Sveitarstjóri rekinn - fjárdráttur í Grímsey

Grímsey Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps hefur nú sagt Brynjólfi Árnasyni, sveitarstjóra, upp störfum en hann hefur eins og kunnugt er dregið sér umtalsvert fé frá hreppnum. Sögusagnir herma að fjárdrátturinn nemi allt að tugum milljóna. Enginn vafi leikur á því að þetta mál er mikill harmleikur fyrir hið fámenna samfélag í Grímsey, þar sem það er í raun eins og ein stór fjölskylda. Spurningar vakna þó hvernig svo víðtækur fjárdráttur gat gengið árum saman.

Eftir því sem ég hef heyrt hefur enda þessi fjárdráttur greinilega staðið meira og minna öll þrjú ár Brynjólfs sem sveitarstjóra. Þetta hlýtur að teljast eitt alvarlegasta brot trúnaðarmanns hjá sveitarfélagi í seinni tíð, jafnvel frá upphafi. Man hreinlega ekki eftir beinum dæmum þess að stjórnandi sveitarfélags hafi dregið sér fé frá honum í áraraðir og misnotað með því bæði traust umbjóðanda sinna og samstarfsmanna í sveitarfélaginu.

Veit svosem ekki hvernig eyjaskeggjar vinna sig frá áfalli af þessu tagi. Það hlýtur að taka dágóðan tíma. Í samfélagi sem telur aðeins um hundrað íbúa hlýtur þetta að vera sem skarð á viðkvæmasta stað. Þetta er svo gróft brot að það tekur tíma fyrir sárin að gróa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mín samúð beinist að nær fjölskyldu ólánsmannsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.12.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sveinn: Já, það var auðvitað vissulega svo að fólk þarna treysti þessum manni meira en hann átti innistæðu fyrir. Þetta er hreinn harmleikur sem þarna hefur orðið. Samfélagið er ekki fjölmennt svo höggið verður enn meira. Þetta er sem ein fjölskylda þetta samfélag.

Heimir: Tek heilshugar undir það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.12.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 18.12.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég get ekki séð að hinir sveitastjórnarmeðlimirnir séu vel settir heldur. Hvað varð um endurskoðunina? Eftirlitið og samþykki reikninga? Getur það verið að tveir sveitastjórnarmenn hafi verið við stjórnvölinn árum saman og ekki haft hugmynd um stöðu og hreyfingar á reikningum sveitafélagsins?

Hvað fór fram á sveitastjórnarfundum?

Ég get ekki betur séð en að þarna hafi þrír menn brotið af sér í starfi. Þar af tveir sem gjörsamlega brugðust eftirlitsskyldum sínum.

Júlíus Sigurþórsson, 19.12.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband