Færsluflokkur: Dægurmál
22.10.2007 | 15:59
Vilhjálmur Einarsson sagður látinn í Fréttablaðinu
Fréttablaðið afsakar svo mistökin í blaði sínu í dag skilst mér, enda eðlilegt, en þetta eru mjög pínleg mistök. En mikið hlýtur það að vera ömurlegt að sjá sjálfan sig nefndan með þessum hætti og væntanlega hefur frjálsíþróttakappanum forna varla verið hlátur í huga við að lesa blaðið í gær.
22.10.2007 | 14:08
Sagan endalausa

Þó að Stevens lávarður viðhafi mjög sterk orð um það að McCann-hjónin hafa orðið sakborningar á mjög veikum grunni er ég sammála flestu því sem hann segir, t.d. um rannsóknina og lykilpunkta hans. Það er t.d. ekki hægt annað en að taka undir það mat hans að portúgalska lögreglan hafi gjörsamlega klúðrað þessari rannsókn, strax á upphafsreitnum. Það hvernig þeir fóru t.d. með íbúðina, vettvang hvarfs stelpunnar, fyrsta sólarhringinn og lykilatriði var skólabókardæmi um hvernig ekki á að vinna sakamálarannsókn.
Það er auðvitað alveg rétt að gögnin sem eru fyrir hendi til að varpa grun á hjónin eru verulega veik. Ella hefðu þau strax verið ákærð og verið lokuð hreinlega inni. Vangaveltur um sýnin voru í upphafi að mati fjölmiðla sterk en áhugaleysi þeirra á þeim hluta málsins síðustu vikur sýnir betur hvað mál portúgölsku lögreglunnar sé veikt í alla staði. Reyndar finnst mér fjölmiðlaumfjöllun um málið hafa minnkað síðustu vikur, það er kannski eðlilegt enda er erfitt að hafa það sem fyrstu frétt þegar að ekkert er áberandi að gerast.
Mér finnst Stevens lávarður reyndar ansi djarfur að tala um galdraofsóknir. En hinsvegar er ekki hægt annað en taka undir það að hafi Portúgalar viljað beina grun að foreldrunum áttu þeir að byrja á að kanna hvort þau hafi verið sakborningar strax í upphafi. Það er reyndar ansi margt sem bendir til að málið sé fast í verulegum ógöngum og ekkert muni upplýsast. Það er sorglegasta niðurstaða málsins ef aldrei verður varpað ljósi á hvað gerðist í maíbyrjun í Praia de Luz.
![]() |
McCann-hjónin fórnarlömb hræðilegra galdraofsókna" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 22:46
Leyndarhjúpnum um kynhneigð Dumbledore aflétt
Það eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að sögulok urðu í ævintýrasögum J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter. Það er mjög athyglisvert að Rowling hafi nú, kannski fyrir tilviljun og jafnvel líka til að stuða aðdáendur bókanna um allan heim, upplýst að galdrameistarinn Dumbledore hafi verið samkynhneigður. Þetta er merkileg viðbót á karakterinn og söguna auðvitað, en ég verð að viðurkenna að ég sá ekki karakterinn fyrir mér sem homma í túlkun Michael Gambon og þaðan af síður Richard Harris.
Bækurnar um Harry Potter komu út sjö talsins á tíu ára tímabili og hafa allar notið mikilla vinsælda. Langar biðraðir hafa myndast í hvert skipti eftir þeim. Fyrsta bókin, Harry Potter og viskusteinninn, er ein mest selda bók heims, sú níunda eða tíunda mest selda að mig minnir, naut allavega gríðarlegra vinsælda. Áhuginn fyrir bókunum hefur alltaf verið mikill og hefur æðið sem myndaðist utan um ævintýrabálkinn verið áberandi. Fá ævintýri hafa náð betur til fólks á öllum aldri og eitt er víst að lesendahópurinn er ekki bara börn eða unglingar. Bækurnar hafa enda verið fjölskyldulesning og áhuginn eftir því.
Bækurnar um Harry Potter hafa opnað magnaðan ævintýraheim. Sennilega er J.K. Rowling fjarri því besti rithöfundur sögunnar en henni tókst með ævintýralegum hætti að búa til heim sem lesendur gátu gleymt sér í og fangaði ævintýraþörf fólks. Þetta er ekki ósvipað og Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien. Flestir muna eftir tilhlökkuninni eftir myndunum þrem á hinum gömlu og góðu bókum, sem fæstir höfðu lesið áður en þeir sáu fyrstu myndina. Það varð visst spennufall hjá aðdáendum sagnanna þegar að þriðja og síðasta myndin varð opinber og sama mun eflaust gerast meðal aðdáenda Harry Potter nú, sem geta þó beðið eftir næstu tveim kvikmyndum.
Dumbledore hefur verið ein helsta persónan í sögunni. Nú hefur Rowling komið með þessa uppljóstrun seint og um síðir. Allir sannir aðdáendur eru búnir að lesa söguna og hafa heyrt um endalokin. Írski leikarinn Richard Harris skapaði karakterinn í upphafi og birtist í tveim fyrstu myndunum; Harry Potter og viskusteinninn og Harry Potter og leyniklefinn. Hann þrælpassaði í karakterinn. Seinni myndin varð hans síðasta á litríkum leikferli, en hann lést árið 2002 úr Hodgkins sjúkdómnum. Við hlutverkinu tók Michael Gambon, sem hefur leikið Dumbledore vel en fjarri því náð að toppa Harris.
Richard Harris var jafnan táknmynd karlmennskunnar á leikferli sínum, enda mikið hörkutól og jafnan í hlutverki slíkra kappa, og verður áhugavert að sjá hann í hlutverki Dumbledore eftir þessa uppljóstrun um karakterinn frá höfundi bókanna. Það verður eflaust stúderað karakterinn betur eftir þetta og reynt að horfa undir skelina hans. Heilt yfir er merkilegt að Rowling færi heim bókanna í þessa átt og fróðlegt væri að vita hvort fleiri leyndardómar séu þar undir niðri.
Kannski er þetta auglýsingatrix til að undirbúa okkur fyrir framhald um Potter. Rowling hefur neitað árum saman að bækurnar verði fleiri en sjö. En það er oft erfitt að segja aldrei í þessum efnum þegar að peningar eru annars vegar. J.K. Rowling varð ein ríkasta kona heims á þessum bókum - þarf svosem varla að skrifa nema að hún kæri sig um. En kannski er verið að horfa til þess að bæta við. Hver veit.
![]() |
Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.10.2007 | 23:02
Pressan fær aldrei nóg af Britney Spears

Annars er það litla sem heitir orðið líf hjá Britney komið í rúst. Hún er búin að missa börnin vegna óreglu og glyðrulífernis og er á hraðferð að mér sýnist til glötunar. Það er varla stórfrétt fyrir hana að keyra á fótinn á þessum ljósmyndara, enda hafa ljósmyndarar elt hana um allt og eru mjög aðgangsharðir í því markmiði að ná myndum. Annars skilur maður ekki þennan endalausa áhuga, þetta er held ég að enda sem manía hin mesta.
Það verður eflaust áhugavert fyrir einhverja að sjá hvað gerist næst í lífi þessarar konu á þrítugsaldri, en ég vona að fólk leyfi henni að lifa sínu lífi bara í friði.
![]() |
Britney ók yfir fótinn á ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.10.2007 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2007 | 11:50
Dómi í myndsímamálinu snúið við í Hæstarétti
Ég man að fyrri dómurinn var umtalaður í samfélaginu, skrifaði ég um færslu um málið þá og komu yfir 30 komment að mig minnir. Þessi dómur í hæstarétti tekur þá afstöðu sem flestir töluðu fyrir í umræðunum í mars. Heilt yfir vakti þetta mál til umhugsunar og það var af hinu góða vissulega. Hinsvegar má velta því fyrir sér hvort dómurinn sé ekki alltof vægur miðað við allt.
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka nektarmyndir í heimildarleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 11:37
Notalegt morgunspjall hjá Gesti og Hrafnhildi

Það er vonandi að einhverjir hafi haft gaman af þessu. Naut þessa allavega mjög. Við Gestur Einar ræddum vel fyrir og eftir viðtalið og það var ánægjulegt að fá sér kaffibolla og tala vítt og breitt um þetta. Sérstaklega var rætt um landsleikinn í gær (skelfileg úrslit það) og pólitíkina í borginni, sem er sannarlega mál málanna. Var sérstaklega spurt mig að því hvort að það sé auðvelt að vera með mjög opinská skrif, beittur í greiningu. Finnst mér það ekki mikið vandamál, hér er talað hreint út og þar er litið bæði inn í minn flokk eins og alla aðra.
Hefði annars aldrei órað fyrir því þegar að ég byrjaði að blogga í september 2002 að ég ætti eftir að enda í viðtali sem einhvers konar hugsuður og sérfræðingur í bloggmálum! Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem ég mæti til Gests Einars og Hrafnhildar, gagngert til að ræða bloggið. Ég fer ekkert leynt með það að ég er mjög ástfanginn af blogginu og því sem gerist þar. Hreifst af þessum vettvangi allt frá fyrsta degi og hef verið háður honum síðan.
Vona að aðrir hafi haft gaman af viðtalinu. Þetta var allavega notaleg og góð morgunstund.
Bloggviðtal við SFS - 181007
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.10.2007 | 10:48
Brúðkaupshugleiðingar settar í biðferli

En það má kannski segja líka hvort að þetta fólk lifi bókstaflega í öðrum heimi. Það mætti halda það af öllum glamúrnum og glæsileikanum sem blasir við dagsdaglega. Ljósmyndarar fylgja jafnan eftir daglega og friðurinn fyrir fjölmiðlum er takmarkaður. Flestir njóta athyglinnar sem fylgir fjölmiðlum en ég held að endalaus þunginn verði ekki ákjósanlegur fyrir neinn er yfir lýkur. Það hlýtur að þurfa sterk bein til að þola þennan þunga. Margir hafa sligast af honum dæmi eru um að konungleg hjónabönd hafi runnið út í sandinn vegna slíks þunga.
Fannst svolítið fyndið að lesa þessa umfjöllun um væntanlegt brúðkaup Viktoríu, Svíaprinsessu, og einkaþjálfarans Daniel Westling. Þar sem að Jóakim, Danaprins, er að fara að gifta sig þarf hún að fara í biðröð með sitt hjúskaparferli. Kannski er þetta einna helst til marks um það að þarna snýst allt um hefðir og venjur umfram allt - ástin fylgir með sem aukahlutur. Þar sem að Viktoría hefur verið í tilhugalífinu með Daníel árum saman er svolítið kaldhæðnislegt að þau þurfi að bíða eftir að hjónabandsferli Jóakims ljúki.
En ástin er ekki sett í fyrsta sætið í þessum bransa heldur hefðirnar. Þetta er nokkuð fyndið séð frá sjónarhóli okkar hinna venjulegu óneitanlega.
![]() |
Jóakim spillir brúðkaupsáætlunum Viktoríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 00:05
Spaugstofan fer yfir REI-málið með glæsibrag
Spaugstofan hefur jafnan verið best í stuttum þáttum með heilsteyptum hætti um eitt lykilmál í kastljósi fjölmiðlanna - þáttur unninn í hraða stórmálanna. Þetta er með því besta hjá þeim til þessa og sérstaklega gott að sjá REI-málið, eins svart og ömurlegt og það er allt frá a-ö, tekið fyrir með húmorískum töktum. Spaugstofan fór á kostum í sinni úttekt altént.
Þáttur Spaugstofunnar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2007 | 21:19
Lausir endar í REI-málinu - umbi vill upplýsingar

Kjaftasögur segja að Björn Ingi sé byrjaður að líta annað, eða svo sagði í fréttum í kvöld. Sumir segja að ræða hans í dag hafi sýnt það. Má vera, allavega sagði hann ekkert sem skipti máli í dag, nema þá það að hann er orðinn hugsi yfir Sjálfstæðisflokknum og vill halda áfram í orkuútrásinni, gambla semsagt með peninga skattborgara. Kemur varla að óvörum, enda eftirmaður Alfreðs nokkurs Þorsteinssonar, stórfjárhættuspilara á Bæjarhálsinum í rúman áratug. Hinsvegar kom fram í máli borgarstjóra og formanns borgarráðs að sjá ætti til í sex til sjö vikur og fara í eitthvað óskiljanlegt ferli.
Ég spyr, getur meirihlutinn í borginni lifað við stöðuna sem uppi er í þessum málum í sex til sjö vikur? Er þetta á vetur setjandi í raun og veru? Það finnst mér ósennilegt. Þetta er tímasprengja sem þetta lið situr á. Í raun og veru finnst mér það. Eftir hverju á að bíða? Er þetta ástand sem meirihlutafulltrúum er áhugasamt um að halda lifandi? Eða á kannski bara að bíða og vona með að það deyji út - reiði almennings og flokksmanna gufi upp eins og óveðursskýin? Það má vel vera að einhverjir telji þetta vera mál sem geti verið óskýrt vikum saman en ég tel svo varla geta verið.
Nú hefur umboðsmaður Alþingis óskað eftir skýrum svörum í þessu máli og framundan er flýtimeðferð á dómsmáli til að skera úr um lögmæti hluthafafundar. Það er eðlilegt ferli. Það verður að fá skýr svör og öll spilin á borðið. Björn Ingi Hrafnsson beit reyndar höfuðið af skömminni þegar að hann sagðist á fundinum í dag vilja boða til annars hluthafafundar og fara yfir málin aftur. Bíddu nú hægur, af hverju var það ekki gert síðast? Af hverju lá svona mikið á? Skil þetta engan veginn. Svar hefur heldur aldrei komið almennilega á þessum ógurlega hraða sem var fyrir neðan allt.
Þetta REI-mál er engum til sóma. Það er alveg deginum ljósara. Verra er þó að þessi óvissa með stjórn mála eigi að dankast vikum saman. Ætla sjálfstæðismenn að búa við þá óvissu svo lengi? Harla ólíklegt finnst mér að nokkur sé sáttur við þessa bið. Það vakti athygli í kvöld að Dagur B. Eggertsson talaði fram og aftur bara um borgarstjórann. Björn Ingi var þar varla nefndur á nafn, en það er nú bara þannig að þeir eru báðir í snörunni saman í þessu máli. Er Dagur byrjaður að reyna að sleikja upp Binga sjálfan alveg á fullu?
![]() |
Umboðsmaður Alþingis óskar upplýsinga um REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 20:21
Kveikt á friðarsúlu í minningu meistara Lennons

Þetta var stutt en merkileg stund. Stutt ávörp voru þar í upphafi. Í sjálfu sér þarf ekki að tala lengi við þetta tilefni, enda held ég að lag Lennons, Imagine, sé þar mest viðeigandi. Það segir alltaf svo mikið eitt og sér. Það er erfitt að segja til um hvaða hlutverk þessi friðarsúla muni tákna. Hún var umdeild í huga margra og talað var um að hlutverk hennar skipti ekki máli. Er ég ekki sammála því. Mér finnst þetta ánægjulegt skref, enda eigum við öll að láta þau meginstef sem fylgja tilvist friðarsúlunnar okkur mikils varða.
John Lennon setti að mínu mati eftirminnilegast mark á tónlistarsögu 20. aldarinnar. Nú um þessar mundir eru 27 ár frá því að hann var myrtur í New York. Lennon og hljómsveit hans, The Beatles, slógu í gegn og unnu sér frægð fyrir ógleymanlega tónlist í upphafi sjöunda áratugarins. Framlag Bítlanna og Lennon varð til þess að breyta gangi sögu tónlistarinnar - ekkert varð samt eftir að þeir komu til sögunnar í tónlistinni. Bítlarnir liðu undir lok árið 1970. Seinustu ár ævi sinnar gaf Lennon út tónlist einn síns liðs á sólóferli eða með eiginkonu sinni, Yoko Ono. Hún hefur staðið vörð um minningu hans.
Mér finnst það viðeigandi að heiðra minningu Lennons og tel hið besta mál að þetta verði hér á Íslandi. Lega landsins gerir það að verkum að það er mitt á milli austurs og vesturs og greinilega er Ísland valið til að birtunni stafi héðan um allan heiminn, enda miðja vegu milli risaveldanna. Það er okkur heiður að Yoko hafi horft til Íslands í þessum efnum og við eigum að taka þann friðarboðskap sem í súlunni til okkar og hugleiða hann þá daga sem kveikt er á henni. Skilaboðin eiga að vera skýr og eftirminnileg.
Eitt þekktasta lag Lennons er fyrrnefnt Imagine. Er það ekki annars uppáhaldslag okkar allra? Ég held það. Sannarlega tær snilld - best að birta ljóðið hérmeð (lagið er í spilaranum hér á síðunni).
Imagine there's no heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today...
Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one.
![]() |
Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)