Færsluflokkur: Dægurmál
31.12.2007 | 08:10
Mun verða gott flugeldaveður?

Siggi stormur var að siða fólk til nýlega er hann minnti það á að nota rokeldspýtur og sleppa því að skvetta í sig framyfir flugeldatíðina, hið seinna á reyndar alltaf við. Það verður frekar ömurlegt ef að ekki verður hægt að halda í gamlar hefðir og skjóta upp flugeldum. Fólk hefur haldið tryggð við að styrkja björgunarsveitirnar og það á fólk að gera sama hvernig veðrið er.
Það finnst tími seint og um síðir eflaust til að skjóta upp verði bálhvasst í kvöld. Vonandi mun veðrið ekki eyðileggja fyrir okkur gleði kvöldsins og þetta reddast eins og flest annað.
![]() |
Stormviðvörun í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 00:49
Aftakaveður við árslok
Dagurinn hefur verið heldur betur stormasamur. Sennilega hefur veðrið verið verst fyrir austan og sunnan. Hér hefur þetta verið öllu rólegra. Hef fengið margar lýsingar á þessu veðri í spjalli við vini og ættingja fyrir austan, en þar hefur verið rafmagnslaust stóran hluta dagsins og versta veður hreinlega í manna minnum. Svona óveður eru alltaf ömurleg. Við verðum oft ansi hjálparlaus þegar að máttarvöldin minna á sig.
Björgunarsveitarmenn hafa staðið sig frábærlega vel í dag. Sanna enn og aftur mátt sinn - þeir eru stoð sem við viljum ekki vera án á svona stundum. Fagmenn sem leggja margt á sig til bjargar þeim sem eru í nauð. Sérstaklega var það auðvitað með fólkið á Langjökli sem var bjargað úr háska. Skil samt ekki í fólki að leggja á hálendið eins og staðan var, en þessu veðri hafði verið spáð dögum saman og ætti varla að koma þeim að óvörum sem hafa fylgst með fjölmiðlum og veðurspám. Talað hefur verið um yfirvofandi aftakaveður um áramótin síðan á jóladögunum.
Finnst sérstaklega vont að fólk leggi illa búið á hálendið með svona veðurspár í öllum fjölmiðlum og taki börn með sér. Þetta er afleitt. En gleðilegt er að björgunin hafi þó gengið vel. En þetta er enn eitt dæmi þess að fólk kynni sér veðurspá og stöðu mála áður en haldið er í svona ævintýralega ferð. Hugsunarleysi af þessu tagi verður alltaf metið harkalega í samfélaginu, enda var þetta veður sem átti ekki að vera nein stórtíðindi fyrir veðuráhugafólk.
Það er annars eðlilegt að hræðsla grípi um sig í svona veðri og gott að fólk leiti til fagmanna í þeirri stöðu. Það er mikilvægt að styrkja vel björgunarsveitarfólk með því að kaupa af því flugelda, leggja þeim lið er þeir óska eftir hjálp okkar.
Annars er flugeldaveðrið frekar dapurt og ansi margt sem bendir til að brennurnar verði settar af á gamlárskvöldi og væntanlega verður ævintýri líkast að ætla að skjóta upp flugeldum í þessu aftakaveðri og varla gerlegt.
![]() |
Munum varla eftir öðru eins" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 09:44
Gerður Önnudóttir er tröll
Það blasir við öllum að moggabloggarinn Gerður Önnudóttir er bara tröll hér á Moggablogginu. Það er enda engin Gerður Önnudóttir skráð í þjóðskrá og karakterinn er fyrir löngu fallinn um sjálfan sig en reynir að leika vitleysuna áfram. Þetta er auðvitað bara ódýr brandari einhvers vitleysings úti í bæ, settur hingað inn bara til að reyna að snapa athygli og er ekki ósvipaður karakterum á borð við Jón Guðmundsson og Bol Bolsson, en flestir muna eftir því er Henrý Birgir Gunnarsson lék sig sem hreinræktað fífl við að skrifa þann karakter.
Það er auðvitað frekar ömurlegt að sjá svona tröll á þessum stað. Það nýjasta er að Gerður feikbloggari vælir yfir því á vef sínum að Moggabloggið hafi klippt á möguleika hennar til að fréttablogga. Það er varla undrunarefni enda sjá allir að þetta er ekki bloggari, heldur bara einn stór brandari til að ná athygli. Svona hálfvitar gengisfella auðvitað þetta bloggsamfélag og eðlilegt að þeir sem halda kerfinu úti reyni að sporna við þessu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.12.2007 | 16:30
Femínistar keppa í fegurð
Það kemur kannski ekki að óvörum, enda hafa þær heitar skoðanir á viðkvæmum málum og ekki verið feimnar við að láta gusta um sig. Sóley Tómasdóttir hefur í senn verið þeirra valdamest og umdeildust. Hinar eru beinlínis vinsælar í samfélaginu miðað við Sóleyju, sem hefur átt í greinilegum erfiðleikum með að rata hinn gullna meðalveg skoðana. Það líður varla sú vika að hún stuði ekki bloggheimana og komist í fréttir fyrir umdeildar skoðanir á hitamálum.
Eflaust eru skoðanir í garð þeirra það skiptar að fólk sé ósammála þeim en virðir tjáningu þeirra. Sumir eru harðari. Það er skondið að sjá þær keppa núna í fegurð á bloggsíðu, enda hafa þær verið svo andvígar fegurðarsamkeppnum. Pointið í gríninu verður enn kaldara og skemmtilegra í ljósi þess. Það kemur þó varla að óvörum að umdeildasti femínistinn er ekki metin fegurst í þessari könnun.
![]() |
Fegursti femínistinn valinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2007 | 17:06
Brostinn jólaandi skemmdarvarga fyrir austan

Það er fátt orðið heilagt þegar að farið er að skemma jólaskraut með þessum hætti; skemma það sem lýsir upp skammdegið og er tákn heilagrar jólastundar. Það er ekki viðeigandi að hugsa illt til eins né neins svosem á þessum dögum. Á þeim dögum þegar að ekki á að hugsa illt til neins einstaklings og fólk á að virða helgi hátíðarstundar er samt ekki hægt annað en verða reiður yfir svona fréttum.
Það er vonandi að lögreglan finni skemmdarvargana sem söguðu tréð niður. Það er ekki eðlilegt að eyðileggja jólatré með þessum hætti og vonandi að brostinn jólaandi skemmdarvarganna fyrir austan sé frekar einstakt dæmi, þó vissulega hafi verið fréttir um að maður einn hafi skorið í dekk lögreglunnar á Suðurnesjum.
Annars óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið njótið hátíðarstundarinnar. Á þessum dögum nenni ég ekki að spá í pólitík svo að það er jólafríi í þeim pælingum. Á þessum dögum á helgi hátíðarinnar og kærleiksstundir með vinum og ættingjum, auk bókalesturs, að skipta eitt máli, auk góðs matar að sjálfsögðu.
![]() |
Skemmdarvargar á Reyðarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.12.2007 | 22:13
Hátíðleg jólastund

Heilt yfir hafa þetta verið mjög hefðbundin jól hjá mér. Aðfangadagskvöldið mitt var mjög líkt þeim hinum fyrri. Eftir góðan mat, jólakorta- og pakkastund, var farið í miðnæturmessu, sem var notalegur endir á heilögum degi venju samkvæmt. Í dag hefur bókalestur og jólaboð verið í aðalhlutverki. Er að lesa ævisögu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hef alltaf verið heillaður af ljóðum Davíðs og það er sannarlega áhugavert að lesa bók um ævi skáldsins. Sogaðist gjörsamlega að þessari bók eftir miðnættið í gærkvöldi og kláraði þá þegar nokkra kafla og hélt svo áfram með hana í dag og er að fara að lesa aftur á eftir smá.
Davíð Stefánsson var litríkur karakter og honum er heiðarlega og vel lýst í þessari bók, allavega það sem af er lestrinum hið minnsta. Þetta var svona sú bók um jólin sem heillaði mig mest og hún veldur ekki vonbrigðum. Enda er varla hægt að gera leiðinlega ævisögu um mann af kalíberi Davíðs Stefánssonar. Næst stendur til að lesa bókina um Halldór Laxness eftir Ólaf Ragnarsson; þar sem Ólafur gerir skil síðustu samtölum sínum við skáldið og síðustu æviárum hans. Ólafur á mikið hrós fyrir að hafa klárað bókina, en hann er mikið veikur og berst við illvígan sjúkdóm. Það verður sérstaklega áhugavert að lesa þessa bók og að ég tali ekki um viðtalsbók Péturs Blöndals við skáld.
Ekki er hægt að kvarta yfir matarleysi á degi sem þessum. Í jólaboðunum sem ég var í, í dag svignuðu borð undan góðum krásum, hangikjöti og meðlæti, auk veisluborðs með brauði. Þar var notalegt spjall og hátíðarstund. Allt eins og best verður á kosið. Heilt yfir eru þetta notalegir dagar. Lífið verður eiginlega aldrei skemmtilegra en á hátíð ljóss og friðar, þar sem skammdegið er lýst upp af sælu og gleði.
En semsagt, yndisleg og góð jól - hátíð í bæ. Vona að þið hafið það öll sem best á þessum hátíðlega tíma.
Gleðileg jól!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2007 | 15:16
Yndislegur aðfangadagur

Nú eftir hádegið fór ég upp í kirkjugarð. Þar hvíla vinir og ættingjar sem ég met mikils. Það er við hæfi að minnast þeirra á þessum degi. Það var notalegt og gott veður þegar að ég fór þangað með friðarljós og átti þar notalega stund í góðri ró og sannkallaðri kyrrð, hinni einu sönnu kyrrð sem á við á þessum heilagasta degi ársins.
Það hefur alla tíð verið rík hefð hjá mér og mínum fyrir því að fara upp í garð og að leiðum þeirra sem maður metur mikils. Þetta tel ég grunnatriði á þessum degi að sinna. Ég get ekki haldið gleðileg jól, nema að hafa sinnt þessu. Einfalt mál í sjálfu sér. Eftir þessa notalegu stund var gott að fá sér heitt kakó og smákökur. Nú tekur svo heilagasta stund ársins við.
Gleði í sálinni fæst með svo mörgu, mest að ég tel með að gefa af sér, bæði kærleika og góðan hug til annarra. Kærleikur er ekki mældur í peningum, hann er ómetanlegur. Fólk nær aldrei árangri í lífi sínu nema með því að hugsa um aðra á mikilvægum stundum, gefa af sér einhvern hluta af góðu hjartalagi í það minnsta.
Ég hef oft farið eftir þessu og það á best við á jólunum, á heilögustu stund ársins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 12:05
Hvít jól á Akureyri

Uppáhaldsjólalagið mitt er lagið um hvítu jólin eftir Irving Berlin. Þetta er fallegasta jólalagið, utan hátíðalaganna; Ó helga nótt, Heims um ból og Nóttin var svo ágæt ein. Það syngur enginn Hvít jól eins fallega og söngvarinn Bing Crosby, sem söng það fyrst í kvikmyndinni Holiday Inn árið 1942 og gerði það heimsfrægt. Enn í dag er það vinsælasta lag sögunnar, mest selda lagið. Eina lagið sem hefur komist nærri því er Candle in the Wind - 1997-útgáfan til minningar um Díönu prinsessu.
Hlustum á Bing syngja eitt sitt frægasta og goðsagnakenndasta lag, þarna með snillingnum Frank Sinatra; tveir af eftirminnilegustu söngvurum 20. aldarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2007 | 17:58
Notalegir dagar í aðdraganda jólanna
Það líður að jólum - aðeins sólarhringur í hátíð ljóss og friðar. Þetta hafa verið notalegir dagar um helgina. Passa mig á því að vera sem allra minnst við tölvu, enda eiga þetta að vera dagar þar sem farið er um, hitt fólk og notið jólastemmningar í verslunum, þó án stressins alræmda sem æði oft verður fylgifiskur þorláksmessu rétt eins og hin illa lyktandi skata. Seint í gærkvöldi, eftir afmælisveisluna, fór ég að klára það fáa sem eftir var. Fyrst og fremst vildi ég bara fara um og spjalla við vini í verslunarhugleiðingum.
Hitti fjölda fólks á Glerártorgi. Þar er straumurinn þessi jól, sem þau hin fyrri. Rakst á marga pólitíska félaga. Þó að jólahátíðin sé handan við hornið er ekki hægt annað en að tala örlítið um pólitíkina, enda margt um að vera. Skemmtilegt spjall við fjölda fólks, flestir hægra megin við miðju en sumir allverulega til vinstri. Ekkert nema gaman af því bara. Þó að pólitíkin ætti að vera komin í notalegt jólafrí slæðist hún með sem umræðuefni þegar að talað er um þjóðmálin, sem eðlilegt er. En fókusinn á auðvitað að vera á annað.
Eftir röltið á Glerártorgi fékk ég mér góðan labbitúr um miðbæinn, hitti góða vini og naut þess í rólegheitum að fara um og spjalla við ýmsa sem maður þekkir þar, sérstaklega í Pennanum. Það koma ekki jól í huga mér fyrr en eftir skemmtilegt miðbæjarrölt síðustu kvöldin fyrir jólin, hitta fólk, fara á kaffihús, fá sér heitt kakó og kynna sér miðbæjarbraginn. Mér finnst hafa lifnað aðeins yfir miðbænum. Verslun Pennans er stórglæsileg eftir breytingarnar og það er engu líkt að fara þar inn og þefa af nýjum bókum og skoða þær.
Í hádeginu fékk ég mér skötu á veitingahúsi í bænum. Verð seint talinn mikill áhugamaður um skötu og illa lyktandi mat, en þetta er ágætt sport einu sinni á ári svosem. Ágætt rétt fyrir allar stórsteikurnar sem eru í aðsigi og svo maður tali nú ekki um gamla góða hangikjötið með uppstúf og laufabrauði. Nammi namm!
Í dag hefur það verið hið hefðbundna; utan skötunnar í hádeginu var kaffihúsaspjall með góðum vinum núna eftir hádegið yfir beyglu og rjúkandi heitu kakó, auk malts og konfekts. Notalegt og gott. Svo hefur það verið auðvitað að fara aðeins um bæinn, finna stemmninguna og hlusta á jólakveðjurnar hjá RÚV. Ekta þorláksmessa!
Er ekki fjarri því að jóladiskurinn hans Ragga Bjarna hafi endanlega komið mér í jólaskapið í morgun. Mikið innilega er það notalegur og góður diskur; hugljúfur og traustur. Raggi er auðvitað þjóðargersemi og hann er í essinu sínu með glæný jólalög frá meistara Gunna Þórðar. Yndislegt efni. Nokkur lög eru í spilaranum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2007 | 12:27
Rán á þjóðvegasjoppu númer eitt
Þetta er óskemmtileg lífsreynsla auðvitað. Grimmdin er mikil. Skil ekki eðlið í því fólki sem ræðst með hnífum og hafnaboltakylfu að öðrum svo skömmu fyrir jól. Það hlýtur að vera mikil eymd og vonleysi fólgið í lífi þess fólks allavega.
![]() |
Rán á Litlu kaffistofunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)