Færsluflokkur: Dægurmál
30.4.2008 | 00:58
Erfið sálfræðileg uppbygging á brotnum sálum

Sálfræðilega er mál Fritzl-fjölskyldunnar mjög mikilvægt. Um er að ræða stórfrétt, enda er þetta mál harmleikur í alla staði og merkilegt rannsóknarefni. Ekki eru mörg dæmi um svo skelfilega misnotkun innan fjölskyldu á síðustu áratugum og jafnvel alla tíð, einkum vegna þess hversu lengi það stóð. Allavega er þetta mál sem hefur vakið heimsathygli og spurningar um hversu lengi það taki að byggja upp svo mikinn skaða.
Pressan lýsir Fritzl sem djöfli í mannsmynd. Eðlilega. Hann hefur verið dæmdur af allri heimsbyggðinni vegna sinna viðurstyggilegu verka. Ekki munu næstu skref aðeins snúast um að koma fjölskyldu hans, dóttur og börnunum sem hún eignaðist í kynlífsdrottnun undir stjórn föður síns, út í samfélagið, heldur líka að sálgreina gerandann.
Sálfræðilega er mikilvægt að skyggnast inn í svo sýktan huga; fá svör við spurningunum áleitnu og átta sig á því afli sem knúði hann í þennan blekkingarleik og misnotkun á eigin barni. Í gær var sálfræðingur í Kastljósi sem ræddi þessi mál. Hann talaði um mörg mál sem viðmiðun en hafði samt ekkert mál sem dæmi um nákvæmlega þetta.
Sennilega verður það stóra málið þegar að róast yfir málinu að fara yfir sálfræðilegu hliðarnar. Eftir hálfan þriðja áratug án dagsljóssins hlýtur að þurfa mikið verk til að gefa fólki úr svo sorglegri vítiseinangrun annað líf. Við tekur annað líf, enda fer konan brotin út í annað samfélag en hún upplifði fyrir löngu síðan.
Og hvernig er hægt að færa afkomendur blóðskammarinnar lífið, sum eru um tvítugt fyrst að upplifa lífið. Áleitin viðfangsefni blasa við til að gefa þolendum tækifæri til að upplifa það líf sem við teljum sjálfsagðast af öllu í veröldinni.
![]() |
Endurfundir Fritzl-barnanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 13:00
Sofandagangur yfirvalda - einangruð vítishola
Eftir því sem meira er fjallað um hryllingshúsið og austurrísku blóðskömmina verður sífellt undarlegra að engar viðvörunarbjöllur skyldu klingja hjá yfirvöldum. Nú er ljóst að Fritzl er dæmdur kynferðisafbrotamaður og þekktur ofstopamaður. Þrátt fyrir það var ekki kannað betur aðstæður á sjálfu heimilinu þegar að dóttirin hvarf, ekki heldur þegar að börnum fjölgaði á heimilinu.
Finnst þetta mál, eftir því sem meira kemur í ljós, vera áfellisdómur yfir þeim sem rannsökuðu málið og áttu að kveikja á perunni vegna veigamikilla staðreynda um Fritzl og heimilisaðstæður hans, auk þess karaktereinkenni hans og fyrri afbrot. Fritzl faldi svo vel slóð sína að enginn gat komist í kjallarann nema hann, enda með rammgerðan lás með sérvöldu leyniorði til að komast niður hina litlu holu.
Mun kjallarinn vera svo rammgerður að ekki heyrðust grátur eða öskur þaðan upp á efri hæðir hússins og því var dóttirin algjörlega á valdi hans. Barátta við hann var því allt að því tilgangslaus. Hún varð því að hafa hann góðan. Þvílíkt ógeð. Þessi kona var lifandi dauð í 24 ár, enda hvers virði er lífið án dagsljóss og lífsneista. Allur lífsvilji hlýtur að deyja í svona vítisholu.
![]() |
Hótaði börnum sínum dauða í kjallaranum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2008 | 01:29
Austurrískur óhugnaður

Allt viti borið fólk sér að hann drottnaði yfir henni og neyddi hana til vistar í kjallara þar sem hún sá ekki dagsljós í hálfan þriðja áratug. Eitt og sér er slík frelsissvipting svo alvarlegt mál að engar málsbætur geta nokkru sinni varið það. Kynferðislega misnotkunin er skelfileg og getur enginn ímyndað sér, varla brotabrot af því hvernig það hefur farið með þessa konu. Þetta er sorinn í sinni verstu mynd.
Sá áðan brot af viðtali við lögregluforingjann sem stýrir rannsókninni. Hann segir þetta versta mál sitt á þriggja áratuga starfsferli, sé mun verra en morð og svæsnustu líkamsárásir. Enda er þessi meðferð á konunni ígildi morðs, þar sem tekið er í raun lífið frá henni. Svona mál hafa verið dekkuð í mörgum kvikmyndum og bókum, en þetta toppar allt. Slík blóðskömm er sorglegur harmleikur á okkar dögum.
Var áhugavert að sjá viðtalið við Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing, í Kastljósi í kvöld þar sem hann fór heilsteypt og ítarlega yfir þetta sorglega mál. Mæli eindregið með að allir líti á það.
![]() |
Segist ekki hafa beitt valdi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 17:42
Ógeðið í hryllingshúsinu
Þetta er virkilega sorglegt mál. Held að flestir spyrji sig að því hverskonar bilun hafi gert manninn svo trylltan að gera dóttur sinni þetta. Þetta er geðveiki af skelfilegri sort. Austurrísk yfirvöld tala um einn versta glæp í sögu þjóðarinnar. Eðlilega.
Þetta er svo mikill harmleikur að fá dæmi eru um annað eins á okkar dögum. Þetta er mun verra en nokkru sinni morð.
![]() |
Píslarvættið í hryllingshúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2008 | 13:39
Svívirðileg blóðskömm í Austurríki

Þetta er með ógeðslegri málum í langan tíma. Eðlilega er spurt hvernig þetta gat gengið í hálfan þriðja áratug. Með miklum feluleik var það hægt, en samt er þetta svo óraunverulegt og sorglegt mál að fólk er gapandi hissa. Að svona geti gerst í nútímanum og sérstaklega þetta lengi er skelfilegasta hlið málsins. Misnotkunin og einangrunin sem þessi kona hefur orðið fyrir er svo rosaleg að hún mun aldrei bera þess bætur.
Eitt er fyrir saklaust barn að lenda í svona aðstæðum með ókunnugu fólki, sem er vitfirrt og fer sínu fram meðan að leit fer fram, en það að foreldri fari svona með eigið barn er viðurstyggilegt. Eitt af því sem sló mig mest í gær var að birtar voru myndir af manninum en augun voru falin. Þótti ekki rétt að sýna hver hefði gert þetta og nafngreina hann. Nú hefur verið bætt úr því og myndir af þessum ógeðslega föður eru á fréttavefum um allan heim. Enda á ekki að leyna því hver þetta er og auðvitað átti að sýna strax myndir af manninum.
Samlíkingin við Kampusch-málið nær upp að því marki að barn er svipt lífsmöguleikum sínum og neydd í kynferðislega ánauð. En þarna er farið mun lengra og þetta er mun meira sláandi og ógeðslegt mál. Og greinilegt er að þetta er mikið áfall fyrir austurrískt samfélag. Að tvö svona alvarleg mál eigi sér stað í friðsælu evrópsku landi á innan við tveim árum er dapurleg staðreynd.
![]() |
Austurríkismaður viðurkennir brot sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 17:21
Óhugnaður í Austurríki
Virðist föðurnum hafa tekist með miklum brögðum að halda öllu leyndu þar til nýlega að eitt af börnunum sjö þurfti á sjúkrahús. Er eiginlega með ólíkindum að svona geti gerst í nútímanum. Held að þetta sé með skelfilegri málum þar sem fólki er haldið föngnu og fær ekki að lifa eðlilegu lífi. Þarna er þó faðir að halda dóttur sinni, á með henni börn og hefur framið alvarlega glæpi, ekki aðeins einn heldur mun fleiri, sem verða væntanlega lengi í minnum hafðir.
Þetta lýsir auðvitað einhvers konar bilun og vitfirringu af verstu sort, enda er þetta hreinn óhugnaður. Vekur alltaf athygli kastljóss fjölmiðla þegar að fólk er heimt úr helju eftir áralanga vist sem fangi einhvers. Þetta málist virðist þó hreinlega einstakt að svo mörgu leyti - skelfilegt mál í alla staði.
![]() |
Lokaði dóttur sína inni í 24 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 14:00
Fréttnæmur hárvöxtur fréttamanna
Hló vænt þegar að ég sá hversu fréttnæmt það þykir að fréttamaðurinn Haukur Hólm sé með veglega hliðarbarta. Tók reyndar fyrst eftir þessu þegar að Hólmararnir; Haukur, Svansí og Sturla voru öll saman við Rauðavatn um daginn að tala um flipp bílstjóranna. Merkilegt hvað hárvöxtur fréttamanna verður fljótt frétt.
Við sjáum þetta fólk svosem á hverjum degi, en common, hví er þetta frétt? Mér skilst að allar konur yfir fertugu hafi fengið flogakast þegar að Bogi Ágústsson skipti um hárgreiðslu og síminn í Efstaleitinu hafi rauðglóað þegar að kvenkyns aðdáendur hins gráhærða akkeris hringdu unnvörpum til að reyna að koma vitinu fyrir kallgreyið og fá hann til að vera með gömlu greiðsluna áfram.
Fréttakyntröllið Logi Bergmann stuðaði allar konur með virka sjón, held ég, þegar að hann fór að safna skeggi og þær tóku varla gleði sína á ný fyrr en hann hafði rakað sig. Þeir Bogi og Logi voru fljótir að fá viðbrögð á það hvernig þeir ættu að hafa andlitið á sér þegar að þeir breyttu út af venjunni.
Svo var fyndið hvernig allt stuðaðist til þegar að Sigmundur Ernir hafði smáskegg hérna í denn. Eitthvað lengra síðan en það endaði með því að kappinn rakaði sig fyrir húsfreyjur þessa lands, sérstaklega þær hérna fyrir norðan held ég.
Hár er fljótt að verða frétt í fréttamennskunni greinilega.
![]() |
Hárvöxtur Hauks Holm eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2008 | 13:08
Eru heimilistækin okkar stórhættuleg?
Þetta leiðir hugann að því hvort að heimilistækin okkar séu í raun öll stórhættuleg að einhverju leyti. Lengi hefur verið varað við að eldhætta sé af sjónvörpunum og þau geti verið stórhættuleg, sérstaklega gömlu týpurnar auðvitað.
Talandi um ísskápa. Er eiginlega stórhissa að gamli ísskápurinn sem ég átti um árabil hafi ekki sprungið, fyrst þessi gerði það. Hann var kominn mjög til ára sinna, gaf frá sér leiðinleg hljóð undir lokin og var farinn að frysta sig, myndaðist ísklumpur reglulega.
Þvílík hljóð og hann var svo gjörsamlega búinn með sínu bestu daga undir lokin. Fór sæll með hann á haugana og sá ekki mikið eftir honum. Datt hann þó strax í hug, einhverra hluta vegna, þegar að ég las þessa frétt.
Kannski eru heimilistækin okkar stórhættuleg að einhverju leyti, má vera. En lífið án þeirra væri frekar leiðinlegt.
![]() |
Ísskápurinn sprakk í tætlur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2008 | 10:09
Kveikt í fjölbýlishúsi - þvílík mannvonska
Enn einu sinni hefur eldur nú verið kveiktur af mannavöldum í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Held að þetta sé í fimmta eða sjötta skipti sem það gerist á innan við ári. Dapurlegra er en orð fá lýst að kveikt sé í heimili fólks - eiginlega ótrúleg mannvonska sem í því felst. Heimili fólks er þeirra helgasti staður og skelfilegt sé eldur kveiktur til að vinna því skaða.
Á stundum sem þessum er hreinlega spurt hvað sé að gerast í samfélaginu, þegar að eldur er kveiktur í húsi og greinilega gert hreint tilræði við fólk sem býr þar.
![]() |
Eldur lagður að íbúðarhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 16:22
Ólafur ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins

Tel að það sé vel valið hjá eigendum Árvakurs að velja Ólaf til að stýra Mogganum inn í nýja tíma, sem óneitanlega fylgja ritstjóraskiptum þegar að Styrmir hættir eftir að hafa stýrt Mogganum í hartnær fjóra áratugi. Hann hefur verið aðstoðarritstjóri Moggans og unnið þar í fjöldamörg ár, þekkir allt þar og hefur þekkingu og reynslu, þrátt fyrir að vera aðeins fertugur.
Ólafur var alla tíð vænlegasta ritstjóraefni Morgunblaðsins við væntanlega uppstokkun og hefur sýnt með á 24stundum að hann kann sitt fag. Held að Mogginn muni endurnýja sig og verða ferskur og traustur fjölmiðill undir hans stjórn á komandi árum.
![]() |
Ólafur nýr ritstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)