Færsluflokkur: Dægurmál
22.12.2007 | 02:19
Jólafrímerki Hugrúnar frænku

Hugrún hefur varla haft undan síðustu vikur við að vinna ýmsa hluti tengda laufabrauðunum og þetta hefur sannarlega slegið í gegn. Laufabrauðshefðin er skemmtileg og hér um slóðir keppast heilu fjölskyldurnar við að koma saman og allir eru með sitt munstur og gera vissa keppni úr því að vera með fallegustu laufabrauðin. Það er alltaf gaman að skera í brauðin og víst er að jólin væru sviplausari án þessarar hefðar.
Einn helsti kostur frímerkisins er að það er sjálflímandi að þessu sinni og því þarf ekki að líma sjálfur frímerkin á eins og áður. Það er mikill lúxus með það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 18:41
Vandræðalegur málflutningur femínista
Það er full þörf á því að tala gegn þeim boðskap femínista að blanda saman jólum og nauðgunum. Breytir þar engu þó að karlkyns femínistar standi að eða það sé ekki jólakort sem um ræðir. Boðskapurinn er sá sami þrátt fyrir það. Vekur reyndar mikla athygli að Gísli Hrafn Atlason, formaður karlahóps femínista, getur ekki réttlætt þennan jólaboðskap sinn og hvernig standi á því að Askasleikir, af öllum aðilum, sé með þennan boðskap uppi, sem tengir jólin og nauðganir saman með óyggjandi hætti.
Allt er þetta þó varið með að þetta hafi ekki verið jólakort heldur bara jólaósk. Sei sei, segi ég bara. Hver er eiginlega munurinn? Er ekki boðskapur femínista sá sami hvert sem formið á þessu er? Hefði nú haldið það. Svo að þessi svokallaða vörn er frekar vandræðaleg. Ekki virðist Gísli Hrafn koma fram með neitt útspil til að tala fyrir þessari svokölluðu jólaósk og hvernig standi á að þetta sé yfir höfuð sett fram.
Flestir sem hér hafa kommentað hafa verið sammála skoðun minni. Sumir virðast tala gegn því á þeim forsendum að þetta hafi nú ekki verið jólakort og það séu ekki kvenkyns femínistar sem standi að. Það breytir ekki því að þetta var sett fram fyrir hönd femínista. Femínistar eru ekki bara konur, eins og allir vita. Þessi boðskapur er fyrir neðan allt hjá femínistum og eðlilegt að tala gegn því.
Reyndar vakti athygli mína síðdegis að Sóley Tómasdóttir sagðist í kommenti hér á vefnum bara hafa birt myndina og gert hið sama og ég. Þetta er hlægilegur útúrsnúningur. Hún hefur birt alla seríuna á vef sínum. Með því og að segja ekkert meira en það sem myndin segir er hún auðvitað að taka undir boðskapinn. Það sér allt heilvita fólk.
Annars er þessi flótti hennar skiljanlegur, enda er þessi myndasería vægast sagt umdeild og gerir ekkert nema grafa undan femínistum og málstað þeirra.
![]() |
Ekki um jólakort að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2007 | 12:37
Óhugnaður í Danmörku
![]() |
Aldraðri konu nauðgað í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.12.2007 | 23:22
Merkilegur dómur

Samt sem áður er óhætt að segja að þetta sé mikill ósigur þeirra fjölmiðla sem fella dóma um einkalíf fólks og slá upp í forsíðufregnir. Fullyrðingar um að Magnús sé geðsjúklingur og að einkalíf hans sé í uppnámi voru enda dæmd dauð og ómerk. DV hefur tapað fleiri svona málum síðustu misserin og fræg var niðurstaðan í máli Bubba Morthens gegn DV og Hér og nú á sínum tíma, þar sem hann vann fullnaðarsigur.
Í máli Bubba kom reyndar fram sá tímamótaúrskurður að myndataka af manni í bifreið sinni væri með öllu óheimil á sama hátt og um væri að ræða myndatöku að heimili hans. Ráðist væri að friðhelgi einkalífs hans með slíku. Þetta er ekki síður áhugaverður dómur sem rammar umfjöllun þessara blaða vissulega öðruvísi inn en áður hefur verið talið eðlilegt.
Það er gott að það liggi fyrir dómar sem taka vonandi á "blaðamennsku" af þessu tagi sem hlýtur að teljast lágkúruleg í sjálfu sér.
![]() |
Fær 1,5 milljónir í bætur fyrir meiðyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 17:37
Þorsteinn Davíðsson til Akureyrar
Hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum að Þorsteinn ætti eftir að flytjast norður en hann er sannarlega boðinn velkominn í fjörðinn fagra. Óska Þorsteini til hamingju með embættið.
![]() |
Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.12.2007 | 12:52
Smekkleysi í Efstaleitinu

Þessi auglýsingafílingur hjá RÚV er farinn út í algjört rugl. Hef svosem getað sætt mig við að Útsvar og fleiri þættir séu klipptir í tvennt eða þrennt með auglýsingahléum en mér finnst það að klippa áramótaskaupið, helgustu stund flestra sjónvarpsáhorfenda, jaðra eiginlega við helgispjöll. Held að þetta verði ekki vinsælt hjá sjónvarpsáhorfendum og Remax sé ekki heldur að skora nein mörk með þessu.
Það er kominn tími til að einkavæða Ríkisútvarpið. Með svona markaðsheila innanborðs ættu þeir að geta spjarað sig án forgjafar frá ríkinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 22:50
Ránsferðir æsku landsins
Það er frekar sláandi að heyra af enn einu ráninu í Reykjavík, á frekar skömmum tíma, þar sem unglingar eru vopnaðir bareflum og reyna að næla sér í einhverja peninga. Sumir reyndu að stela Dominos-pizzum um daginn. Það er mikið á sig lagt greinilega til að komast yfir smá skotsilfur. Það er frekar nöpur staðreynd að táningar séu farnir að stunda vopnuð rán, með bandarískri fyrirmynd kvikmynda og hinna ótalmörgu ribbaldasjónvarpsþátta, til þess eins að fá pening og jafnvel eitthvað drasl úr búðum.
Veit ekki alveg á hvaða leið við erum, í sannleika sagt. Vandamálin í samfélaginu okkar eru mörg og skuggahliðarnar verða sífellt sýnilegri. Þegar að fylgst er með fréttum af ránstilraunum æsku landsins er eðlilega spurt á hvaða leið við séum. Veit ekki - erum við kannski á góðri leið með að verða eins og þrjú hundruð þúsund manna samfélag í úthverfi bandarískrar stórborgar?
![]() |
Táningsstrákar rændu verslun í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 15:57
Hikandi bandarísk afsökunarbeiðni

Þetta er auðvitað vandræðalegt mál fyrir bandarísk yfirvöld og til skammar að íslenskur ríkisborgari fái slíka meðferð. Öðru hefði gilt ef Erlu hefði einfaldlega verið vísað úr landi og ekkert meira hefði gerst. Vissulega hafði Erla Ósk brotið af sér skv. bandarískum lögum en meðferðin sem hún sætti í flugstöðinni er af slíkum toga að til skammar telst. Það að leiða fólk, sem hefur ekki meira af sér gert en þetta, í gegnum flugstöðina hlekkjað á höndum og fótum er til skammar af landi sem vill vera í fylkingarbrjósti í heiminum.
Það væri auðvitað eðlilegast að Erla Ósk fari í mál við bandarísk yfirvöld vegna þessa, telji hún það rétt. Sá á einhverri vefsíðunni að hún hugleiðir málaferli. Væntanlega geta það verið einu eðlilegu endalokin á þetta mál, en ekki þessi hikandi afsökunarbeiðni.
![]() |
Harma meðferðina á Erlu Ósk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2007 | 14:11
Samfélag lifandi og dauðra á myspace

Hef fengið svolítið skondin vinaboð þarna. Þarna eiga látnar Hollywood-stjörnur, stjórnmálamenn, kóngafólk og rithöfundar pláss og til er fólk sem nennir að halda utan um síður í nafni þeirra. Fannst það eiginlega fyndnast í upphafi að einhver nennti að sjá um svona síðu fyrir annan aðila en sig sjálfan þ.e.a.s. Var enda mjög hissa þegar að ég fékk vinaboð frá t.d. Katharine Hepburn og fleiri aðilum sem ég vissi að væru ekki beinlínis sprelllifandi og þó svo væri að þá væru þau ekki beinlínis að sörfa á netinu.
Finnst reyndar myspace hafa dalað svolítið að undanförnu. Facebook er orðinn miklu meira spennandi vettvangur, þó að spamið þar sé reyndar farið út yfir öll mörk, en látum það liggja milli hluta.
![]() |
Síðan hefur ekkert með mig að gera" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 00:22
Berklar til Íslands

Berklar eru nístandi orð í fjölskyldu minni. Þeir herjuðu illa á móðurfjölskyldu mína austur á fjörðum og móðursystir mín féll í valinn fyrir berklum langt um aldur fram kornung, eftir erfiða sjúkdómssögu og mikla baráttu. Sorgarsaga hennar hefur níst mig alla tíð og verið dimmur blettur á fjölskyldunni minni. Það eru fleiri dæmi um það úr fjölskyldu minni. Það eru flestar fjölskyldur í landinu sem eiga bitrar minningar um sjúkdóminn að einhverju tagi.
Það er harkaleg áminning um berklana að heyra af þessum fregnum og vonandi verður farið vel yfir þetta mál allt.
![]() |
Kom berklasmitaður til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)