstaddur ásamt fjölda fólks er komið var með hvalinn í hvalstöðina og skar hvalinn með fagmannlegum hætti, en Halldór vann á fimmtán vertíðum í hvalstöðinni, áður en hann varð þingmaður, og því öllu vanur í þessum efnum.
![]() |
Vinnsla á fyrstu langreyðinni hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2006 | 11:45
Velheppnað umferðarátak

Árið 2006 hefur verið mjög erfitt í umferðinni. Margir hafa látið lífið í umferðinni, fjöldi alvarlegra slysa verið með ólíkindum mikill og fjöldi fólks í sárum vegna banaslysa í umferðinni. Fyrir nokkrum vikum var stofnað til umferðarátaksins Nú segjum við stopp. Tæp 40.000 manns rituðu nafn sitt í vefsöfnun átaksins og niðurstöður hraðamælinga á höfuðborgarsvæðinu sýna víst að hraðinn minnkaði eitthvað. Þetta átak var nauðsynlegt til að minna okkur á að það verður að hugsa þessa hluti upp á nýtt og reyna að stilla hraðanum í hóf.
![]() |
,,Nú segjum við stopp!" bar greinilegan árangur að mati Umferðarstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)