Skammlíft hjónaband með 58 ára aldursmun

Adelfa Volpes og Reinaldo Waveqche Ekki stóð hún lengi hjónabandssælan hjá hinni 82 ára gömlu Adelfu og hinum 24 ára unga Reinaldo. Innan við mánuði eftir að þetta umdeilda hjónaband, sem einkenndist fyrst og fremst af 58 ára aldursmun hjónanna, hófst er Adelfa látin. Brúðkaupið sem var að mestu óformlegt vakti heimsathygli, enda ekki beinlínis á hverjum degi sem að tvær gjörólíkar kynslóðir sameinast með þessum hætti.

Reinaldo hafði verið fjölskylduvinur Adelfu frá því að hann var strákur og verið undir eftirliti hennar í fjöldamörg ár. Ástin þeirra á milli var greinilega heit og milli þeirra höfðu verið tilfinningar, heitar mjög, um nokkurra ára skeið. Brúðkaupið vakti enn einu sinni umræður um hvort aldursbilið skipti raunverulegu máli í ástarsambandi. Oft hefur þó verið sagt að ástin brúi ólík landamæri, þar á meðal aldursmörkin.

Einhverjar kjaftasögur munu eflaust heyrast þess efnis að Reinaldo hafi misnotað sér stöðu hinnar gömlu konu og hafi viljað eignast arf eftir hana, aðrir tala um að ástin hafi fengið snöggan endi án þess að hjónabandið fengi að blómstra. Það kom vel fram þegar að þau giftu sig að ástin var ósvikin. Eitt er þó víst að Reinaldo erfir nú allar eigur eiginkonunnar, sem hann fékk þó aðeins að njóta í um mánuð.

Ætli að það muni ekki langur tími líða áður en við heyrum af hjónabandi með tæplega sex áratuga aldursmun þeirra sem giftast. En eflaust er það eilíft hitamál hvort að aldur sé afstætt hugtak þegar að kemur að giftingu og auðvitað ástinni sjálfri.

mbl.is 82 ára gömul brúður er látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband