Færsluflokkur: Dægurmál
12.3.2008 | 17:43
Beckham-hjónin óánægð með Bandaríkjadvölina

Það verður aldrei af þeim skafið þeim David og Victoriu að þau eru sannkallaðir snillingar að ná fjölmiðlaathygli og beina henni rétt að sér. Þau hafa ótrúlega góð sambönd við að ná réttum blaðaviðtölum og hljóta góð ljósvakaviðtöl sem kemur þeim í kjarna allrar umfjöllunar. Þetta tókst þeim áður og ekki brást þeim bogalistin við komuna til Bandaríkjanna. Reyndar ef frá er skilin athyglin tengd Rebeccu Loos fyrstu dagana, en skuggi hennar fylgdi þeim yfir atlantshafið.
Beckham var hylltur eins og kóngur á rauðum dregli í Los Angeles. Sá glansi er slokknaður að mestu. Í upphafi töldu þau að flutningur til Bandaríkjanna væri sá fjölmiðlavænasti. Jafnan hefur manni fundist þau hjónin helst meta tækifærin í fjölmiðlamínútum, hversu lengi glampinn haldist. Það er allavega freistandi að halda það, hafandi fylgst með þeim fyrr og nú, einkum í borg englanna. En það er greinilegt að þau eru ekki að fíla að falla í skuggann, sem þau hafa gert er liðið hefur á vistina.
![]() |
Beckham hjónin vilja burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 16:25
Kynlíf í skjóli nætur í almenningsgarðinum
Það hefur svosem aldrei vantað frelsisandann í borgaryfirvöld í Amsterdam en þetta er með því skondnara og von að fólk spyrji sig að því hvað sé næst á dagskrá borgaryfirvalda.
![]() |
Kynlíf leyft, ekki hundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2008 | 18:08
Like Father... Like Daughter

Lisa Marie vill greinilega ekki fá sömu dóma og faðir hennar fékk á síðustu árum ævi sinnar þar sem frekar var rætt um holdafar hans og persónuleg einkamál, þar sem ofát og lyfjaneysla einkenndu fallandi gengi hans á áttunda áratugnum. Endalok föður hennar hafa hvílt sem mara yfir Lisu Marie allt frá því að hann dó þegar að hún var kornung og hún hefur staðið vörð um minningu hans. Það að falla í sama skuggann og einkenndi hann er ekki valkostur í hennar augum.
Lisa Marie hefur oft fengið harða dóma, bæði sem tónlistarmaður og karakter. Ekki verið allra, ekki frekar en hinn skapmikli og einbeitti faðir hennar, sem lét engan eiga neitt inni hjá sér. Það hlýtur líka að vera mjög erfitt að vera dóttir rokkgoðs og reyna fyrir sér í sömu list, eiginlega vonlaust, enda alltaf líkt við þá snilld sem áður var. Það hefur Lisa Marie gengið í gegnum þá þrjá áratugi sem liðnir eru frá því að pabbi hennar dó, þó margir trúi reyndar enn að hann sé lifandi, eins kómískt og það hljómar.
Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál Lisu Marie gegn Daily Mail mun fara og hvort að hún geti náð höggi á þá sem ætla að stimpla hana sem matarfíkil og skaphund eins og pabba hennar.
![]() |
Presley sár og reið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 19:49
Hrottalegur verknaður
Þetta er óeðlilega hátt hlutfall grimmdarverknaðar af þessu tagi, altént í því samfélagi sem við flest viljum lifa í. Það verður að berjast gegn þessu með öllum tiltækum hætti. Það er aldrei barist nógu mikið gegn svona ógeði.
![]() |
Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2008 | 13:22
Einkabarn Ledgers arflaus í gamalli erfðaskrá
Miklar deilur hafa spunnist vegna erfðaskrár leikarans Heath Ledger, sem lést fyrir tæpum tveim mánuðum, eftir að ljóst var að hún var fimm ára gömul og því gerð áður en hann tók saman við Michelle Williams og eignaðist einkabarn sitt, Matildu Rose. Dóttirin er því arflaus og fær ekkert eftir föður sinn nema þá að afi hennar og amma, sem erfa allar eigur leikarans, ákveði að veita henni einhverja peninga.
Það hefur reyndar komið í ljós að Ledger lætur ekki eftir sig digra sjóði peninga og eigna. Hann dó ungur og áður en hann náði hátindi frægðar sinnar, sem var reyndar í sjónmáli þegar að hann dó með tækifærum sem fylgja stjörnurullum í góðum kvikmyndum. Eftir að hann var tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir Brokeback Mountain tveim árum virtust honum allir vegir færir og þá fyrst öðlaðist hann virkilega stöðu í bransanum.
Það verður áhugavert að sjá hversu miklar deilur verði vegna þessarar erfðaskrár. Það er greinilegt að leikarinn hafði ekki ákveðið að breyta erfðaskrá sinni eftir að eignast barn - hefur væntanlega talið að nógur yrði tíminn til að ákveða þau mál. Hann var ungur og greinilega taldi ekki þörf á að lista upp hlutina að nýju. Eftir stendur því dóttirin arflaus í erfðaskrá sem er eldri en hún.
Efast varla um að Matilda Rose Ledger muni njóta ástúðar og frægðar þrátt fyrir að faðir hennar sé fallinn í valinn. Það er óvíst hvernig móðir hennar, sem sjálf er auðvitað fræg leikkona og þekkt fyrir sín verk eftir kvikmyndaleik og Dawson´s Creek hér forðum daga, taki þessum tíðindum og setji fram kröfur. Matilda Rose er orðin háð því að afi hennar og amma hugsi um hana þegar að talað er um föðurhlut hennar, auk þess sem móðir hennar mun ráða hennar málum í mörg ár í viðbót.
Það er jafnan svo að börn stjörnuleikara njóta allrar heimsins frægðar og peninga, þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Hlutskipti Matildu Rose Ledger er annað, þó varla sé þörf á að efast um að hún muni líða skort með fræga móður sína sem þekkta leikkonu og vonandi föðurfjölskyldu sem hugsar um hennar hag, þrátt fyrir að gamla erfðaskráin geri ekki ráð fyrir tilvist hennar.
![]() |
Dóttir Ledgers arflaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 01:18
Leit að vísbendingum - Kompás með pólskum texta
Þetta mál hvílir sem mara yfir meðan að ekki er endanlega komið á hreint allar hliðar þess og spurningum svarað. Það var reyndar skelfilegt klúður að yfirvöld skyldu veita manni grunuðum um að keyra á drenginn leyfi til að fara úr landi, þegar að fyrir lá niðurstöður sýna sem gáfu til kynna að bíllinn sem hann keyrði á var sá hinn sami og keyrði á drenginn hinn örlagaríka dag.
Það er ekki hægt annað en að hafa samúð með aðstandendum drengsins sem þurfa að ganga í gegnum dimma dali við rannsókn þessa máls og það að sá hinn grunaði sé laus og hafi verið leyft að fara úr landi við þessar aðstæður og samræma vitnisburð sinn við þá sem voru handteknir með honum í upphafi.
En vonandi fæst spurningum málsins svarað og vonandi kemur eitthvað meira í viðbót fram eftir sýningu Kompásþáttarins með pólskum texta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2008 | 18:30
Dularfullt hvarf Eyðimerkurblómsins í Brussel

Það var pínlegt að sjá hana svara spurningum á blaðamannafundi í gær, þar sem greinilegt var að öll sagan var ekki sögð, annaðhvort vegna þess að hún man ekki hvað gerðist eða það er eitthvað við söguna af hvarfinu sem hún skammast sín fyrir. Það vantar enda ekki kjaftasögurnar um hvað gerðist á þessum þrem eða fjórum sólarhringum sem hún var á flakki um borgina.
Sýndist þó að ein opinberu skýringanna væri að hún hefði týnst í borginni, ekki ratað um eða áttað sig á hvar hótelið væri. Þannig að þetta var vandræðalegur blaðamannafundur þar sem Dirie reyndi að segja eitthvað til að slá á umræðuna en mistókst það heldur betur. Spurningarnar voru fleiri eftir fundinn en fyrir.
Vinsælasta sagan er að hún hafi verið drukkin og á vergangi. Meðal annars er sagt að hún hafi gist í anddyri á einhverju gistiheimili, enda ekki með peninga, kort eða persónulega hluti með sér. Þetta er ein þessa mála þar sem greinilega vantar stór púsl í til að heildarmyndin verði skiljanleg.
![]() |
Waris Dirie hvarf í þrjá daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 13:28
Logi ekki lengur í beinni

Annars hefur Logi Bergmann staðið sig mjög vel með þennan spjallþátt. Það hefur ekki verið svona týpa af skemmti- og spjallþætti síðan að Laugardagskvöld með Gísla Marteini var á skjánum. Einföld og góð blanda af spjalli og skemmtun klikkar aldrei, enda sýnist mér Logi sækja í smiðju Gísla Marteins, sem var með einn vinsælasta þáttinn í sjónvarpinu í þrjú ár og hafði mikið áhorf.
Það er reyndar furðulegt að hætt sé nú með þáttinn fyrir páskana, en sennilega er ástæðan sú að myndverið er upptekið í þættina um Bandið hans Bubba, en það hefði átt að redda annarri lausn bara og halda áfram með þættina.
Verst er þó að spurningaþættirnir um Meistarann hafi vikið fyrir þessu líka, en þær þættir halda vonandi áfram fljótlega, enda alltaf þörf á góðum spurningaþáttum.
![]() |
Logi í beinni ekki í beinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2008 | 11:26
Sagan um kjarnakonuna Vigdísi

Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands í júní 1980 vakti mikla og verðskuldaða athygli um allan heim. Hún var fyrsta konan sem kjörin var þjóðhöfðingi heimalands síns í almennum kosningum. Kjör hennar markaði mikil og jákvæð þáttaskil fyrir konur um heim allan. Forsetaferill hennar var mjög farsæll og einkenndist af sterkum og órjúfanlegum samskiptum hennar við almenning. Hún var sannkallað sameiningartákn allra landsmanna, manneskja sem landsmenn treystu og báru virðingu fyrir, hvar svo sem þeir voru í flokki eða hvaða stjórnmálaskoðanir þeir höfðu.
Hún var samnefnari alls þess sem máli skipti. Sést það best í því að hún var kjörin í embættið með rúmlega 30% greiddra atkvæða en náði að ávinna sér traust þeirra sem ekki kusu hana. Það er bæði helsti styrkleiki Vigdísar og besti vitnisburðurinn um verk hennar. Þegar litið er yfir ævi Vigdísar og verk hennar á forsetastóli vekur helst athygli hversu vel hún náði til almennings. Hún varð ein af fólkinu, látlaus en glæsilegur fulltrúi allra landsmanna.
Í forsetatíð sinni ferðaðist hún mikið um landið og náði virðingu jafnt íslensks alþýðufólks sem konungborinna í Evrópu. Hún hefur ótrúlegan sjarma og nær sambandi við hvern þann sem hún hittir með ótrúlegum hætti. Hvert sem hún fór, hvort sem það var fámenn byggð á Íslandi eða höfuðborg fjarlægs ríkis, vakti hún verðskulda athygli. Hún bar með sér bæði ferska vinda og heillandi andrúmsloft.
Einkum þess vegna náði hún svo vel til allra, hún var samnefnari svo margs sem íslensk þjóð telur skipta máli og í henni sá fólk traustan fulltrúa sem hægt var að ná samstöðu um. Þar skiptir að mínu mati sköpum að hún kunni þá list að skilja að forsetaembættið og dægurþras stjórnmálanna. Hún var yfir dægurþrasið hafin og náði að vera traustverðugur fulltrúi allra.
Það er það merkasta við Vigdísi að verkin hennar lifa svo góðu lífi. Forysta hennar í embættinu í mikilvægum málum á enn vel við og skipti sköpum. Það er einfalt. Látlaus og hrífandi samskipti hennar við almenning hitti alla í hjartastað sem hana hafa hitt. Sérstaklega er mér þar eftirminnilegt þegar hún fór vestur á firði snjóflóðaárið mikla 1995.
Þá fór hún í minningarathöfn sem haldin var til minningar um fórnarlömb snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík. Heillaði hún mig og alla sem á horfðu í sjónvarpi er hún huggaði og styrkti aðstandendur, bæði með hlýleika sínum og ekki síst nærveru á þessum sorgartímum. Þá sannaði hún hversu sterk hún var, sterkur þjóðarleiðtogi en samt ein af fólkinu.
Hlakka til að lesa ævisögu Vigdísar. Það er bók um sanna kjarnakonu sem markaði sér sess í sögunni og vann merkt ævistarf, einkum með því að vera hinn íslenski þjóðhöfðingi sem vann svo vel.
![]() |
Ævisaga Vigdísar haustið 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2008 | 01:08
Zeta enn í fullu ástarfjöri með húðkremið sitt

Svo hefur hún upplýst hvað það sé sem haldi henni ungri. Kremið var það heillin sem virðist aðaltrixið til að geta brosað rétt og ósvikið framan í myndavélar ljósmyndara og í kvikmyndatökuvélarnar. Reyndar er Zeta með myndarlegustu konum í Hollywood og þær eru mun fleiri þar í þessum bransa sem þurfa á kreminu að halda. Það er reyndar vinsæl iðja ljósmyndara að sýna stjörnurnar fyrir og eftir förðun.
Það voru margir kvikmyndaáhugamenn hundfúlir með að Zeta væri að fara að pása sig í rómans á hvíta tjaldinu og geta því tekið gleði sína að nýju. Hún verður vonandi sæl og glöð í líflegum ástarsenum vel fram eftir ferlinum eins og makinn margfrægi, með eða án húðkremsins.
![]() |
Leyndardómur fegurðar og fleiri kynlífssenur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)