Færsluflokkur: Dægurmál
1.11.2007 | 10:29
Nektin selur
Nekt er líka orðin meira áberandi í kvikmyndum og leikhúsi. Öll höfum við sennilega upplifað það að með einhverjum hætti er haldið á þær brautir. Ekki er langt síðan að við sáum alþjóðakynningu á leikriti, bresku leikriti meira að segja. Þar var nekt grunnþema í kynningu. Aðalleikarinn gerði Harry Potter ljóslifandi á hvíta tjaldinu fyrir tæpum áratug. Það þarf sennilega varla að taka það fram að með kynningarmyndunum einum var tryggð metaðsókn á verkið. Það blasti bara við öllum, þurfti ekkert að ræða það neitt meira.
Fyrir áratug var leikritið Blue Room kynnt með nektinni. Í verkinu sem sýnt var í London var nekt grunnurinn og aðalleikkonan var Nicole Kidman, sem síðar hlaut óskarsverðlaunin fyrir The Hours og er ein vinsælasta leikkona sinnar kynslóðar. Leikritið sem slíkt féll í skuggann. Þið megið geta þrisvar hvað stóð mest eftir sýninguna. Fyrir nokkrum árum var svo The Graduate sýnt í London líka. Vita nú allir um hvað það snýst eftir myndina guðdómlegu frá 1967 með Dustin Hoffman og Anne Bancroft. Allir vita líka hvað vakti mesta athygli í sviðsuppfærslunni.
En er þetta kannski bara tákn tímans? Það hefur sjálfsagt hver og einn sína skoðun, sína sýn á það. En þetta vekur athygli.
![]() |
Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 19:01
Samráð Krónunnar og Bónus afhjúpað

Þetta eru sérlega óheiðarleg vinnubrögð sem þarna blasa við. Það virðist ekki neinu að treysta í þessum málum og virðist samkeppnin ekki vera haldbær miðað við upplýsingarnar þarna. Sé samráð um verðin getur samráð milli aðila náð enn lengra. Það er eðlilegt að þessir þættir verði kannaðir frekar og hlýtur að vera að farið verði ofan í saumana á því hversu víðtækt þetta samráð lágvöruverðsverslananna sé í raun og veru.
Það virðist lítið sem ekkert að marka verðkannanir eftir þetta. Virðist vera hreinn farsi í gangi með verðin og því í raun ekkert haldbært eftir í þeim efnum. Það er alveg ljóst að þessar sögusagnir eru alvarlegri en svo að framhjá verði litið. Svo virðist vera að fákeppnin á matvörumarkaði hér heima sé enn meiri en áður var talið. Það er alvarlegt mál fyrir neytendur.
Nánari frásögn af verklaginu í samráðinu er að finna hér.
![]() |
Bónus og Krónan vísa ásökunum á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2007 | 17:09
Lögreglan sýnileg - salernisvandamál í miðbænum
Heilt yfir blasir við að lögreglan er mun sýnilegri en áður í miðbænum. Það er mikilvægt. Það sem vekur þó mesta athygli í miðbæjarmálunum er hversu mjög vantar almennileg almenningssalerni þar. Það er lykilatriði að bæta úr þeim málum. Það segir þessi staða fyrst og fremst. Það er augljós vandi til staðar hvað það varðar að fólk pissar út um allt og virðir hvorki lög né óskráðar reglur í þeim efnum. Agaleysið er algjört.
En þetta er heimatilbúinn vandi hvað varðar salernismálin. Það er auðvitað algjörlega afleitt að ekki sé betur búið að þessum þætti í öllum miðbænum þar sem flestum börum borgarinnar er hlaðið niður á tiltölulega lítið svæði. Það er ekki við öðru að búast en að allt það fólk sem þar safnast saman verði að pissa, ekki geta allir gert það inni á skemmtistöðunum. Þannig að þetta er stór vandi sem verður að leysa.
Heilt yfir skiptir máli að lögreglan sé sýnileg en sitji ekki bara á kontórnum og bíði eftir að eitthvað gerist. Burtséð frá þessum salernismálum og skiptum skoðunum um þau er ljóst að lögreglan hefur verið að bæta sig mjög á höfuðborgarsvæðinu með nýjum lögreglustjóra sem hefur sannarlega tekið til hendinni eftir að hann tók til starfa.
![]() |
Drukkið fólk hefur pissað fyrir tvær milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 13:39
Hættulegur leikur
Það er gott að lögreglan á Hvolsvelli tekur á snjóboltakasti ungmenna í bifreiðar og vekur athygli á því, þó í grunninn sé það sárasaklaus iðja í huga sumra. Það getur þó orðið hættulegur leikur, enda geta ökumenn misst stjórn á bifreiðunum vegna snjóboltakastsins og úr orðið stórslys. Sérstaklega hlýtur þetta að vera þeim mikilvægt að taka á þar sem farið er yfir Ytri-Rangá.
Þó að þetta sé smávægileg frétt er hún þó mikilvæg að vissu marki, enda alltaf þörf á að benda á að ekki skal kasta snjóboltum í bifreiðar. Snjóboltakast getur verið saklaus iðja í vetrarleikjum ungmenna, en þetta getur orðið hættulegur leikur.
![]() |
Köstuðu snjóboltum í bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 00:13
Siðleysi ljósmyndaranna er eltu Díönu í dauðann

Ég hef heyrt margar ógeðslegar sögur af því hvernig ljósmyndararnir tóku frekar myndir af stórslösuðu fólki en hjálpa því þessa örlagaríku nótt þegar að mest ljósmyndaða kona sögunnar, litríkasta persónan í fjölmiðlaheimi 20. aldarinnar, dó hundelt af ljósmyndurum. Þetta er svo sjúkt að því henta varla nokkur almennileg orð. En samt; þessi saga er þó með þeim verri og hún eiginlega fær mann til að velta því fyrir sér hvort að þessir ljósmyndarar hafi hjarta úr steini og sál úr gerviefnum. Það er ekki hægt að komast að nokkurri annarri niðurstöðu í sjálfu sér.
Það eru ekki mörg ár síðan að nokkur blöð og meira að segja hin virta CBS-fréttastöð birtu nokkrar af þessum myndum og rufu þar með óskrifað heilagt samkomulag um að standa vörð um minningu Díönu. Myndirnar voru gerðar upptækar af frönsku lögreglunni eftir slysið, en þær voru teknar af paparazzi ljósmyndurum sem gengu lengst; eltu prinsessuna og Dodi Al Fayed frá Ritz hótelinu og í dauðann í undirgöngunum þar sem slysið gerðist. Samkomulag hafði verið gert um að myndirnar skyldu aldrei koma fyrir almenningssjónir eða verða birtar í dagblöðum eða sjónvarpi. Birtar voru þá t.d. krufningsskýrslur og trúnaðargögn frönsku lögreglunnar vegna rannsóknar á slysinu.
Með hreinum ólíkindum er hversu lágkúruleg fréttamennska nútímans er orðin, miðað við þessi vinnubrögð öll. Ástæður þess að myndirnar voru birtar hafa aldrei verið sýnilegar, nema þá einna helst til að reyna að hafa minningu prinsessunnar að féþúfu og reyna að ýfa upp sár nánustu aðstandenda hennar. Það er full þörf á því að hneykslast á dómgreindarbresti þeirra sem taka myndir af deyjandi fólki fyrir fjölmiðla og þeirra sem ákveða síðan að birta þær. Þetta er ein af þessum sorglegu staðreyndum lífsins.
![]() |
Hringdi frá slysstaðnum og bauð myndir af Díönu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2007 | 20:52
Angelina Jolie fjölgar mannkyninu
Það verður nú seint sagt um óskarsverðlaunaleikkonuna Angelinu Jolie að hún sé feit, enda hefur hún alla tíð borið þá ímynd að vera mjög grönn. Nú eru hinsvegar sögusagnir um að hún eigi von á öðru barni sínu, en fyrir á hún eitt barn, Shiloh, og hefur ættleitt heilan helling af börnum, sennilega þrjú börn að mig minnir. Þeir sem hafa séð myndina Girl, Interrupted, sem færði Jolie óskarinn fyrir sjö árum, sjá þar ímynd hennar sem spengilegrar konu. Móðurhlutverkið hefur fært henni enn aðra ímynd.
Jolie þýðir fögur, það er réttnefni á Angelinu sem þykir með fögrustu konum kvikmyndaheimsins. Hún hefur enda verið kyntákn alla tíð. Miðnafnið Jolie er því ekki ættarnafn, heldur er ættarnafn hennar Voight, enda er faðir Angelinu óskarsverðlaunaleikarinn Jon Voight sem var einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar, og hlaut óskarinn fyrir eftirminnilega túlkun á lamaða hermanninum í Coming Home, manninum sem kemur heim lamaður frá Víetnam. Jolie og Voight hafa ekki talað saman í ein fimm ár vegna ágreinings, en vinna í því að laga samskiptin núna.
Jolie hefur átt erfitt síðustu mánuði. Það eru nokkrir mánuðir síðan að móðir hennar, leikkonan Marcheline Bertrand, lést úr krabbameini og auk þess hefur stjarnan sokkið sér ofan í góðgerðarstarf um allan heim, einkum í Asíu, en hún er sem kunnugt er góðgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna þar. Hún hefur með því hlutverki fetað í fótspor margra þekktra leikara, t.d. Audrey Hepburn sem var mannréttindatalsmaður alla tíð samhliða leikferlinum og var í sama hlutverki og Jolie er eiginlega nú. Jolie hefur sinnt hlutverkinu vel og gott dæmi er að hún dvaldi um jólin 2005 á hörmungarsvæðunum í Asíu þar sem flóðbylgjurnar skullu á nokkru áður.
Áhyggjur hafa verið uppi um það að vinnan sé að sliga leikkonuna. Hún bæði borði og sofi of lítið og heilsan sé ekki í forgrunni. Þetta er skapmikil og ákveðin kona sem er ekki vön að láta karlana í kringum sig stjórna sér. Gott dæmi er um það hvernig að samskiptum hennar og föðurins lauk með hvelli fyrir nokkrum árum og hún lét Billy Bob Thornton gossa þegar að hann var farinn að skipta sér of mikið af hennar málum. Ekki er nú langt síðan að talað var um mikla erfiðleika hjá Jolie og Brad Pitt. Börnin hafa þó sameinað þau.
Annars hefur jafnan verið sagt um stjörnurnar að þær séu skapmiklar. Ætli Angelina Jolie sé ekki gott dæmi um það. Móðurhlutverkið verður henni sennilega enn og aftur mikilvægt við þessar aðstæður.
![]() |
Angelina Jolie sögð barnshafandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 16:08
Ógeð á netinu
Mér sýnist á viðbrögðunum að öllu siðuðu fólki sé brugðið yfir þessum ósóma. Ekki er ég hissa á því. Þessi leikur leiðir eflaust enn til umræðu um það hvort að herða verði mörk á netinu og taka þau mál til endurskoðunar. Þessi leikur er ekkert annað en ógeðfelldur vettvangur fyrir barnaníðinga og það er gott hjá Sky að taka þetta til skoðunar.
![]() |
Barnaníðingar koma sér fyrir í öðru lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2007 | 11:21
Það er ekkert betra en íslenskt nammi

Man að ég skoðaði síðuna fyrir nokkru og spurði mig eiginlega að því hvort að síðan væri að mala gull út fyrir landsteinana. Hvort að það væru kannski bara Íslendingar sem væru að panta þar. Það er gott að vita að svo sé ekki, og margar pantanir sem koma þar inn séu einmitt frá útlöndum. Þetta er skemmtileg markaðssetning sem vekur athygli hið minnsta.
Sérstaklega finnst mér áhugavert að Bretar, sem eiga mjög góðar súkkulaðitegundir, hrósi sérstaklega okkar afurðum, t.d. hinum frábæra Þristi. Þetta er ánægjuleg og óvænt útrás þykir mér, þó reyndar vitum við öll hvað íslenskt nammi er yndislega gott.
![]() |
Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 16:59
Aldarafmæli Gísla á Uppsölum

Gísli var alþýðumaður er lifði sem á 19. öld væri en í raun uppi á tækniáratugum seinni hluta 20. aldarinnar, tæknialdarinnar miklu. Gísli hafði misst af öllum þeim tækniþægindum sem okkur þótti þá sjálfsögð og þekkti ekki það sem nútíminn hafði innleitt. Ómar færði okkur þennan mann heim í stofu og kynnti okkur fyrir honum, þó með nærgætni og tilfinningu. Þar kom heim í gegnum sjónvarpið til okkar allra maður sem hafði ekki rafmagn, átti ekki nein nýtískuleg tæki og lifði fastur á fornum tímum.
Þessi Stikluþáttur er eftirminnilegur enn í dag og það liggur við að þeir sem sjá hann verði enn kjaftstopp. Gísli þekkti ekki Ómar er hann kom í heimsókn, las enn gömlu blöðin frá fjórða áratugnum, hafði aðeins einu sinni eða tvisvar farið úr Selárdal og lifði í eigin heimi. Samt var hann sáttur við sitt. Merkileg upplifun að sjá þennan þátt. Blessuð sé minning þessa heiðursmanns, sem sannarlega er og verður alla tíð einstakur í huga okkar allra.
![]() |
Öld liðin frá fæðingu Gísla á Uppsölum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2007 | 01:40
Ölvíman kemur í veg fyrir utanlandsferðina
Var reyndar einu sinni í flugstöð á Bretlandi fyrir nokkrum árum og þar tók ég einmitt eftir einum manni sem lá greinilega mjög vel áfengismareneraður á bekkjarunu í bið eftir flugvél. Hann var þó ekki dauður eins og við segjum en það varð að benda honum nokkuð vel á að vélin væri að fara, þegar að kallið kom. Og hann staulaðist um borð, náði að redda því en svaf hinsvegar hinu værasta á leið til Íslands. Hann missti sig ekkert í vélinni eða neitt svoleiðis og bar drykkjuna vel. Var ágætlega hress er Keflavík var í sjónmáli.
Held af lýsingum að dæma að þessi maður sem svaf af sér flugferðina frá Keflavík hafi ekki verið líklegur til að brosa framan í flugfreyjurnar í vélinni og sennilega best geymdur á fjarlægum stað að sofa úr sér gleðivímuna. En það er ekki á hverjum degi sem svona fréttir koma, sem betur fer segir maður bara.
![]() |
Svaf af sér utanlandsferðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)