Færsluflokkur: Dægurmál
25.10.2007 | 00:18
Ísland fær sína stundarfrægð í Grey´s Anatomy

Það leikur lítill vafi á því að Grey´s Anatomy er einn heitasti þátturinn vestanhafs. Nú er Ísland að fá sína stundarfrægð í þeim þætti, minnst er á landið í hugleiðingum dauðvona sjúklings sem vill fá að kveðja þennan heim sáttur við lífið og tilveruna á Íslandi. Það er ánægjulegt að Ísland fái þessa frægð og vonandi getum við notað þetta sviðsljós eitthvað. Þetta gefur okkur vonandi færi á fleiri ferðamönnum til landsins og því að Bandaríkjamenn líta til litlu eyjarinnar í norðri og vilji koma hingað og upplifa náttúruna frá öllum hliðum.
Síðustu mánuði hafa fjöldamargar stjörnur verið að kynna Ísland með mjög áberandi hætti. Meðal þeirra má nefna óskarsverðlaunaleikkonuna Jodie Foster og 24-leikarann Kiefer Sutherland. Það eru ekki mörg ár frá því að Ísland komst vel á kortið í tveim bandarískum þáttum, þó með mjög ólíkum hætti. Fyrra tilfellið var í The West Wing, sem hefur reyndar því miður runnið sitt skeið á enda, en það var öllu meira mitt áhugasvið í sjónvarpi að horfa á þá þætti. Þar var minnst á við forseta þáttanna, Martin Sheen, að sinfóníuhljómsveitin myndi leika í tónlistarhúsi í Washington og skemmtilegur söguþráður spannst út frá því.
Í hinu tilfellinu voru það mafíuþættirnir frábæru um Soprano-fjölskylduna. Þar voru mafíufélagarnir að gamna sér með íslenskum flugfreyjum í ansi skemmtilegu atriði og þar bar Ísland á góma með skondnum hætti. Ólík atriði en Ísland fékk sína stundarfrægð. Það er ekki síður skemmtilegt að heyra af því að minnst sé á landið okkar í þessum vinsæla þætti og vonandi koma góð tækifæri útfrá því, eins og nú er að sýna sig með auknum áhuga á landinu.
![]() |
Ísland í Grey's Anatomy þættinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 19:54
Hamfarir á Hollywood-skala í Kaliforníu

Náttúruhamfarirnar eru með því versta sem yfir Bandaríkin hefur dunið í manna minnum. Ljóst er að uppbyggingarstarf muni taka langan tíma enda eyðileggingin gríðarleg. Ljóst er að eldarnir hafa valdið mun meira eigna- og fjártjóni en aðrar náttúruhamfarir síðustu árin, ef Katrín er undanskilin.
Hugur allra er þessa dagana hjá íbúum Kaliforníu, þeirra sem eru á flótta frá heimilum sínum og þurfa aðstoðar við á komandi árum, hafa orðið fyrir eignatjóni. Fréttamyndirnar eru sláandi en mestu skiptir að rétt sé tekið á málum og fólk viti að allt er gert sem í mannlegu valdi er mögulegt.
![]() |
Tjón af völdum eldanna í Kaliforníu komið yfir milljarð dollara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 16:11
Veðramót drottnar yfir Edduverðlaununum

Annað sem vekur athygli er að Astrópía fær engar tilnefningar fyrir leik, en fyrirfram átti ég von á að Pétur Jóhann Sigfússon eða Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir yrðu tilnefnd, en Pétur Jóhann er aftur á móti tilnefndur fyrir leik sinn í Næturvaktinni, en þar er hann gjörsamlega að brillera í hlutverki bensíntittsins Ólafs Ragnars. Næturvaktin er að sjálfsögðu tilnefnt sem besta leikna efni ársins. Mjög vel gerðir, fyndnir og vel skrifaðir þættir - hiklaust afgerandi sönnun þess að við getum vel gert góða gamanþætti í sjónvarpi og þjóðin er hrifin af svona efni. Það sést vel á viðtökunum sem þættirnir hafa fengið.
Finnst reyndar verulega hallærislegt hjá þeim sem sjá um verðlaunin að hafa saman frammistöður karla og kvenna í leikaraflokkum í aðal- og aukahlutverki. Það er allverulega dapurt að mínu mati og vert mikillar umhugsunar. Þó að lítið sé framleitt af íslensku efni er alveg út í hött að sameina þessa flokka. Það er þá hreinlega best að sleppa þeim. Það er þó mikið af gæðaleikurum tilnefnt til leikaraverðlauna. Hera Hilmarsdóttir og Jörundur Ragnarsson voru virkilega góð í Veðramótum og koma sannarlega sterklega til greina í sínum flokkum.
Heilt yfir er nokkuð ljóst að Veðramót muni verða stór sigurvegari þann 11. nóvember. Það væri líka mjög verðskuldað. Ég skrifaði kvikmyndagagnrýni um hana á film.is og fór þar yfir mitt mat á myndinni. Var mjög ánægður með hana, en hún skildi líka mikið eftir sig. Það er mjög öruggt veðmál allavega að spá Guðnýju Halldórsdóttur og hennar fólki góðs gengis á Edduverðlaununum þetta árið. Guðný var sigursæl á fyrstu Edduverðlaunahátíðinni fyrir um áratug, en þá hlaut Ungfrúin góða og húsið öll helstu verðlaunin og Guðný var valin besti leikstjórinn. Líklega mun hún ná því aftur nú.
Það kemur ekki að óvörum að lista- og menningarþættirnir Kiljan og 07/08 bíó - leikhús hafi fengið tilnefningu. Báðir þættir eru vel gerðir og með því allra besta sem er í kassanum en aftur á móti vekur talsverða athygli að sjá þátt eins og Útsvar tilnefndan. Held að flestir veðji á Syndir feðranna og Kompás í sínum flokkum. Margt fleira er áhugavert í þessum kapal en nú fær þjóðin að velja fimm bestu sjónvarpsþættina sem símakosning er svo um kvöldið sem verðlaunin eru afhent.
Held þó að lítið verði um spennu á Eddunni þetta árið. Þetta verður hátíð Veðramóta fyrst og fremst. Lítill vafi þar á.
Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007
![]() |
Veðramót fékk 11 tilefningar til Edduverðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 14:08
Gullslegnir farsímar vekja mikla lukku
Það virðist ekki vera mikil fátækt í landinu ef marka má mikla sölu á gullslegnum farsímum sem kosta um 170 þúsund krónur. Nema þá að til séu tvær stéttir fólks kannski, allavega getur varla verið að allir hafi efni á að eiga tvö til þrjú svona stykki eins og segir í fréttinni. Kannski er standardinn í samfélaginu orðinn svo háleitur að annaðhvort kaupirðu það flottasta eða sleppir því að hugsa um það.
Það er allavega greinilegt að margir láta sig hafa það að eyða svona fúlgu í símann sinn. Ég hef átt farsíma í rúman áratug, en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei keypt rándýra farsíma, en skipti jafnan um annað hvert ár hið minnsta. Finnst það svolítið of mikið í lagt að borga um 200 þúsund krónur fyrir símann. En þetta virðist vera tískan. Ætli að þetta verði kannski stærsta jólagjöfin í ár, að hjón borgi á fjórða hundrað þúsund í síma handa hvoru öðru. Má vera. Þetta hlýtur allavega að vekja spurningar um velsældina í samfélaginu.
Það getur varla verið að fólk sé á flæðiskeri statt sem leggur í þannig kaup. Standardinn í samfélaginu er að verða svolítið þannig að fólk er grande á hlutunum, hefur einfaldan smekk og velur aðeins það besta, eins og Páll Magnússon sagði forðum.
![]() |
Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 11:26
Háskaakstur í Reykjavík - mildi að ekki fór illa
Það er auðvitað algjört sjálfskaparvíti að stunda hraðakstur inni í miðri borg og getur farið verulega illa. Það er hreinasta mildi að í þessu tilfelli skyldi ekki verða stórslys allavega. Þetta er dapurleg þróun, enda virðist vera sama þó að klifað sé á því að hraðakstur eða hreinn kappakstur geti orðið fólki að bana að staðan virðist lítið sem ekkert breytast til hins betra. Það þarf að stokka málin upp enn frekar og reyna að vinna bug á þessu vandamáli.
Það hefur reyndar oft verið rætt hvort að breyta þurfi ökunámi á Íslandi og eyða meira púðri í djúpa innrætingu. Það er margt til í því. Eitthvað þarf allavega að gera. Það blasir við. Þetta er þróun sem á ekki að sætta sig við. Til þess er hún enda í senn bæði of drungaleg og sorgleg.
![]() |
Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2007 | 01:26
Kalifornía brennur - skelfilegar náttúruhamfarir
Það er alveg sláandi að fylgjast með fréttum af skógareldunum í Kaliforníu og sjá stöðu mála þar. Fylkið er lamað vegna þessara mestu náttúruhamfara áratugum saman og það er skelfilegt að fylgjast með húsum brenna, fólki á flótta og eyðileggingu sem blasir við. Ekki er við neitt ráðið og umfang eldanna aukast sífellt. Þetta minnir einna helst á þá skelfingu sem við blasti í skógareldunum í Grikklandi fyrir nokkrum vikum og ljóst að erfitt uppbyggingarstarf tekur við á þessum slóðum.
Horfði lengi á fréttastöðvarnar í kvöld og leit á umfjöllun um málið. Þar var talað við fræga fólkið í Kaliforníu, almenning og þá sem eru að reyna að ná stjórn á þessum skelfilegu eldum. Það er viss upplifun að fylgjast með þessu, enn betra er að heyra umfjöllun um málið frá Íslendingum á svæðinu, t.d. frá Steinunni Ólínu sem hefur komið með góðar lýsingar á stöðu mála.
Það verður áhugavert að fylgjast með fréttum næstu dagana frá Kaliforníu. Fylkið brennur og þetta eru hamfarir af svipaðri stærðargráðu og er fellibylurinn Katrín gekk yfir, en með öðrum formerkjum. Það er vonandi að stjórnvöld nái að halda betur utan um þetta skelfilega mál en það hið fyrra.
![]() |
Steinunn Ólína: San Diego lömuð vegna skógareldanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 00:45
Nicole Kidman bætir á sig aukakílóum

Það eru að verða tveir áratugir síðan að Nicole Kidman komst á kortið sem leikkona. Það var í kvikmyndinni Dead Calm árið 1989. Hún er án nokkurs vafa ein sterkasta kvikmyndin frá Eyjaálfu í seinni tíma kvikmyndasögu, ef Piano, er undanskilin. Hún var byggð á frægri sögu Charles Williams, sem segir frá hjónum sem verða vör við mannlausa skútu á leið sinni. Ævintýri þeirra verða mikil og að því kemur að þau verða að berjast fyrir lífi sínu í grimmri baráttu. Það voru aðeins þrír leikarar að heita má í myndinni; Kidman, Sam Neill og Billy Zane, og hún var í senn bæði spennandi og dulúðug, flott blanda.
Eftir það náði hún á toppinn og fékk þau tækifæri sem allar leikkonur dreymir um að eignast. Hún lék á móti Tom Cruise árið eftir í Days of Thunder og eitt umtalaðasta ástarsamband seinni tíma kvikmyndasögu hófst. Þau léku saman í tveim öðrum myndum næsta áratuginn; vesturfaramyndinni Far and Away og hinni erótísku Eyes Wide Shut, sem varð síðasta kvikmynd snillingsins Stanley Kubrick. Flestir töldu fjölmiðlavænt samband Tom Cruise og Nicole Kidman skothelt í gegn, enda á yfirborðinu sterkt. Það sprakk þó í loft upp með hvössum fjölmiðlayfirlýsingum árið 2001, ári eftir að þau brostu í gegnum tárin saman þegar að Tom Cruise tapaði óskarnum enn eina ferðina, þá fyrir Sir Michael Caine.
Síðan hefur Nicole Kidman orðið mun sterkari í bransanum en Tom Cruise, sem hefur sigið nokkuð, en Kidman tókst fyrir nokkrum árum að vinna óskarinn, fyrir leik sinn á Virginiu Woolf í The Hours, sem var markmið Cruise með mjög áberandi hætti. Hún var þó ekki þokkadísin mikla í myndinni sem færði henni eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun heims. Kidman setti á sig stórt gervinef og hún var nær óþekkjanleg og með hárið litað svart. Rauða hárið hefur verið eitt helsta vörumerki Nicole Kidman. Það varð sennilega eftirminnilegast í kvikmyndinni Moulin Rouge, þar sem hún brilleraði í hlutverki þokkadísarinnar Satine.
Hún hefur náð að túlka sterka kvenkaraktera með bravúr og nægir þar að nefna Suzanne í To Die For, Isabel í Portrait of a Lady, Grace í The Others (sem er reyndar með allra bestu draugamyndum og fléttu í kvikmyndum seinni ára), Silviu í The Interpreter, Ada í Cold Mountain, Anna í Birth, Grace í Dogville að ógleymdri Nadiu í Birthday Girl. Eflaust verður túlkun hennar á Hönnu í The Reader ekki síðri og verður sérstaklega áhugavert að sjá hversu mikið hún muni bæta á sig til að fylla upp í karakterinn.
![]() |
Kidman bætir á sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 15:30
Skammlíft hjónaband með 58 ára aldursmun

Reinaldo hafði verið fjölskylduvinur Adelfu frá því að hann var strákur og verið undir eftirliti hennar í fjöldamörg ár. Ástin þeirra á milli var greinilega heit og milli þeirra höfðu verið tilfinningar, heitar mjög, um nokkurra ára skeið. Brúðkaupið vakti enn einu sinni umræður um hvort aldursbilið skipti raunverulegu máli í ástarsambandi. Oft hefur þó verið sagt að ástin brúi ólík landamæri, þar á meðal aldursmörkin.
Einhverjar kjaftasögur munu eflaust heyrast þess efnis að Reinaldo hafi misnotað sér stöðu hinnar gömlu konu og hafi viljað eignast arf eftir hana, aðrir tala um að ástin hafi fengið snöggan endi án þess að hjónabandið fengi að blómstra. Það kom vel fram þegar að þau giftu sig að ástin var ósvikin. Eitt er þó víst að Reinaldo erfir nú allar eigur eiginkonunnar, sem hann fékk þó aðeins að njóta í um mánuð.
Ætli að það muni ekki langur tími líða áður en við heyrum af hjónabandi með tæplega sex áratuga aldursmun þeirra sem giftast. En eflaust er það eilíft hitamál hvort að aldur sé afstætt hugtak þegar að kemur að giftingu og auðvitað ástinni sjálfri.
![]() |
82 ára gömul brúður er látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 13:30
Sorglegar fréttir frá Portúgal

Sá líka viðtöl við heimamenn þarna sem greinilega hafa kynnst því vel hversu ægifögur ströndin getur verið. Þarna hafa áður verið slys að mér skilst. Það er reyndar vandfundnir fallegri staðir á yndislegum degi en strendurnar á Algarve-svæðinu.
En fegurðin sem þar er getur breyst í viðsjárverðar hættur eins og hendi sé veifað. Það er vonandi að þetta slys verði víti til varnaðar hvað það varðar að sjórinn getur orðið hættulegur í vissum aðstæðum.
![]() |
Hjón drukknuðu er þau reyndu að bjarga börnunum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2007 | 01:34
Merkileg tíðindi af skjálftahrinum

Það er auðvitað öllum ljóst að Ísland er land sem ávallt er í mótun en það er auðvitað visst áhyggjuefni ef þetta er þróun mála. Páll sem er einn af okkar færustu jarðeðlisfræðingum spáir áralöngum óróa á þessu svæði og jafnvel langvinnum eldgosum en þó varla tilkomumiklum. Það verður áhugavert að sjá þróun þessa.
Eins og við höfum svo oft verið minnt á lifum við á landi sem hefur verið í mótun um aldir. Eldgos hafa sýnt okkur það vel og nægir þar helst að minnast eldgossins einstaka á Bárðarbungu fyrir áratug sem varð undanfari Skeiðarárhlaups sem flestum er í minnum haft vegna í senn tilkomumikilla og skelfilegra eftirmála. Svipmyndir þess eru okkur öllum í huga.
Nú styttist óðum í að Kárahnjúkavirkjun fari á fullt í raforkuframleiðslu og vinnutíma þar ljúki. Það hefur verið talað árum saman um mögulegar afleiðingar hinna miklu framkvæmda á hálendinu. Varað hefur verið harkalegum afleiðingum og kvikuhreyfingum á svæðinu. Það verður sannarlega áhugavert að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér á þessu svæði.
![]() |
Jarðskjálftar við Upptyppinga benda til kvikuhreyfinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)