Obama kemur á óvart - Holder í dómsmálin

Bill Clinton og Eric Holder
Barack Obama, verđandi forseti Bandaríkjanna, kemur nokkuđ á óvart međ ţví ađ velja Eric Holder sem dómsmálaráđherra Bandaríkjanna, fyrsta blökkumanninn til ađ gegna ţeirri valdamiklu stöđu. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég átti von á ađ Obama myndi byrja á ađ velja formlega annađhvort fjármálaráđherra eđa utanríkisráđherra Bandaríkjanna áđur en kćmi ađ dómsmálunum eđa varnarmálunum. Kjaftasagan er sú ađ varnarmálaráđherra Bush-stjórnarinnar, Bob Gates, muni nefnilega halda áfram í ţeirri stöđu.

Ég taldi fyrirfram langlíklegast ađ Janet Napolitano, ríkisstjóri í Arizona, myndi verđa dómsmálaráđherra. Napolitano lýsti yfir stuđningi viđ Obama snemma í forkosningaferlinu og var fyrsta konan sem fór á vagninn hjá Obama, á undan fleiri valdamiklum konum í ţingliđi og ríkisstjórahópnum sem valdi frekar Obama framyfir fyrstu konuna sem átti raunhćfa möguleika á forsetaembćttinu. Napolitano getur ekki gefiđ kost á sér í ríkisstjóraembćttiđ aftur og orđrómur veriđ hávćr um ađ hún fari til DC.

Holder er ekki ađeins fyrsti blökkumađurinn í dómsmálaráđuneytinu heldur fyrrum ađstođardómsmálaráđherra Bandaríkjanna. Hann var undirmađur Janet Reno, fyrstu og einu konunnar í ráđherrastólnum, í forsetatíđ Bill Clinton 1993-2001. Ţetta er merkilegt val og sögulegt í alla stađi, en samt merkilegt ađ ţetta sé fyrsti ráđherrastólinn sem kynnt er formlega um. Napolitano hafđi veriđ mikiđ í umrćđunni sem mögulegur dómsmálaráđherra en líka talađ um ađ hún gćti fariđ í heimavarnarmálin.

Barack Obama er allavega byrjađur ađ sýna á spil sín. Orđrómurinn um ađ Hillary muni ţiggja utanríkismálin, eftir fundinn međ Obama í Chicago, er hávćr en enn er unniđ bakviđ tjöldin á ađ fara yfir fjármál Clintons forseta. Forsetabókasafniđ í Little Rock og málefni ţess eru ţar í forgrunni auđvitađ. Svo er auđvitađ mikiđ talađ um hvort ađ Richardson og Kerry eigi enn möguleika á stólnum. Obama veltir ţessu enn fyrir sér.

mbl.is Obama velur dómsmálaráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband