Máttur fyrirsagnanna

RRbíllÞað er alltaf gaman af því þegar að fréttamenn leika sér með fyrirsagnir á fréttirnar. Þetta dæmi um leikfangabílinn sem Atli Fannar skrifar um er mjög gott dæmi þess. Hélt svona smástund að verið væri að skrifa um alvöru Range Rover-bíla sem foreldrar væru að gefa börnum sínum og ætlaði að fara að hneykslast alveg svakalega á því. Svo eru þetta bara leikfangabílar.

Það er varla undrunarefni að þetta verði jólagjöf barnanna í dag. Man vel sjálfur hvað ég var stoltur af fjarstýrðum eðalbíl sem ég fékk í jólagjöf frá bróður mínum fyrir eitthvað um tveim áratugum. Þá var hann það flottasta sem í boði var. Hann er enn flottur, reyndar niðrí geymslu nú til dags en samt flottur. Er eitt af því fáa af mínu æskuefni sem ég á reyndar enn. Annars hef ég aldrei verið mikið fyrir bíla, svo að þetta er ágætis minning um þann frekar skammlífa áhuga.

Annars verður vonandi ekki harkalegur slagur um þessa leikfangabíla. Það heyrast margar sögur af því að fólk takist allt að því á um leikföngin í búðunum þessa dagana, sérstaklega eftir að Toys´r´us kom til landsins. Spaugstofan tók reyndar ansi fyndið á dótasamfélaginu í þætti um daginn, einn þeirra besta í vetur. Finnst þetta bara góð gjöf handa börnunum. Þetta virðist vera algjör kaggi með öllu og kannski undirbúningur að því að krakkar spái í bílum, hver veit. Allavega virka þessir leikfangabílar mjög raunverulegir.


mbl.is Börn fá Range Rover í jólagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband