19.11.2008 | 18:33
Sameining í sjónmáli - rannsaka þarf alla þætti
Mér finnst það ágætis hugmynd að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann, en ég tel að það verði að fara yfir þau mál vel og gera það sómasamlega áður en af því verður. Fjármálaeftirlitið með hina ósýnilegu Jónas og Jón í fararbroddi er stórlega rúið trausti og vandséð hvernig því verður treyst framar eftir að hafa sofið gjörsamlega á verðinum, með sína traustu stöðu til að grípa inn í og taka af skarið. Enda varla furða að það náist ekki í þá sem stjórna þessari stofnun og eru í raun valdamestu menn landsins á þessari stundu.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, kom reyndar í fjölmiðla í gær. Það lá við að þjóðin væri búin að gleyma hvernig hann liti út og þekkti ekki heldur röddina, enda hefur þessi valdamesti maður samfélagsins verið í felum vikum saman og ekki lagt í viðtöl, frekar en Jónas. Skil ekkert í að þessir menn komist upp með það að þegja vikum saman með öll þau völd sem þeir hafa í höndum sér - hafa öll stjórntæki hjá sér.
Allir hljóta að sjá að mikil uppstokkun verður að eiga sér stað og sameina þarf þessar stofnanir. Víðtæk rannsókn þarf þó að fara fram á ferlinu sem leiddi til bankahrunsins og kanna stöðu þeirra sem leiddu sérstaklega Fjármálaeftirlitið. Þögn æðstu stjórnenda þar er ekki boðleg, ef undan er skilið fjölmiðlaframkoma Jóns í gær.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, kom reyndar í fjölmiðla í gær. Það lá við að þjóðin væri búin að gleyma hvernig hann liti út og þekkti ekki heldur röddina, enda hefur þessi valdamesti maður samfélagsins verið í felum vikum saman og ekki lagt í viðtöl, frekar en Jónas. Skil ekkert í að þessir menn komist upp með það að þegja vikum saman með öll þau völd sem þeir hafa í höndum sér - hafa öll stjórntæki hjá sér.
Allir hljóta að sjá að mikil uppstokkun verður að eiga sér stað og sameina þarf þessar stofnanir. Víðtæk rannsókn þarf þó að fara fram á ferlinu sem leiddi til bankahrunsins og kanna stöðu þeirra sem leiddu sérstaklega Fjármálaeftirlitið. Þögn æðstu stjórnenda þar er ekki boðleg, ef undan er skilið fjölmiðlaframkoma Jóns í gær.
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 18:28
Mun eggjakastið auka möguleika á þjóðstjórn?
Mér finnst eggjakastið á ráðherrabifreið Björns Bjarnasonar ekki beint líklegt til að vinna málstað þeirra hjá Nýjum tímum fylgis eða auka raunhæfan möguleika á þjóðstjórn. Þetta er fyrst og fremst barnaleg aðgerð sem engu skilar. Samstaðan getur komist til skila með mörgum öðrum hætti en henda mat á bíla eða hús. Orðið eitt er mjög öflugt og getur komið málstað langt sé honum komið til skila málefnalega og heiðarlega.
Hitt er svo annað mál að mér finnst þjóðstjórn undarlegur kostur. Ef þessi öfluga stjórn með yfir 40 þingmenn leyst úr málum og leitt þau áfram er enginn kostur annar á borðinu að mínu mati en utanþingsstjórn. Fall stjórnar með svo traust umboð væri skipbrot stjórnmálanna.
Hitt er svo annað mál að mér finnst þjóðstjórn undarlegur kostur. Ef þessi öfluga stjórn með yfir 40 þingmenn leyst úr málum og leitt þau áfram er enginn kostur annar á borðinu að mínu mati en utanþingsstjórn. Fall stjórnar með svo traust umboð væri skipbrot stjórnmálanna.
![]() |
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 14:58
Leiðarljós Vigdísar - sameiningartáknið sanna

Mér þótti mjög vænt um að heyra í Vigdísi Finnbogadóttur í þættinum Sjálfstæðu fólki á Stöð 2 fyrir viku. Rödd Vigdísar og boðskapur hennar var mikilvægt leiðarljós í þeim efnahagsþrengingum sem dynja á íslensku þjóðinni í skammdeginu. Mér hefur alltaf þótt vænt um Vigdísi og finnst mikils virði að hún tali til fólksins í landinu. Hún hefur mikið fram að færa og hefur þann trausta styrkleika að njóta trausts og stuðnings allra. Þó tólf ár séu liðin frá því að hún flutti frá Bessastöðum er hún og verður alla tíð forseti í huga okkar allra.
Vigdís var sameiningartákn þjóðarinnar um langt skeið og er það í raun enn. Á þeim tímum þegar forseti Íslands, sem ætti að öllu eðlilegu að vera sameiningartákn þjóðarinnar, er ekki lengur traustsins verður og hefur farið svo illa úti í efnahagshruninu verður rödd Vigdísar enn meira virði. Við getum treyst því að hún talar af visku og sannleika um stöðuna og hefur þann sess að vera hafin yfir þessar átakalínur - ein af fáum landsmönnum sem allir geta treyst til að tala einlægt og án þess að hefja sjálfa sig upp.
Slíkt er og mikils virði. Eftir að Sigurbjörn biskup dó eru mjög fáir sem eru svo einstakir í þessu samfélagi að vera hafin yfir átök og hversdagslegt blaður. Vigdís er ein af þeim og verður enn mikilvægari fyrir vikið í huga landsmanna.
![]() |
Íslendingar verða að endurheimta virðinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 12:35
Fordómar á sögulegu kosningaári í Bandaríkjunum

Í fyrsta skipti í bandarískri stjórnmálasögu hefur þeldökkur maður verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hvítir menn um gjörvöll Bandaríkin kusu blökkumann í forsetakosningunum fyrir hálfum mánuði og í forkosningaferlinu - söguleg þáttaskil sem voru óhugsandi fyrir tæpum áratug þegar síðasti forseti var kjörinn. Þrátt fyrir kjör Barack Obama í Hvíta húsið grassera fordómarnir enn, þeir krauma undir niðri og munu væntanlega verða áberandi eftir að hann hefur tekið við forsetaembættinu. Enn eru þeir til sem segja það skipta máli hvort forsetinn er þeldökkur eða hvítur.
Mjög kuldalegt mat og dapurlegt að staðan sé með þeim hætti að fordómar grasseri enn gegn þeldökkum - þeim sé ekki treyst fyllilega fyrir valdaembættum. Fjórir áratugir eru liðnir frá því að blökkumannaleiðtoginn dr. Martin Luther King var myrtur í Tennessee. Morðið á honum var áfall fyrir blökkumenn sem höfðu barist undir forystu hans fyrir sjálfsögðum mannréttindum og komist nokkuð áleiðis með mannréttindalögum Johnsons forseta árið 1964, sem hann hafði tekið í arf frá John F. Kennedy, forvera sínum, sem myrtur var í Texas árinu áður og talaði fyrir réttindum blökkumanna.
Þrátt fyrir að dr. King ætti sér draum um samfélag þar sem allir væru jafnir óháð litarafti hefði hvorki honum né þeim sem gengu með honum í Washington árið 1963 órað fyrir því að nokkrum áratugum síðar ætti blökkumaður alvöru möguleika á að komast alla leið í Hvíta húsið, þó þeim hafi eflaust innst inni dreymt um þann möguleika. Aðeins fjórir þeldökkir (utan Obama) hafa gefið kost á sér til forsetaembættis. Þeirra þekktastur er Jesse Jackson, sem barðist fyrir útnefningu demókrata árin 1984 og 1988, en auk hans hafa Al Sharpton, Shirley Chisholm og Carol Elizabeth Moseley Braun gefið kost á sér.
Mikið var skorað á Colin Powell, hershöfðingja í Persaflóastríðinu, um að gefa kost á sér í forsetakosningunum 1996 sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins. Kannanir sýndu að hann átti góða möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna. Hann velti fyrir sér þeim möguleika að fara fram af alvöru, en ákvað þó að gefa ekki kost á sér. Eiginkona hans, Alma, var mjög andsnúin framboði hans, af ótta við að hann yrði myrtur færi hann í framboð og myndi sigra Bill Clinton. Powell hefur margoft sagt þá ákvörðun rétta. Powell varð fyrsti þeldökki utanríkisráðherrann árið 2001, í forsetatíð George W. Bush, sem valdi þeldökka konu sem eftirmann hans.
Margoft hefur verið velt fyrir sér þeim möguleika að blökkumaður yrði forseti Bandaríkjanna og það verið stílfært í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Í upphafi áratugarins var það lykilsöguþráður í fyrstu sjónvarpsseríu þáttaraðarinnar 24 að ráða ætti þeldökkan forsetaframbjóðanda, David Palmer, af dögum, en hann var þá í fararbroddi þeirra sem sóttust eftir útnefningu Demókrataflokksins. Litlu munaði að þeim tækist það, en atburðarásin tók á sig ýmsar myndir er yfir lauk. Í annarri seríu var Palmer orðinn forseti, fyrstur þeldökkra, og söguþráðurinn snerist enn að mestu um hann. Hann var að lokum myrtur í fimmtu seríunni.
Auðvitað er það tímanna tákn að þeldökkur maður hafi verið kjörinn valdamesti maður heims - sannarlega söguleg þáttaskil í stjórnmálasögunni. Auðvitað er frekar leitt að enn sé þeldökkum ekki fyllilega treyst eða gefið í skyn að blökkumaður verði sjálfkrafa myrtur komist hann nærri flokksútnefningu eða vinni baráttu um Hvíta húsið. Kannski er þetta bara enn hinn blákaldi raunveruleiki.
Enn eru því miður til valdamiklir hópar sem vilja ekki að blökkumaður verði valdamesti maður heims og munu berjast harkalega gegn því á þeim forsendum einum. Fordómarnir lifa enn, því miður.
![]() |
Farðu aftur til Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 00:59
Obama kemur á óvart - Holder í dómsmálin

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, kemur nokkuð á óvart með því að velja Eric Holder sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrsta blökkumanninn til að gegna þeirri valdamiklu stöðu. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á að Obama myndi byrja á að velja formlega annaðhvort fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra Bandaríkjanna áður en kæmi að dómsmálunum eða varnarmálunum. Kjaftasagan er sú að varnarmálaráðherra Bush-stjórnarinnar, Bob Gates, muni nefnilega halda áfram í þeirri stöðu.
Ég taldi fyrirfram langlíklegast að Janet Napolitano, ríkisstjóri í Arizona, myndi verða dómsmálaráðherra. Napolitano lýsti yfir stuðningi við Obama snemma í forkosningaferlinu og var fyrsta konan sem fór á vagninn hjá Obama, á undan fleiri valdamiklum konum í þingliði og ríkisstjórahópnum sem valdi frekar Obama framyfir fyrstu konuna sem átti raunhæfa möguleika á forsetaembættinu. Napolitano getur ekki gefið kost á sér í ríkisstjóraembættið aftur og orðrómur verið hávær um að hún fari til DC.
Holder er ekki aðeins fyrsti blökkumaðurinn í dómsmálaráðuneytinu heldur fyrrum aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann var undirmaður Janet Reno, fyrstu og einu konunnar í ráðherrastólnum, í forsetatíð Bill Clinton 1993-2001. Þetta er merkilegt val og sögulegt í alla staði, en samt merkilegt að þetta sé fyrsti ráðherrastólinn sem kynnt er formlega um. Napolitano hafði verið mikið í umræðunni sem mögulegur dómsmálaráðherra en líka talað um að hún gæti farið í heimavarnarmálin.
Barack Obama er allavega byrjaður að sýna á spil sín. Orðrómurinn um að Hillary muni þiggja utanríkismálin, eftir fundinn með Obama í Chicago, er hávær en enn er unnið bakvið tjöldin á að fara yfir fjármál Clintons forseta. Forsetabókasafnið í Little Rock og málefni þess eru þar í forgrunni auðvitað. Svo er auðvitað mikið talað um hvort að Richardson og Kerry eigi enn möguleika á stólnum. Obama veltir þessu enn fyrir sér.
![]() |
Obama velur dómsmálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |