Færsluflokkur: Dægurmál
7.3.2008 | 11:08
Kuldaleg staðreynd

Ekki bætir vont atvinnuástand og almenn dýrtíð hérna heima úr skák. Það fer því svo að við missum mikilvægt fólk úr landi um lengri tíma en þyrfti ella. En það er skiljanlegt að ungir námsmenn vilji ekki halda heim upp á þessi bítti sem við blasir.
Það er eðlilegt að velta því fyrir sér á hvaða leið við erum þegar að við heyrum af þessum áhyggjum ungra námsmanna sem treysta sér ekki heim vegna aðstæðnanna sem hér blasa við.
![]() |
Ekkert vit í að flytja til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 21:45
Glæsilegt hjá MA!

Þetta er í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum sem Menntaskólinn á Akureyri er í úrslitakeppninni í Gettu betur. Skólinn vann keppnina árið 2006 og sigraði þá Verzló en tapaði fyrir Borgarholtsskóla árið 2005. Það ræðst svo á morgun hvort skólinn mætir MR, meisturum síðasta árs, eða Borgarholtsskóla.
Keppnin átti sínar hápunkta. Verð að viðurkenna að mér leist ekkert á blikuna þegar að MA flaskaði á spurningunni um Ronald Reagan og skaut á Bill Clinton, vitandi að viðkomandi fæddist í febrúar árið 1911. En þetta hafðist þrátt fyrir þá vandræðalegu villu.
En já; flott hjá MA! Þetta verður fjör í næstu viku.
![]() |
Menntaskólinn á Akureyri kominn í úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2008 | 19:51
Mikil mildi að vel fór - myndir af bílflökum
En mér finnst spes þessar myndbirtingar NetMoggans af bílflökum, eftir hin ýmsu slys. Finnst þessar myndir af bílflökum ekki hafa neitt fréttagildi í sjálfu sér.
Finnst þetta einna mest áberandi hjá Mogganum og eðlilegt að velta því enn einu sinni fyrir sér. Eru hálf undarlegar myndbirtingar af þessu tagi.
![]() |
Bíll í Reykjavíkurtjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 19:18
Vísindalegar kynlífsmælingar á bandarískum staðal?
Það sem mér fannst reyndar fyndnast hvað varðar þessa "hávísindalegu" könnun er að hún er byggð á upplýsingum kynlífsfræðinga og sérfræðinga en ekki fjölda fólks, þetta er semsagt ekki könnun byggð á fjölda fólks, eða það er freistandi að telja það. Ekki er gott svosem að giska á hversu margir stúdera þessi fræði einvörðungu. Það er reyndar ekki svo gott að fullyrða að þetta sé fámennur hópur, en hvað með það.
Þessir sérfræðingar virðast vera nokkuð sérstakir í sínu mati og áhugavert að vita ef gerð yrði könnun meðal evrópskra eða norrænna sérfræðinga í sömu fræðum hver niðurstaðan væri. Ætli að það myndi ekki bætast eitthvað í mínútufjöldann?
![]() |
Kynmök taki sjö til þrettán mínútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 13:48
Patrick Swayze með briskrabbamein
Það eru dapurleg tíðindi að leikarinn Patrick Swayze hafi fengið krabbamein í bris og berjist fyrir lífi sínu. Það er reyndar mjög deilt um það nú í fjölmiðlum hversu erfið barátta hans muni verða og sumir fjölmiðlar hafa gengið mjög langt í að nefna tímamörk þess sem hann eigi eftir ólifað en talsmenn leikarans dregið það til baka. Engu að síður blasir við öllum að briskrabbamein eru lífshættuleg veikindi og batavonir því miður mjög litlar.
Patrick Swayze er vissulega einn þessara leikara sem átti sitt gullaldarskeið og hefur lifað í skugga þess um nokkuð skeið. Hann var gríðarlega vinsæll á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda og lék í stórum og flottum kvikmyndum með rómantísku ívafi. Það verður varla um það deilt að Dirty Dancing er stærsta myndin hans; hún kom af stað miklu æði og sennilega var hún stærsta kvikmynd ársins 1987. Swayze og Jennifer Grey voru flott í myndinni, sem varð ein eftirminnilegasta dans- og söngvamyndin á níunda áratugnum.
Swayze átti glæsilegan hápunkt á ferlinum ennfremur með vasaklútamyndinni Ghost, þar sem hann lék látinn mann, Sam, sem vildi koma skilaboðum til kærustunnar sinnar, Molly Jensen, og vildi vara hana við hættunni frá þeim sem myrtu hann. Allir muna eftir ástarsenunni frægu (sjá efri klippuna) í keramikgerðinni þar sem Swayze og Demi Moore létu allt flakka með gamla slagarann Unchained Melody (sem varð vinsælt aftur svo um munaði) ómandi undir. Myndin sló í gegn og Whoopi Goldberg fékk óskarinn fyrir að túlka svikamiðilinn Odu Mae Brown með glæsibrag.
Þegar að farið er í nostalgíuna og rifjað upp gömul augnablik er sannarlega við hæfi að rifja upp dansatriðið margfræga úr Dirty Dancing. Undir hljómar hið sívinsæla lag I´ve Had The Time Of My Life, sem hlaut óskarinn sem besta kvikmyndalagið árið 1988. Það er svo bara að vona að Patrick Swayze nái að sigrast á þessum veikindum.
![]() |
Patrick Swayze með krabbamein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 00:36
Ánægjuleg tíðindi
Skrifaði aðeins um þetta í dag. Fékk tölvupóst frá manni sem var tengdur einstaklingi sem hvarf sporlaust fyrir rúmum áratug en aldrei hefur verið upplýst hvað varð um. Heyrði smá af þeirri sögu. Það var áhugavert og ég vil þakka þennan póst. Það er aldrei hægt að setja sig í spor þeirra sem upplifa slíkan missi og þurfa að lifa með mörgum erfiðum spurningum alla tíð, sem aldrei fást sennilega traust svör við. Það eru erfið örlög að lifa með þegar að um er að ræða ættingja eða ástvin.
Lexían af þessu er að mikilvægt er að leitin hefjist fljótlega og tekið sem fyrst á málum þeirra sem skila sér ekki heim. Sem betur var mál þessa manns ekki eitt af þeim og ánægjulegt að hann hafi fundist svo fljótt sem raun ber vitni.
![]() |
Sigurbjörn kominn fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2008 | 16:56
... að vera týndur vikum saman
Það er ekkert hægt í þeirri stöðu annað en að lýsa eftir fólki og er merkilegt að ekki hafi fyrr verið gert í þessu tilfelli. Það er varla hægt að setja sig í spor aðstandanda í svona tilfellum þegar að fólk hefur verið týnt um skeið og hlýtur að vera mjög erfitt að vinna úr. Annars eru svona mál alltaf sorgleg og það sem mestu skiptir er að vita hvað varð um þá sem hverfa vikum saman og reyna að leysa málið.
Vonandi tekst það í þessu tilfelli með því að maðurinn finnst heill á húfi.
![]() |
Lýst eftir Sigurbirni Marinóssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 14:56
Töffarinn Björk

Björk hefur verið þekkt fyrir að sýna hliðar sem enginn annar hefði þorað, nægir þar að nefna svanskjólinn margfræga á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir sjö árum, er hún var tilnefnd á hátíðinni fyrir lag sitt úr Myrkradansaranum. Svei mér þá ef það er ekki enn verið að stæla hann öðru hverju.
Það er merkilegt að Björk, sem hefur ekki lifað í hátísku erlendu sérfræðinganna, eigi einn umdeildasta kjólinn á verðlaunahátíð í Hollywood á þessum áratug. En kannski hefur þessi sérstaða hennar aukið umfjöllunina enn frekar og ágengni ljósmyndaranna. Má vera.
Mér finnst það gott hjá Björk að sýna sjálfstæði og eigin huga, en ekki falla í hið augljósa form þess sem þorir engar áhættur að taka. Hún er töffari.
![]() |
Yfirlýsing frá Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2008 | 13:33
Óreglan í stjörnulitrófinu
Það er engu að síður oft erfitt að hugsa sér heiminn séð með augum þessara stjarna vestanhafs sem lifa sínu lífi í myndavélablossum og mismikilli óreglu í og með. Það er vissulega svo að flestar þessar stjörnur þurfa að eyða vænni fúlgu í að hugsa um útlitið, fötin og allt annað sem máli skiptir.
Samt eru þetta upphæðir og lífstíll sem meðaljóninn í mannlífshafinu botnar ekkert í. Ekki færa þessir peningar fólkinu hamingju en það þarf vænan skilding til að halda þeim lífsstandard sem mestu skiptir.
![]() |
Hætt að djamma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 11:59
Óþægileg tilfinning - allur er varinn góður

Það er þó fyrir mestu að brugðist var rétt við þessum aðstæðum og engin alvöru hætta var um ræða í þessu tilfelli. Flugið er virkilega notalegur samgöngumáti og reyndar sá besti að mörgu leyti, en það eru hættur í fluginu og það er eitt hið versta sem til er að vera staddur í um eða miðri flugferð og vita að eitthvað er að.
![]() |
Vél Iceland Express snúið við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)