Berklar til Íslands

Landsspítali Það er ekki hægt annað en lýsa yfir undrun sinni á því hvernig það gat gerst að berklasmitaður maður í meðferð gat komist til Íslands með þeim hætti sem raun ber vitni. Öll sjúkrasaga mannsins vekur spurningar um þetta mál allt, hvernig málum hans sé háttað og hvernig þetta gat eiginlega gerst. Berklar eru vissulega ekki eins alvarlegir í hugum okkar nútímafólksins og var í augum þeirra sem börðust við hann á árum áður.

Berklar eru nístandi orð í fjölskyldu minni. Þeir herjuðu illa á móðurfjölskyldu mína austur á fjörðum og móðursystir mín féll í valinn fyrir berklum langt um aldur fram kornung, eftir erfiða sjúkdómssögu og mikla baráttu. Sorgarsaga hennar hefur níst mig alla tíð og verið dimmur blettur á fjölskyldunni minni. Það eru fleiri dæmi um það úr fjölskyldu minni. Það eru flestar fjölskyldur í landinu sem eiga bitrar minningar um sjúkdóminn að einhverju tagi.

Það er harkaleg áminning um berklana að heyra af þessum fregnum og vonandi verður farið vel yfir þetta mál allt.

mbl.is Kom berklasmitaður til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er víst alveg öruggt mál að það er ekki vanþörf á að farið sé yfir mál þetta en það að beina tilmælum til heilsugæslu á fjölmennustu svæðum sem annar ekki þörf er hjákátlegt í raun, og eftirlitsleysið og vandræðagangurinn er að vissu leyti algjör við opnun landamæra án eftirlits hér að lútandi þar sem engin skilyrði eru til staðar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.12.2007 kl. 02:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er ekki samt undantekning frekar en regla að svona gerist ? Það er bara ekki alltaf hægt að sjá við öllu, því miður...

Jónína Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 07:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Mér finnst að landmæri okkar séu algjörlega míglek, fólk fer inn og út að eigin geðþótta.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:50

4 identicon

Það er nokkuð ljóst að hingað inn í landið flæða innflytjendur án alls eftirlits eða eftigrenslunar um sjúkdóma eða afbrotaferil. Það er líka nokkuð ljóst að mikið streymi er hingað af fólki sem ekki þrífst í eigin löndum vegna erfiðra aðstæðna m.a. vegna óreglu, afbrota eða skulda. Landið er alveg galopið fyrir slíkt fólk og því ekki alltaf von á góðu. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er náttúrulega spurning hvort að það verði komið á gamlakerfinu aftur. Allir þurfa að taka prufur hvort þeir séu með berkla eða ekki.

Fannar frá Rifi, 19.12.2007 kl. 17:29

6 Smámynd: Steini Bjarna

Þetta hefur allt að gera með þetta óhefta ferðafrelsi innan Schengensvæðisins sem Sóknarbarn var að vísa í hér að ofan.  Eins og Fannar frá Rifi segir þyrfti að koma gamla kerfinu á aftur.

Eins og staðan er í dag þarf fólk frá Asíu, Afríku, Ástralíu og Ameríkunum að standast smitsjúkdómapróf, framvísa sakavottorði, sýna fram á framfærslugetu, fara á íslenskunámskeið o.s.frv. ef það langar til að flytja hingað. Þetta gildir hins vegar EKKI  um Evrópuþjóðir þær sem við höfum samþykkt að hleypa hér óheft inn.

Ég tek undir áhyggjur Sóknarbarns og Fannars frá Rifi og legg til að allir verði látnir ganga í gegnum síuna.  Það myndi líka sigta út austurevrópska glæpamenn með sakaskrá, en eins og er getur  berklasmitaður morðingi nýsloppinn útúr fangelsi í Póllandi flust hingað og hafið nýtt líf.

Steini Bjarna, 20.12.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband