25.1.2007 | 21:43
Viðtal á Stöð 2 - hugleiðingar um umdeilt framboð
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sjöunda tímanum var sýnt viðtal Björns Þorlákssonar við mig þar sem ég fer yfir skoðanir mínar á pólitískri endurkomu Árna Johnsen. Ég hef nokkuð skrifað um þau mál hér síðustu vikurnar og skrifaði síðasta pistilinn um það á þriðjudag. Það voru afgerandi skrif, rétt eins og hin fyrri. Það er hið eina rétta að tala hreint út í þessum efnum. Þetta viðtal gekk vel og það kom mjög vel fram á Stöð 2 í klipptri útgáfu þess meginhlutinn af því sem ég hef um málið að segja.
Mér dettur ekki annað í hug en að tala tæpitungulaust um málið. Það er heiðarlegt og gott. Hef fengið mikil viðbrögð við skrifum mínum síðustu vikurnar, langflest eru þau á þá leið að taka algjörlega undir það sem ég hef haft um þetta mál að segja. Það er hið minnsta mál að endurtaka það í viðtali af þessu tagi þegar að eftir því var leitað.
Eins og fram kemur í viðtalinu er málið nú á könnu miðstjórnar. Hún hefur lokaorðið í þessu máli. Staðfesti hún listann í Suðurkjördæmi er þessu máli lokið hvað flokkinn varðar og sú niðurstaða er endanleg. Eins og vel kemur fram í þessu viðtali hefur trúnaðarfólk í kjördæminu staðfest listann og virðast afgerandi líkur á að sú verði raunin að miðstjórn taki sömu afstöðu.
Það kemur ekkert nýtt fram í viðtalinu í raun frá því sem upphaflega var í skrifum mínum. Ég tel þetta verða umdeilt mál, það er gömul saga og þarf ekki mig til að segja það. Hvað varðar uppreist æru taldi ég athyglisvert að handhafar forsetavalds skyldu staðfesta þá afgreiðslu mála. Að öðru leyti var um að ræða afgreiðslu eftir hefðbundnum leiðum.
Það voru ekki þeir sem völdu frambjóðandann til verka heldur flokksfólk á svæðinu. Það staðfesti traust í garð frambjóðandans og við það situr. Ég hef sagt mína skoðun og komið henni á framfæri. Meira verður það ekki - það er eðlilegt að hafa skoðanir. LS og SUS sögðu sitt og ég sem almennur flokksmaður segi mitt.
Ég hef málfrelsi og tala sem maður með skoðanir innan flokksins. Þessi vefur er lifandi skoðanaveita og ég hef alltaf verið þekktur fyrir að nota hann vel.
Mér dettur ekki annað í hug en að tala tæpitungulaust um málið. Það er heiðarlegt og gott. Hef fengið mikil viðbrögð við skrifum mínum síðustu vikurnar, langflest eru þau á þá leið að taka algjörlega undir það sem ég hef haft um þetta mál að segja. Það er hið minnsta mál að endurtaka það í viðtali af þessu tagi þegar að eftir því var leitað.
Eins og fram kemur í viðtalinu er málið nú á könnu miðstjórnar. Hún hefur lokaorðið í þessu máli. Staðfesti hún listann í Suðurkjördæmi er þessu máli lokið hvað flokkinn varðar og sú niðurstaða er endanleg. Eins og vel kemur fram í þessu viðtali hefur trúnaðarfólk í kjördæminu staðfest listann og virðast afgerandi líkur á að sú verði raunin að miðstjórn taki sömu afstöðu.
Það kemur ekkert nýtt fram í viðtalinu í raun frá því sem upphaflega var í skrifum mínum. Ég tel þetta verða umdeilt mál, það er gömul saga og þarf ekki mig til að segja það. Hvað varðar uppreist æru taldi ég athyglisvert að handhafar forsetavalds skyldu staðfesta þá afgreiðslu mála. Að öðru leyti var um að ræða afgreiðslu eftir hefðbundnum leiðum.
Það voru ekki þeir sem völdu frambjóðandann til verka heldur flokksfólk á svæðinu. Það staðfesti traust í garð frambjóðandans og við það situr. Ég hef sagt mína skoðun og komið henni á framfæri. Meira verður það ekki - það er eðlilegt að hafa skoðanir. LS og SUS sögðu sitt og ég sem almennur flokksmaður segi mitt.
Ég hef málfrelsi og tala sem maður með skoðanir innan flokksins. Þessi vefur er lifandi skoðanaveita og ég hef alltaf verið þekktur fyrir að nota hann vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 19:42
Úff..... tap fyrir Pólverjum

En þetta er hæðóttur bissness þetta sport. Það þýðir ekkert að sýta tapið en þess þá heldur að horfa bara til næsta verkefnis.
![]() |
HM: Tveggja marka tap gegn Pólverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2007 | 15:51
Spenna yfir handboltanum - hvernig fer leikurinn?

Spennan hefur verið gríðarleg á öllum leikjunum - eins og við á. Góður árangur endurspegla mjög vel gríðarlegan áhuga allra landsmanna. Öll viljum við styðja við bakið á okkar mönnum. Spái að sjálfsögðu sigri okkar manna, en þetta verði jafn og öflugur leikur - jafnvel enn jafnari en leikurinn við Túnis.
Væri gaman að heyra í ykkur og fá spá um hvernig að þetta fari, svona til gamans, áður en leikurinn hefst, hafi lesendur skoðun á því. Efast reyndar ekki að allir landsmenn, eða langflestir allavega, hafi skoðun á handboltanum.
![]() |
Alfreð: Pólverjar gætu brotnað saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2007 | 13:59
Viðtal og mætur bloggvinur
Var að koma úr viðtali hjá Birni Þorlákssyni áðan, en hann vildi ræða við mig um bloggskrifin mín. Notalegt og gott spjall að mínu mati. Það er alltaf svosem um nóg að tala. Veit ekkert hvernig að þeir ætla að nota þetta, en þeir sjá bæði bæjarstöðinni sem og Stöð 2 fyrir fréttum. Það er búið að vera sviptingasamt rok hér á Akureyri og það var eiginlega hressandi að rabba við Björn í ferskum vindgusti niðrí Grundargötu áðan.
En að öðru; alltaf fjölgar í góðum hópi bloggvina. Nú er vinkona mín, Ólöf Nordal, verðandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, farin að blogga hér í vefsamfélaginu okkar og er auðvitað í hópi bloggvina, meira að segja í eðaldeildinni þar. Hvet alla til að líta í heimsókn á vefinn hennar.
En að öðru; alltaf fjölgar í góðum hópi bloggvina. Nú er vinkona mín, Ólöf Nordal, verðandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, farin að blogga hér í vefsamfélaginu okkar og er auðvitað í hópi bloggvina, meira að segja í eðaldeildinni þar. Hvet alla til að líta í heimsókn á vefinn hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 12:04
Magni heldur á vit bandarískra tónlistarævintýra

Það að fá atvinnuleyfi í USA er stórmál, sérstaklega eftir 9/11, þó að alltaf hafi þeir hlutir verið flóknir. En þetta gekk allt að lokum og ferðin er hafin. Þetta er víst mikið prógramm. Það hlýtur að vera mjög strangt prógramm að vera á svona tónleikatúr satt best að segja. Ekki gert fyrir alla og sérstaklega ekki fjölskyldufólk. Hlýtur samt að vera alveg einstakt tækifæri fyrir þá sem virkilega unna tónlist og vilja tækifæri til að stimpla sig inn í harðkjarnabransann úti.
Það er reyndar helsta spurningin núna hvort að Magni fær það gott tækifæri út að hann vilji helga sig algjörlega svona hörðum bransa. Það er enda óravegur á milli þessa bransa og þess sem gerist og gengur á gamaldags sveitaballamarkaðnum hér heima á Íslandi. Vona annars að Magna gangi vel úti. Þetta er harður bransi sem hann heldur í, en hann er eflaust með þau sterku bein sem þarf í hann.
![]() |
Magni farinn til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 08:50
Átökin innan Frjálslynda flokksins magnast

Það greinilega féll varaformanninum illa og hann talaði um að forystan í Reykjavík hefði klúðrað því að komast í meirihluta. Nú hefur Ólafur F. Magnússon svarað því í harðorðri yfirlýsingu þar sem að segir orðrétt: "Það er afleitt að vegið sé að flokkssystkinum með slíkum hætti og lítið gert úr störfum þess fólks sem af alúð hefur haldið á lofti málstað Frjálslyndra í borginni með miklum árangri á undanförnum árum."
Það stefnir í líflega helgi hjá frjálslyndum. Margir spyrja sig að því hvort að gróið geti um heilt milli aðila. Það er vandséð, enda hafa átökin verið mjög djúpstæð og harðvítug. Formaður flokksins er í harðri kosningabaráttu fyrir Magnús Þór og merkilegt að sjá hvernig hvernig hann geti verið sterkur formaður með varaformann sér við hlið sem hann hafi unnið gegn með áberandi hætti vinni Margrét. Ofan á allt annað blasir við að Sverrir Hermannsson eigi nafn flokksins og geti því jafnvel farið með það með sér ef flokkurinn klofnar tapi Margrét.
Framkvæmd landsþings frjálslyndra er merkileg vissulega. Ekki þarf kjörbréf til að sitja fundinn og því greinilega nóg að vera flokksbundinn til að mæta þar og kjósa. Þetta stendur því allt og fellur með smölun. Greinilegt er að grimmt verði smalað og erfitt að spá á hvorn veg þetta muni fara. Allavega verður fróðlegt að sjá á hvorn veg fer - umfram allt hvað gerist eftir kosninguna.
![]() |
Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |