Færsluflokkur: Dægurmál
19.10.2006 | 09:47
Innanlandsflug hjá Iceland Express

Mjög góð tíðindi að Iceland Express stefni að því að halda í innanlandsflugið. Ætlað er að fljúga sex sinnum á dag til Akureyrar og fjórum sinnum á dag til Egilsstaða. Stefnt er að því að bjóða upp á 30-40% lægri fargjöld en okkur er boðið upp á hjá Flugfélagi Íslands. Ekki veitir af að lækka flugfargjöld á innanlandsmarkaði, en það er rándýrt að fljúga innanlands og telst hreinn og klár munaður. Ekkert nema gleðiefni að þetta verði svona og altént fagna ég innkomu Iceland Express á þennan markað.
![]() |
Innanlandsflug hjá Iceland Express næsta vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2006 | 09:21
Góður morgunþáttur

Það er alltaf notalegt að vakna snemma á morgnana með Morgunútvarpi Rásar 2, þar sem þau Gestur Einar Jónasson og Hrafnhildur Halldórsdóttir ráða ríkjum. Fínt morgunspjall þar, góð viðtöl og lög spiluð. Gestur Einar er auðvitað staðsettur hér á Akureyri en Hrafnhildur sunnan heiða. Það er vissulega gott að Gestur Einar er kominn aftur á góðan stað í dagskránni. Hann var tekinn af dagskrá fyrir um ári og falinn einhversstaðar á Morgunvakt Rásar 1 og heyrðist mjög lítið í honum. En nú er kominn með sinn sess. Einhver gárunginn sagði eitt sinn að hann gæti ekkert annað en talað um veðrið á Akureyri og eldgömul lög, en hann er nú betri en það held ég.
Ég veit það mjög vel að gott er að fara í viðtal til Gests Einars. Sjálfur fór ég í nokkuð eftirminnilegt viðtal við hann í febrúar. Þar ræddum við mál, sem sennilega telst það stærsta á minni ævi á þessu ári, og við fórum yfir allar hliðar þess. Sjaldan eða aldrei hef ég heyrt meiri viðbrögð á einu né neinu, en þetta viðtal tókst mjög vel. Það var ánægjulegt að fara yfir sína hlið á því máli með Gesti Einari. Leist vel á útkomuna úr viðtalinu, enda heyrði ég ekkert annað en að viðtalið hefði tekist vel og þar hefði verið farið mjög vel yfir stöðu mála. Gestur Einar kom einhvernveginn með réttu spurningarnar og þetta varð áhugavert viðtal, að mínu mati allavega.
En já, það er fátt betra á góðum morgni en hlusta á þennan þátt og ég hlusta ekki á annað fyrst á morgnana. Mjög gott yfir kaffibollanum og kornflögum á kafi í mjólk.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2006 | 12:04
Friðarsúla Yoko Ono í Viðey

John Lennon setti að mínu mati eftirminnilegast mark á tónlistarsögu 20. aldarinnar. Nú um þessar mundir eru 26 ár frá því að hann var myrtur í New York og hann hefði orðið 66 ára, hefði hann lifað, í þessum mánuði. Lennon og hljómsveit hans, The Beatles, slógu í gegn og unnu sér frægð fyrir ógleymanlega tónlist í upphafi sjöunda áratugarins. Framlag Bítlanna og Lennon varð til þess að breyta gangi sögu tónlistarinnar - ekkert varð samt eftir að þeir komu til sögunnar í tónlistinni. Bítlarnir liðu undir lok árið 1970. Seinustu ár ævi sinnar gaf Lennon út tónlist einn síns liðs á sólóferli eða með eiginkonu sinni, Yoko Ono. Hún hefur staðið vörð um minningu hans.
Nú stendur til að reisa friðarsúlu í minningu Lennons og undir merkjum Imagine, sem ber ennfremur heiti eins þekktasta lags Lennons á sólóferli hans, í Viðey. Um er að ræða ljóssúlu sem myndi standa upp í mikla hæð. Unnið er að lokaútfærslum verksins. Mér finnst það viðeigandi að heiðra minningu Lennons og tel hið besta mál að þetta verði hér á Íslandi. Lega landsins gerir það að verkum að það er mitt á milli austurs og vesturs og greinilega er Ísland valið til að birtunni stafi héðan um allan heiminn, enda miðja vegu milli risaveldanna. Greinilegt er að þessi friðarsúla er hjartans mál Yoko Ono nú, enda liggur hún mikla áherslu á verkið.
Hef ég lengi verið mikill unnandi tónlistar Lennons, sérstaklega áranna með Bítlunum og seinni hluta sólóferilsins. Eitt þekktasta lag Lennons er fyrrnefnt Imagine. Er það ekki annars uppáhaldslag okkar flestra. Tær snilld - best að birta ljóðið hérmeð.
Imagine there's no Heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today
Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace
You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world
You may say that I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one
![]() |
Gerð friðarsúlu erfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2006 | 02:29
Vínberjaát í verslunum

Alltaf gaman að hlusta á svæðisfréttirnar hérna á Akureyri. Missi aldrei af þessum héraðsfréttum og notalegt að geta alltaf gengið að þeim vísum á ruv.is þegar að ekki er hægt að hlusta á í beinni. Fannst skondið að hlusta á fréttina sem þar var sögð í dag um vínber í Hagkaup. Þar var komið með þá kostulegu tölfræðilegu staðreynd að viðskiptavinir Hagkaupa hér á Akureyri sporðrenni eitthvað um eða yfir 6 tonnum af vínberjum á ári hverju án þess að greiða fyrir þau.
Alveg kostulegt mál. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Maður sér svosem oft fólk að versla í búðunum sem fá sér eitt og eitt vínber af stilkunum, en já 6 tonn er tala sem fáum órar held ég fyrir í raun þegar að þeir fara í búðina að versla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2006 | 19:32
Hvalveiðar hefjast í atvinnuskyni að nýju

Það eru gleðileg tíðindi að á miðnætti hefjist að nýju hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni. Þetta eru viss tímamót sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, boðaði í dag og þeim ber að fagna. Hvalur 9 hefur nú haldið úr höfn og veiðarnar hefjast því brátt. Fyrst í stað er veitt leyfi til veiða á níu langreyðum og 30 hrefnum.
![]() |
Heimilað að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2006 | 01:28
Spennandi bloggheimar - Bretar duglegir í bloggi

Í þessari viku eru fjögur ár síðan að ég opnaði bloggsíðu. Hef þó verið með heimasíðu lengur en það, en það er tvennt ólíkt að hafa vef og svo vera að blogga. Bloggið verður að vera lifandi og ferskt til að það standi undir væntingum og fólk hafi gaman af því. Ég er einn þeirra sem hef gaman af þessum bransa. Það er mjög skemmtilegt að geta tjáð skoðanir sínar á mönnum og málefnum með svona lifandi hætti. Ég er blessunarlega þannig að þetta er áhugamál mitt, enda alltaf gaman að fara yfir stjórnmálin og önnur þjóðmál sem eru í umræðunni, kryfja þau og fjalla um. Það er allavega gott að fólk hefur áhuga á að lesa það sem maður hefur til málanna að leggja.
Ég sé að Bretar eru rosalega duglegir að blogga. Skv. fréttum er fjórðungur allra netnotenda í Bretlandi með blogg eða vefsíðu af öðrum toga. Þetta er hátt hlutfall og eru vissulega tíðindi. Reyndar eru Íslendingar að verða ótrúlega öflugir í bloggheimum. Sífellt fleiri, á öllum aldri eiginlega, leggja eitthvað til málanna og t.d. er bloggsamfélagið hér á blog.is gríðarlega fjölbreytt og spennandi. Hér er allt frá pólitískum fréttaskýringum og analíseringum í fjölskyldublogg, þar sem fólk fer yfir líf sitt og sinna og daglega tilveru. Öll flóra bloggheimanna er hér og þetta er orðið notalegt og spennandi samfélag sem hér er, það fer sífellt stækkandi.
Í fjögur ár bloggaði ég hjá blogger.com. Það var mjög áhugaverður og spennandi tími. Nú er um mánuður síðan að ég yfirgaf það samfélag og kom hingað. Þetta er að mínu mati miklu meira lifandi vettvangur, nálægðin við lesendurna er miklu meiri og maður fær beint í æð það sem lesandanum finnst um skrifin og ég hef fengið pósta og ábendingar um skrifin, allt mjög gott mál. Það er alltaf gaman að kynnast öðru fólki og ræða málin beint við það.
Ég verð líka að viðurkenna að ég hef orðið miklu meiri áhuga á þessari tilveru og tala hreint út um menn og málefni heldur en að taka beinan þátt í stjórnmálastörfum með framboði, enda hef ég engan áhuga á því nú. En fyrst og fremst þakka ég þeim sem lesa fyrir að líta í heimsókn og þakka góð kynni við þá sem ég hef kynnst eftir að ég færði mig hingað fyrir tæpum mánuði. Þetta verður spennandi vetur hjá okkur - mikið af lifandi pælingum.
![]() |
Bretar blogga af miklum móð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2006 | 14:29
Miðstýrður mjólkuriðnaður á Íslandi
Ekki eru þær góðar fréttirnar sem berast um að miðstýra eigi öllum mjólkuriðnaði hérlendis með þeim hætti sem við blasir stofni Mjólkursamsalan í Reykjavík, Norðurmjólk á Akureyri og Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga með sér rekstrarfélag. Eins og flestir vita er mjólkuriðnaðurinn undanþeginn samkeppnislögum með öllu og nú síðast í gær sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, það ekki koma til greina að breyta því þrátt fyrir skýrar ábendingar Samkeppniseftirlitsins um það í kjölfar máls Mjólku á hendur Osta- og smjörsölunni sem Mjólka hlaut táknrænan sigur í.
Þessar hugmyndir um miðstýrðan mjólkuriðnað á Íslandi eru afleitar, sérstaklega fyrir okkur sem erum málsvarar frjálsrar samkeppni og vettvangs í samkeppni á markaði. Ég tel þetta vonandi vekja okkur öll til umhugsunar, enda ofbýður flestum neytendum væntanlega að heyra af þessari stöðu mála. Það er mjög afleitt að Framsóknarflokkurinn og landbúnaðarráðherrann vilja ekki horfast í augu við nútímann og færa mjólkuriðnaðinn inn í samkeppnislögin, sem er hið eina og rétta. Það er ekkert annað raunhæft og eðlilegt í stöðunni.
Þetta verður allt að taka til róttækrar endurskoðunar, sérstaklega þegar að við sjáum hlutina þróast með þeim hætti og við blasir með miðstýrðum mjólkuriðnaði, sem við blasir með sameiginlegu rekstrarfélagi MS, Norðurmjólkur og KS.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2006 | 22:19
Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

Ban Ki-Moon, fyrrum utanríkisráðherra Suður-Kóreu, var í dag kjörinn framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann mun taka við embættinu af Kofi Annan þann 1. janúar nk. Annan hefur gegnt embættinu í tíu ár, um áramótin, en það er hámarkstími sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna getur setið. Afríka hefur átt seturétt í embættinu samtals í 15 ár, en forveri Annans, Boutros-Boutros Ghali sat 1992-1997 en hlaut ekki stuðning til að sitja lengur í embætti, en Bandaríkjastórn beitti neitunarvaldi til að stöðva tilnefningu hans til endurkjörs haustið 1996, svo að hann gat ekki náð endurkjöri. Það var í fyrsta skipti fram að því sem sitjandi yfirmaður fékk ekki endurkjör.
Það blasir við öllum að mikil breyting verður er Ban Ki-Moon tekur við embætti framkvæmdastjórans. Kofi Annan hefur verið einn af mest áberandi framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, lykil friðarpostuli og holdgervingur fjölmiðlaathygli og fréttaumfjöllunar fyrir framkvæmdastjóraferilinn og á meðan honum stóð. Valið á Ban Ki-Moon markar þau þáttaskil að nú er valinn yfirmaður í Sameinuðu þjóðirnar, yfirmaður sem ekki er fjölmiðlastjarna og er diplómat sem lítið mun bera á miðað við hinn vinsæla Kofi Annan, sem hefur verið öflugur friðarpostuli og alheimsmálsvari friðar, en hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir fimm árum, árið 2001.
Það verður fróðlegt að fylgjast með nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna við yfirmannsskiptin um áramótin. Jafnframt verður mikið fylgst með því hvert hlutskipti Kofi Annans verður er hann hættir störfum; hvort að hann verði áfram sama fjölmiðlastjarnan og var á tíu ára framkvæmdastjóraferli eða muni draga sig mjög í hlé úr sviðsljósinu.
![]() |
Allsherjarþing SÞ kýs Ban Ki-Moon formlega næsta framkvæmdastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 13:58
Óvæntur friðarverðlaunahafi Nóbels

Það kom skemmtilega á óvart að Muhammad Yunus og Grameen Bank skyldu hljóta friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Fyrirfram hafði ég þó talið að það yrði Martti Ahtisaari, fyrrum forseti Finnlands, sem myndi verða fyrir valinu fyrir mikilvægt framlag sitt í þágu alheimsfriðar. Yunus hefur unnið merkilegt starf við Grameen Bank og vissulega við hæfi að verðlauna það. Um Yunus og Grameen Bank er fjallað um ítarlega og vel á þessari vefsíðu.
![]() |
Grameen Bank og stofnandi hans fá friðarverðlaun Nóbels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2006 | 19:45
Öflugur baráttufundur stúdenta

Í dag stóð Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir meðmælum undir yfirskriftinni "Vér meðmælum öll". Þar var verið að minna á gildi menntunar og mikilvægi þess að þau mál séu rædd í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Líst mjög vel á þetta framtak stúdenta og fagna því að þau setji menntamál á dagskrá fyrir þessar þingkosningar. Það er mikilvægt verkefni og rétt af þeim að gera það og standa með því vörð um sína stöðu og þeirra sem fara í Háskólann á næstu árum.
Bendi fólki á að rita nafn sitt í undirskriftasöfnun stúdenta sem er að finna á netinu. Þetta er flott framtak og um að gera fyrir alla landsmenn að taka þátt í þessu með því að styðja það með því að leggja því lið með nafni sínu.
![]() |
Stúdentar meðmæltu á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)