Færsluflokkur: Dægurmál
18.12.2007 | 19:49
Kiddi Konn og Hamraborgin
Síðustu tónleikar hans hérna í haust voru eftirminnilegasti tónlistarviðburður ársins hér fyrir norðan og sýndu okkur öllum að Kiddi er enn í toppformi, þó hann hafi vissulega dregið mjög úr tónleikahaldi og sé farinn að róa sig aðeins niður eftir þrjá áratugi í fremstu röð víða um heim og virka tónlistaþátttöku, eftir að hann flutti til Ítalíu. Kiddi fékk mikið lof eftir þá tónleika, sannarlega verðskuldað enda heillaði hann alla sem þar voru staddir.
Gott að hann ætli sér að vera heima um jólin. Vissulega situr enn í mörgum viss leiðindi fyrir nokkrum árum, en ég held að þær deilur séu að mestu gleymdar og grafnar.
![]() |
Hamraborgin nötraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.12.2007 | 18:05
Er íslenskt starfsfólk óheiðarlegra en erlent?
Það eru ekki mörg ár liðin frá því að stórt búðahnupl varð hér á Akureyri í versluninniHagkaup. Þar komst upp um áralangan þjófnað eins starfsmanns, bæði á matvörum og fatnaði. Man ekki andvirði þjófnaðarins en það voru gríðarlegar upphæðir og viðkomandi aðili fékk mjög þungan dóm. Veit þó ekki hvernig það er hægt að stela svo miklu framhjá öðrum starfsmönnum. Þetta kemst stundum ekki upp en það hlýtur að þurfa kaldrifjaðan hug að leggja í svoleiðis feluleik.
Kannski verður þessi könnun til að vekja umræðu um búðahnupl almennt en þessi tala er svo há að það hlýtur að vekja spurningar um heiðarleika þeirra sem vinna í verslunum. Það er áhyggjuefni ef starfsfólk verslana hér er talið óheiðarlegra en annarsstaðar í heiminum og varla er það gott fyrir starfsfólk að sitja undir í sjálfu sér.
![]() |
Starfsfólk stelur helmingnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 14:24
Starbucks til Íslands, takk!

Það hefur verið mjög notalegt að geta farið á Starbucks þegar að maður fer út. Minnist sérstaklega ferðarinnar til Washington fyrir þrem árum en þar var ferð á Starbucks sem sæluvist. Þetta er svona víðar um heiminn. Þetta er einfaldlega kaffihús fyrir algjörlega sælkera. Mikil upplifun.
Hvet alla til að fara á starbucks.is og skrifa undir áskorun um Starbucks á klakann!
![]() |
Ræðir við Starbucks um opnun á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.12.2007 | 11:23
Máttur fyrirsagnanna
Það er alltaf gaman af því þegar að fréttamenn leika sér með fyrirsagnir á fréttirnar. Þetta dæmi um leikfangabílinn sem Atli Fannar skrifar um er mjög gott dæmi þess. Hélt svona smástund að verið væri að skrifa um alvöru Range Rover-bíla sem foreldrar væru að gefa börnum sínum og ætlaði að fara að hneykslast alveg svakalega á því. Svo eru þetta bara leikfangabílar.
Það er varla undrunarefni að þetta verði jólagjöf barnanna í dag. Man vel sjálfur hvað ég var stoltur af fjarstýrðum eðalbíl sem ég fékk í jólagjöf frá bróður mínum fyrir eitthvað um tveim áratugum. Þá var hann það flottasta sem í boði var. Hann er enn flottur, reyndar niðrí geymslu nú til dags en samt flottur. Er eitt af því fáa af mínu æskuefni sem ég á reyndar enn. Annars hef ég aldrei verið mikið fyrir bíla, svo að þetta er ágætis minning um þann frekar skammlífa áhuga.
Annars verður vonandi ekki harkalegur slagur um þessa leikfangabíla. Það heyrast margar sögur af því að fólk takist allt að því á um leikföngin í búðunum þessa dagana, sérstaklega eftir að Toys´r´us kom til landsins. Spaugstofan tók reyndar ansi fyndið á dótasamfélaginu í þætti um daginn, einn þeirra besta í vetur. Finnst þetta bara góð gjöf handa börnunum. Þetta virðist vera algjör kaggi með öllu og kannski undirbúningur að því að krakkar spái í bílum, hver veit. Allavega virka þessir leikfangabílar mjög raunverulegir.
![]() |
Börn fá Range Rover í jólagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 09:09
Þrælahald í nútímanum
Það er gefið í skyn að indónesísku konurnar sem voru vistaðar hjá þessum auðugu hjónum hafi bæði verið misþyrmt líkamlega og andlega. Þetta er í einu orði sagt skelfilegur vitnisburður um hugsunarhátt fólks. Það er ekkert verra en þegar að fólk meðhöndlar starfsfólk sitt, hvar sem það er, sem þræla og jafnvel ber það eins og harðfisk.
Það hlýtur að verða refsað harkalega fyrir svona brot á almennum mannréttindum. Í Bandaríkjunum, þar sem mikið er talað um frelsið og mannréttindin, hlýtur að vera tekið á svona skelfilegum málum í nútímanum.
![]() |
Fundin sek um þrælahald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 23:26
Yndislegt að vera laus við jólastressið

Hef notað aðventuna mest í bókalestur. Notið þess algjörlega í botn. Hef lesið nokkrar góðar bækur, sem ég ætla að skrifa um á næstu dögum, síðustu vikuna fram til jóla. Nokkrar bækur ætla ég þó að geyma til jólanna. Það eru t.d. samtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Halldór Kiljan Laxness, ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi eftir Friðrik Olgeirsson og skáldsögur Sigurðar Pálssonar og Jóns Kalmans Stefánssonar, svo nokkrar séu nefndar.
Það var notalegt að fara aðeins í bæinn í dag og upplifa aðeins jólastemmninguna. Sumir upplifa þó helst jólastressið, sem getur verið frekar leiðinlegur fylgifiskur jólanna. Veðrið er mjög gott hér, höfum ekkert fengið yfir verstu köstin af óveðrinu fyrir sunnan. Það er þó orðið snjólaust og flest bendir til rauðra jóla þetta árið. Bind þó enn vonir við að jólin verði hvít að einhverju leyti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 15:11
Siðferðismörkin á netinu
Í samfélaginu er jafnan mikið talað um siðferði, ekki síst á netinu sem orðinn er einn sterkasti fjölmiðill nútímans. Mér finnst það ekki eðlilegt að kynferðislegt efni einkenni síðuna leikjanet, sem börn nota jafnan mjög mikið. Þarna hlýtur lykilspurningin um siðferðið á netinu að koma upp. Það er því mikilvægt að Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, tjái sig hreint út um málið. Umboðsmaður barna á að taka á svona málum og vera leiðandi í umræðu er varðar vef sem greinilega er markaðssettur fyrir börn og fókuserar á yngri aldurshópa fyrst og fremst.
Ætla svosem ekki að vera harðorður í garð þeirra sem reka vefinn leikjanet, en þeir verða hinsvegar að vera vakandi fyrir því að ekki sé kynferðislegt efni á síðu á borð við þessa. Ef þeir taka ekki á málum af þessu tagi þarf almenningur að minna á skoðun sína á málinu. Ég tek því undir áskorun Margrétar Maríu. Finnst þetta frekar alvarlegt mál og það er mikilvægt að tala hreint út um þetta. Við lifum vissulega í heimi þar sem klám og kynlíf er orðin lykilsöluvara. Það er samt algjörlega fyrir neðan allt að tengt sé á efni af þessu tagi á vef fyrir börn.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist á leikjaneti og vonandi geta þeir haldið utan um þetta betur héðan í frá.
![]() |
Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2007 | 20:41
Flippaðasta Eurovisionlag fyrr og síðar
Held að Barði hafi annars verið að skemmta sér í öllum lögum sínum í keppninni. Fyrsta lagið var nett grín á hinni skagfirsku Geirmundarsveiflu og hitt lagið var augljóslega nett grín að keppninni frá a-ö, vissulega vel heppnað. Held annars að Ho Ho Ho, We Say Hey Hey Hey muni verða framlag okkar í Serbíu næsta vor. Finnst svona stemmningin vera þannig. Annars eru lögin í þessari keppni mjög misjöfn. Sum virkilega góð, önnur skelfileg ömurð og hin svona mitt þar á milli.
Það verður áhugavert að sjá hvort að friðaróðurinn léttflippaði hjá Barða komist áfram í kvöld. Það mun allavega ekkert toppa þetta lag í gríninu allavega.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 14:40
Sterk viðbrögð - bloggið í lykilhlutverki

Bloggið lék lykilþátt í þessu máli. Erla Ósk kom með sögu sína fyrst hér á moggablogginu og áhugi fjölmiðla kviknaði eftir það. Enn og aftur sést vel kraftur bloggsins. Þetta er orðinn öflugasti fjölmiðillinn í nútímanum. Aðrir miðlar, þeir hinir hefðbundnu, fylgja á eftir æ ofan í æ og leita upplýsinga á blogginu og fjalla svo um mál. Þetta er fjölmiðlun 21. aldarinnar. Enn og aftur sjáum við hversu bloggið stýrir umræðunni og er þungamiðja þess sem gerist.
Finnst þó kjaftasögurnar sem sumir hafa dælt út um Erlu Ósk á blogginu fyrir neðan allt. Ein sú frægasta var sú að hún hefði verið drukkin á Kennedy-flugvelli. Fannst sumir álykta frekar fljótt um þessa hlið mála. Sá reyndar fleiri kjaftasögur sem voru undarlegur punktur í umræðuna. Mér finnst þetta mál blasa allt mjög vel og sé enga ástæðu til annars en að trúa Erlu Ósk. Meðferðin á henni er þess eðlis að við getum ekki sætt okkur við hana og eðlilegt að við mótmælum.
Á það hefur vissulega verið bent að hún hafi dvalið of lengi í Bandaríkjunum eitt sinn fyrir langa löngu. Finnst það ekki vera mál sem eigi að leiða til þess sem hún varð fyrir. Þeir hefðu vissulega getað vísað henni úr landi, en þessi meðferð; að leiða hana hlekkjaða á höndum og fótum í gegnum flugstöðina, gefa henni ekki að borða og ýmislegt annað sem flokkast undir meðferð á stórglæpamanni var fyrir neðan allt. Það réttlætir ekkert þau vinnubrögð.
Erla Ósk kom mjög vel fyrir í Kastljósviðtali á fimmtudagskvöldið, svaraði spurningum vel og lýsingin á vistinni á Kennedy-flugvelli varð eiginlega enn myndrænni. Í heildina finnst mér hún hafa staðið sig vel. Viðbrögð landsmanna sýna og sanna að við sættum okkur ekki við svona meðferð á íslenskum ríkisborgara - það getur varla annað verið en að fáum bandaríska afsökunarbeiðni fyrr en síðar. Þessu máli getur ekki lokið án þess.
![]() |
Mál Erlu Óskar vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2007 | 12:29
Ölvaður ökumaður stöðvaður
Það er búið að tala vel og lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Það þarf að fara að gera eitthvað meira en bara tala. Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður í dópvímu drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum sem við blasa einkum í þessum tilfellum. Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með atvikum, einkum í nótt greinilega.
Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er að tala um með mjög áberandi hætti.
![]() |
Reyndi að stöðva blindfullan kærasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)