Miðstýrður mjólkuriðnaður á Íslandi

Mjólkurvörur

Ekki eru þær góðar fréttirnar sem berast um að miðstýra eigi öllum mjólkuriðnaði hérlendis með þeim hætti sem við blasir stofni Mjólkursamsalan í Reykjavík, Norðurmjólk á Akureyri og Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga með sér rekstrarfélag. Eins og flestir vita er mjólkuriðnaðurinn undanþeginn samkeppnislögum með öllu og nú síðast í gær sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, það ekki koma til greina að breyta því þrátt fyrir skýrar ábendingar Samkeppniseftirlitsins um það í kjölfar máls Mjólku á hendur Osta- og smjörsölunni sem Mjólka hlaut táknrænan sigur í.

Þessar hugmyndir um miðstýrðan mjólkuriðnað á Íslandi eru afleitar, sérstaklega fyrir okkur sem erum málsvarar frjálsrar samkeppni og vettvangs í samkeppni á markaði. Ég tel þetta vonandi vekja okkur öll til umhugsunar, enda ofbýður flestum neytendum væntanlega að heyra af þessari stöðu mála. Það er mjög afleitt að Framsóknarflokkurinn og landbúnaðarráðherrann vilja ekki horfast í augu við nútímann og færa mjólkuriðnaðinn inn í samkeppnislögin, sem er hið eina og rétta. Það er ekkert annað raunhæft og eðlilegt í stöðunni.

Þetta verður allt að taka til róttækrar endurskoðunar, sérstaklega þegar að við sjáum hlutina þróast með þeim hætti og við blasir með miðstýrðum mjólkuriðnaði, sem við blasir með sameiginlegu rekstrarfélagi MS, Norðurmjólkur og KS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Alltaf skánar það, þetta var ég ekki búin að sjá. Hvað er verið að husa ??. Ég trúi ekki að það sé nokkur neitandi sem sé fylgjandi þessu hvað þá bændur.

Sigrún Sæmundsdóttir, 16.10.2006 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband