24.4.2007 | 23:06
Mun þjóðkirkjan staðfesta rétt samkynhneigðra?

Augljósar fylkingamyndanir hafa verið innan þjóðkirkjunnar í þessum efnum og verið ljóst um nokkuð skeið að til tíðinda myndi draga fyrr eða síðar um þetta málefni. Þess hefur vel sést stað að áherslur eru breyttar t.d. hér í Akureyrarsókn en sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur hér í sókninni, hefur verið afgerandi talsmaður í þessa átt og verið áberandi í því að tala fyrir rétti samkynhneigðra í þessa átt.
Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða prestastefnu verði. Það er ljóst í mínum huga að þjóðkirkjan tekur sína afstöðu sjálf og því verður fylgst mjög vel með því sem gerist á Húsavík í umræðu um þetta mál og í kosningu um þessa tillögu sem gengur skrefið til fulls. Réttur samkynhneigðra til að ganga í löglega sambúð er orðinn fullgildur að öllu öðru leyti en að þessu leyti að þjóðkirkjan veiti þeim leyfi til þessa.
Það vakti mikla athygli að landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði nýlega í þessa átt og fleiri stjórnmálaflokkar hafa tekið sömu afstöðu. En nú er stóra spurningin; hvað gerist á Húsavík. Það verður vel fylgst með hver niðurstaðan þar verður. Þangað beinist kastljósið núna og hver afstaða þjóðkirkjunnar til þessa máls verður er á hólminn kemur. En það er þó öllum altént ljóst að þung undiralda er í þá átt að gengið verði alla leið.
Það verða stórtíðindi verði sú niðurstaðan og því verða þáttaskilin mikil fari staðan á þessa vegu sem fram kemur í þessari fyrrnefndu tillögu.
![]() |
Prestastefna sett á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2007 | 15:36
Pétur Pétursson þulur látinn

Pétur þulur var líka mikill málræktarmaður og hikaði ekki við að koma með fróðleiksmola og vel íhugaðar hugleiðingar um íslenskt mál þegar að honum fannst að því sótt með einhverjum hætti og hann var ekki síðri málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu en Árni Böðvarsson.
Mér er rödd Péturs þuls mjög eftirminnileg frá æskuárum mínum, en hann starfaði hjá RÚV eitthvað fram eftir níunda áratugnum hið minnsta. Hann hafði mjög þýða og hljómmikla rödd sem hljómaði vel í útvarpi.
Ég votta fjölskyldu Péturs þuls samúð mína.
![]() |
Pétur Pétursson þulur látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2007 | 14:22
Sláandi umfjöllun Íslands í dag veldur deilum
Það er óhætt að segja að umfjöllun Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hafi vakið athygli. Þar voru sýndar sláandi myndir og sagt frá miklum og afgerandi annmörkum á aðstöðu fyrir erlent verkafólk hérlendis. Ekki aðeins voru myndirnar athyglisverðar heldur frásögn í viðtali með. Nú hafa verið gerðar athugasemdir við umfjöllunina og trúverðugleiki hennar dreginn í efa að þeim sem standa að því húsnæði sem til umræðu voru. Tala viðkomandi aðilar um þessa umfjöllun sem ærumeiðingar og rógburð.
Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu ætlar fyrirtækið að kæra Steingrím Sævarr Ólafsson, ritstjóra Íslands í dag, Sölva Tryggvason, dagskrárgerðarmann í Íslandi í dag, og Jakob Skaptason, sem var viðmælandi í þættinum. Kemur fram af hálfu þessa fyrirtækis að myndir hafi verið gamlar og því hafi umfjöllunin öll verið á versta veg. Er erfitt að dæma þetta mál, en það verður auðvitað að fá alla hluti á borðið tengda því.
Það fyrsta sem mér fannst áberandi var aðbúnaður þessara manna og er ekki undrunarefni að einhverjar deilur séu í kjölfarið, enda var myndin sem dregin var upp í þættinum ófögur. En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Ekki er við hæfi að dæma finnst mér með stöðu mála svona hvassa og talað um málaferli gegn þættinum.
Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta mál muni vinda upp á sig.
Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu ætlar fyrirtækið að kæra Steingrím Sævarr Ólafsson, ritstjóra Íslands í dag, Sölva Tryggvason, dagskrárgerðarmann í Íslandi í dag, og Jakob Skaptason, sem var viðmælandi í þættinum. Kemur fram af hálfu þessa fyrirtækis að myndir hafi verið gamlar og því hafi umfjöllunin öll verið á versta veg. Er erfitt að dæma þetta mál, en það verður auðvitað að fá alla hluti á borðið tengda því.
Það fyrsta sem mér fannst áberandi var aðbúnaður þessara manna og er ekki undrunarefni að einhverjar deilur séu í kjölfarið, enda var myndin sem dregin var upp í þættinum ófögur. En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Ekki er við hæfi að dæma finnst mér með stöðu mála svona hvassa og talað um málaferli gegn þættinum.
Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta mál muni vinda upp á sig.
![]() |
Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 09:16
Heitasti koss tíunda áratugarins?

Ellen DeGeneres varð fræg fyrir túlkun sína á Ellen í þessum samnefnda þætti. Þetta var einfaldlega þátturinn hennar og karakterinn var í grunninn byggður á leikkonunni sjálfri. Hún komst á kortið í bransanum og hefur verið heimsþekkt alla tíð síðan. Þátturinn var um nokkuð skeið einn sá vinsælasti í bandarísku sjónvarpi og er sennilega einn af sterkustu gamanþáttum vestanhafs á tíunda áratugnum. Hann sló í gegn hér heima þegar að hann var sýndur á Stöð 2.
Þátturinn "féll" árið eftir þennan margfræga koss. Þetta stóra móment varð upphaf endaloka þáttarins. Það brast einhver tenging í kjölfarið. Kannski var þetta einfaldlega of stór þáttaskil og kannski urðu karakterbreytingarnar á aðalsögupersónunni í þættinum einfaldlega of miklar fyrir bandaríska menningu. Það er erfitt um að segja. Þátturinn bar allavega ekki sitt barr eftir þennan fræga þátt, þó hann hafi orðið allra þátta vinsælastur í seríunni er hann var sýndur.
Það kemur því varla að óvörum fyrir Ellen sjálfa að Laura Dern hafi átt erfitt með að fá eitthvað að gera í bransanum eftir kossinn fræga, enda varð hann upphaf endalokanna fyrir hana með þáttinn sjálfan. Stóru skrefin eru oft erfiðust. Það sannaðist með þáttinn Ellen. En frægðarsól Ellenar sjálfrar virðist ekkert vera svosem að hníga. Hún kynnti m.a. Óskarinn í febrúar og hefur ekki beint verið á niðurleið þó hún hafi átt visst down-tímabil.
![]() |
Fékk ekki vinnu í ár eftir að hún kyssti Ellen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 02:05
Ný og glæsileg heimasíða Sjálfstæðisflokksins

Ein stóra nýjungin er einmitt fyrrnefnt vefvarp þar sem eru ýmsar klippur; allt í senn frá nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kynningar á lykilmálum kosningabaráttunnar. Þetta er ferskur vefur með nýjar áherslur og er svo sannarlega tákn nýrra tíma hjá flokknum.
Það er víst óhætt að segja að enginn flokkur hérlendis bjóði upp á ferskari og gagnvirkari heimasíðu. Sjón er sögu ríkari, lesendur góðir!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)