Færsluflokkur: Dægurmál
29.10.2007 | 00:44
Ljóstrað upp um litríka fortíð Leonardo DiCaprio

Leonardo er okkur vel þekktur. Hann varð Íslandsvinur á árinu meira að segja, þegar að hann fetaði í fótspor James Bond, í túlkun Roger Moore í A View To a Kill árið 1985 og Pierce Brosnan í Die Another Day árið 2002, í því að fara á Jökulsárlón. Ekki þó til að leika í kvikmynd, heldur í myndatöku fyrir glansritið Vanity Fair. DiCaprio er sannarlega mjög þekktur leikari. Hann hefur þó ungur sé verið tilnefndur þrisvar til óskarsverðlauna fyrir leik, síðast fyrir Blood Diamond á óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Hann var áður tilnefndur fyrir The Aviator og What´s Eating Gilbert Grape?
Þekktasta mynd DiCaprio er þó án nokkurs vafa Titanic, mynd um ástir og örlög á skipinu sögufræga sem sökk til botns fyrir tæpri öld. Mikil og stór mynd um sögu skipsins sem átti ekki að geta sokkið en sökk þó í jómfrúrferðinni sinni. Sú mynd sló í gegn á sínum tíma og er ein vinsælasta kvikmynd sögunnar. Hún verður tíu ára á þessu ári. Hún hlaut 14 óskarsverðaunatilnefningar og 11 verðlaun, sem er hið mesta í sögu verðlaunanna, jafnmikið og Ben-Hur hlaut áður, árið 1959, og The Lord of the Rings: The Return of the King, hlaut síðar, árið 2003. DiCaprio hlaut ekki einu sinni leiktilnefningu fyrir túlkun sína á Jack Dawson í myndinni, sem olli áralangri fýlu hans við akademíuna.
Vinsælasta mynd DiCaprio í seinni tíð hlýtur að teljast The Departed, kvikmynd leikstjórans Martin Scorsese, sem færði leikstjóranum langþráðan leikstjóraóskar og hlaut ennfremur óskarinn sem besta kvikmynd ársins 2006. DiCaprio sýndi góða takta en hlaut þó frekar leiktilnefningu fyrir Blood Diamond en hana, þó ég geti reyndar fullyrt að Blood Diamond sé úrvalsmynd. Flestir töldu að DiCaprio fengi leikaraóskarinn fyrir tveim árum fyrir túlkun sína á auðjöfrinum Howard Hughes í The Aviator en þá tapaði hann fyrir Jamie Foxx sem túlkaði Ray Charles með bravúr. Enn á hann því eftir að vinna þessi eftirsóttu verðlaun. Hann hefur nú gert þrjár myndir með Scorsese.
Hvort að hann þurfi að bíða jafnlengi eftir verðlaununum og uppáhaldsleikstjórinn hans, sem hefur gefið honum bestu leiktækifærin undanfarin ár, skal ósagt látið. En nú fer hann í sviðsljósið fyrir sveindóminn margfræga. Einhver mun eflaust spyrja hann hinnar sígildu og margtuggnu spurningar um hvenær hann hafi misst sveindóminn eftir þessa uppljóstrun.
![]() |
Var hreinn sveinn 17 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 20:10
Óskemmtileg lífsreynsla á Keflavíkurflugvelli

Það vekur mjög mikla athygli að svona ástand sé fyrir það fyrsta á alþjóðaflugvelli á Íslandi. Eins og flestir vita eru hitaskil meginástæða ísingar, það er með vægari veðurbreytingum varðandi lendingarskilyrði á flugbraut. Á alþjóðaflugvelli ætti svona ástand varla að vera stórvandamál, sérstaklega í eins góðu veðri og raun bar vitni í nótt. Það hversu mikið mál þetta er leiðir hugann að stöðu mála á Keflavíkurflugvelli, en í eðlilegri stöðu ætti flugferðin að enda vel þrátt fyrir svona aðstæður.
Það er ekki nema von að hugsað sé hvers vegna svona smávægilegt mál verður að stórmáli. Hefur öryggi á vallarsvæðinu minnkað eftir að við tókum við yfirstjórn þar? Þetta var ekki stórmál meðan að Bandaríkjamenn héldu utan um stöðu mála þar og þetta er mál sem virkar smávægilegt en skiptir máli að sé í lagi. Það að svona gerist á alþjóðaflugvelli vekur spurningar.
![]() |
RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2007 | 17:15
Myndbirtingar frá vettvangi bílslysa
Veit ekki hvort það er einhver algild regla hjá fjölmiðlum í þessum efnum. Sumir fjölmiðlar eru þó meira áberandi í þessu en aðrir eflaust. Hef séð hjá þeim sumum að þeir birta aðeins staðsetningu slyssins á korti. Það er ágætis nálgun á það finnst mér. Þar sem ég hef sjálfur lent í bílslysi finnst mér alltaf mjög stingandi að sjá aðstæður annarra slysa, enda getur aðkoma að svona slysum verið virkilega sjokkerandi og vandséð hvaða erindi þær fréttamyndir eigi í fjölmiðla.
![]() |
Erlend kona á sextugsaldri lést í bílslysinu í gærkvöldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2007 | 16:04
Fyrsti vetrardagur - boðið upp á kjötsúpu

Líst vel á þessa skemmtilegu nýju hefð þeirra í miðbæ Reykjavíkur; að bjóða vegfarendum upp á kjötsúpu. Það er fátt íslenskara en gamla góða kjötsúpan, hún yljar vel og sniðugt að hún sé á boðstólum á fyrsta vetrardegi. Held að þetta sé bara gert í Reykjavík, en mætti sannarlega hugsa um að gera það víðar um landið úti á götu, bjóða fólki upp á heita og góða súpu.
Það klikkar aldrei. Annars er þetta að aukast mjög að valdir séu dagar til að bjóða fólki upp á súpu eða veitingar. Dalvíkingar byrjuðu með þetta á fiskideginum, að bjóða upp á fisk og veitingar, síðan hafa Reykvíkingar boðið upp á vöfflur á menningardeginum og á Akureyrarvöku hafa verið veitingar í miðbænum hér. Þetta er sniðugt og myndar skemmtilega stemmningu.
![]() |
Kjötsúpan yljar á fyrsta vetrardegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 14:36
Er byggingahraðinn orðinn of mikill á Íslandi?

Mér finnst alltaf verða meira áberandi í umræðunni hversu mikið gallar í húsbyggingum hefur aukist til muna. Oftast nær virðist um að kenna miklum hraða í byggingariðnaði og ónákvæmum vinnubrögðum, sérstaklega við meðferð steypunnar. Hef heyrt sögur af þessu víða að byggingarhraðinn sé kominn út úr öllu korti og eðlilegt að hugsa málin aðeins, staldra við og fara yfir stöðuna.
Það er gott að umræða hefst um þennan þátt mála og er orðinn áberandi í fjölmiðlum. Það er ekki langt síðan að talað var um Búsetahúsið hér á Akureyri í Naustahverfi sem byrjaði að síga og úr varð mikið og áberandi fjölmiðlamál. Þetta er fjarri því eina málið sem hefur vakið athygli og er svo komið að mál af þessu tagi eru ótalmörg og sum hafa ratað í fjölmiðlaumræðuna. Það er auðvitað mjög vont fyrir fólk að lenda í því að húsið sé illa gert vegna of mikils hraða og standa eftir með lélega fasteign sem erfitt er að losna við.
Það er vonandi að eitthvað verði hugsað um þessa þætti. Líklega er það eina sem fólk getur í svona málum að leita sér lögfræðiaðstoðar og sótt sinn rétt. Það er hörð og erfið barátta en taka verður á svona málum af hörku frá upphafi.
![]() |
Þýðir ekkert að segja: ég er bara fúskari!" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2007 | 21:24
Glæsileg viðbygging við Grand Hótel

Þá var viss hluti herbergja var til og ég var svo heppinn að gista á fimmtu hæðinni. Aðbúnaður allur er þarna eins og best verður á kosið og sannarlega er Grand Hótel orðið enn glæsilegra hótel en áður. Þegar að ég var þarna í apríl var vinna í fullum gangi við lobbýið og sást þá þegar hversu glæsilegt þetta yrði. Glerlistaverkin setja sterkan svip á viðbygginguna og þar nýtur glæsilegt handbragð Leifs Breiðfjörð sín mjög vel.
Sannarlega glæsileg viðbygging og með þessu er Grand Hótel orðið stærsta hótel landsins og ber þann titil sannarlega með sóma.
![]() |
Stærsta hótel landsins formlega opnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.10.2007 | 10:12
Fangaflug - íkveikja í Vestmannaeyjum
Annars er þetta mál allt mjög dapurlegt. Það er greinilega heljarmikil saga á bakvið þetta dapurlega mál sem er á yfirborðinu og felast í að viðkomandi kona kveikti í íbúð sinni. Það að hún fái þessa meðferð sýnir bara alvarlega stöðu málsins og hlýtur að vera margflókin saga. Vonandi mun rannsókn á málinu ganga vel.
![]() |
Flutt til Selfoss og leidd fyrir dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2007 | 18:00
Umdeildur sakamálaþáttur
Eitt grimmdarlegasta morðmál Íslandssögunnar er morðið á bensínstöðinni í Stóragerði í Reykjavík fyrir tæpum tveim áratugum, þar sem bensínafgreiðslumanni var ráðinn bani árla dags með melspíru. Leitun er að hrottalegra morðmáli hérlendis og eðlilegt að áhugi hafi vaknað hjá umsjónarmönnum þáttanna að kortleggja það í einum þættinum. Átök hafa verið milli aðstandenda þáttanna og fjölskyldu hins látna. Einkum virðist það hafa verið vegna samskiptaleysis við gerð þáttarins um málið og að friðhelgi einkalífs þeirra hefði verið vanvirt.
Þessi þáttur er mér einna helst eftirminnilegur af þeim sem ég hef séð í þessum seríum. Kannski er það vegna þess hversu málið var kaldrifjað og skelfilegt, eða vegna grimmdarinnar í verknaðinum. Er ekki alveg viss. Hinsvegar skil ég vel fjölskyldu mannsins og skil vel þeirra tilfinningar í málinu. Það þarf alltaf að hafa aðgát í nærveru sálar. Mál af þessu tagi skilur eftir sig sár, sár sem eflaust aldrei gróa. Það er með ólíkindum að aðstandendur þáttanna hafi ekki leitað eftir samþykki aðstandenda við að taka málið fyrir.
Heilt yfir finnst mér lágmark þegar að tekið er fyrir mál af þessu tagi sem er sérstaklega viðkvæmt, í ljósi allra aðstæðna, að reynt sé að hafa samráð við fjölskylduna um framsetningu þáttarins eða hvort að hún vilji umfjöllun um málið. Í grunninn hlýtur allt siðmenntað fólk að taka undir það. Dómurinn er nokkuð afgerandi en mér finnst rétt að hugsa til mannlegra tilfinninga við gerð svona efnis, einkum þegar að fjallað er um morðmál sem skildi eftir fjölskyldu í sárum.
![]() |
RÚV sýknað af bótakröfu vegna heimildarmyndar um morð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2007 | 15:48
Golfferð verður að golflausri fjölskylduferð

Mér finnst Ólafur golfari ótrúlega brosmildur yfir því að hafa misst af golfinu úti í Bandaríkjunum, vera í golflausri fjölskylduferð vegna þess að hann fékk ekki golfsettið sent út. Ég er einn þeirra sem hef aldrei fundið mig í golfinu algjörlega. Hef þó prófað það og haft gaman af. Eflaust kemur þetta með aldrinum.
Þekki ansi marga golfara sem myndu verða rauðari í framan en Rúdolf með rauða trýnið yfir að fara í golfferð án settsins en Ólafur tekur þessu greinilega af ró, enda er svo margt hægt að gera á Flórída. Sannarlega yndislegur staður.
![]() |
Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2007 | 12:45
Glæpsamleg skemmtiatriði á barnum

Það er nú reyndar vandséð hverjum hún eigi að hafa verið að vinna skaða með athæfi sínu, sem hún var vel meðvituð um. Sé reyndar fyrir mér viðbrögð hörðustu femínistanna sem lesa þessa frétt og eru sennilega gapandi hissa yfir skemmtiatriðum gengilbeinunnar. Hún flippaði kannski yfir um, en hún er ákærð fyrir brot á áfengislöggjöfinni. Veit ekki hvort er skondnara það eða atriðið sem slíkt.
Fannst reyndar fyndnast að kráareigandinn var sektaður líka fyrir að hafa ekki stöðvað aumingja konuna af við það sem hún ákvað sjálf. Finnst nú siðsemin hafa tekið einum of mikið völdin þarna. En spurningin hlýtur í grunninn að vera; hvaða lög braut konan í raun og veru? Særði hún kannski helst stolt vissra einstaklinga með athæfi sínu?
![]() |
Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)