Cecilia Stegö Chilo segir af sér

Cecilia Stegö Chilò

Cecilia Stegö Chilo, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur nú sagt af sér ráðherraembætti. Hún er annar sænski ráðherrann sem sagt hefur af sér, en aðeins eru 10 dagar frá valdatöku stjórnarinnar. Upp komst fljótlega eftir að hún varð ráðherra að hún hefði ekki greitt afnotagjöld hjá sænska ríkisútvarpinu í 16 ár. Það er ekki hægt að segja annað en að klaufaleg og vandræðaleg sé byrjunin hjá sænsku borgaralegu flokkunum við stjórnvölinn. Það var enginn valkostur annar í boði fyrir þær Stegö Chilo og Mariu Borelius nema að segja af sér. Ella hefði forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt neyðst til að taka þessi mál á sig sjálfur.

Það er mjög ömurlegt að sjá hversu veikluleg byrjun borgaralegu flokkanna er við stjórnvölinn. Þessi hneykslismál eru gjörsamlega óverjandi og sýna mikinn siðferðisbrest, sem er ólíðandi að sé til staðar í opinberu embætti að mínu mati. Það er óskiljanlegt hvernig ráðherrarnir komust í gegnum smásjá í ráðherrastólinn og þær virðast hafa verið auðveld bráð bloggara, en eins og fyrr segir var það bloggari sem gekk frá ráðherradómi Borelius með einfaldri rannsóknablaðamennsku og þefaði upp vandræðagang hennar með næsta einföldum hætti, sem hefur vissulega vakið athygli.

En þetta er vond byrjun fyrir borgaralegu flokkana og stjórn þeirra, og mikið pólitískt áfall fyrir Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem má ekki við frekari vandræðagangi eigi ekki illa að fara fyrir honum og stjórn hans strax í upphafi. Hið eina rétta þar er að aftengja þessi hneykslismál og það var strax ljóst að báðir þessir tveir kvenráðherrar urðu að víkja hið snarasta vegna augljóss siðferðisbrests.

mbl.is Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband