Verður uppstokkun í ríkisstjórninni á næstunni?

Ríkisstjórnin
Sögusagnir sem ég hef heyrt úr nokkrum traustum áttum eru þær að uppstokkun sé í vændum hjá ríkisstjórninni, þ.e.a.s. ef hún þá heldur velli í ólgusjó stjórnmálanna þessa dagana. Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson víki af stóli, til að róa niður óánægjuraddir og nýjir menn taki við stöðum þeirra. Sumir telja að deilt sé um hvort báðir eigi að fara eða nóg að annar fari. Leiðtogar stjórnarflokkanna vörðu sína menn um daginn en gáfu sterklega til kynna á víxl að hinn ætti að fara.

Deila má um hvort uppstokkun sé farsæl nú fyrir samstöðu flokkanna. En mikið er talað um að eitthvað nýtt upphaf megi verða svo leiðtogar stjórnarflokkanna fái einhvern frið frá óánægjuröddunum. Því þurfi þeir að fórna ráðherrum fyrir borð og bíta í súra eplið.


mbl.is Farið eftir ráðleggingum Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hákon

Ég er ekki viss um að það sé nóg að láta þessa tvo fara. Spurning hvort að almenningur treysti þeim næstu? Persónulega finnst mér Björgvin hafa staðið sig vel eftir að ósköpin dundu yfir þótt hann hafi klúðrað málunum fram að hruni. Árni ætti samt kannski að fara aftur í dýralækningar eða í hið minnsta í enskunám. Sorglegt fannst mér að lesa símtalið milli dýralæknisins of refsins hann Darling

Það væri nær að fórna forystunni og finna annað fólk í þær stöður. Kannski Geir í stöðunna hans Árna, hann veit að minnsta kosti hvað fólk er að tala um.

Hákon , 18.11.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er engin fórn að þurfa að skipta út einhverjum ráðherrum. Ætli flestir myndu ekki bara líta það jákvætt.
Hverjir, ja mér dettur alltaf fyrst í hug Þórunn, svo væri eðlilegt að bæði Björgvin og Árni myndu stíga til hliðar og Björn Bjarna.
Það kæmi mér samt verulega á óvart ef einhverjar breytar yrðu gerðar.
Sf er gagnslaus stjórnmálaflokkur, hversvegna að gefa það út að einhver sitji ekki í þeirra umboði, geri svo ekkert í því - það hefði verið betra fyrir þá að hafa gert ekki neitt nú situr hann einmitt aðallega í umboði SF-

Óðinn Þórisson, 18.11.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þá hlýturðu að hafa heyrt einhverjar vangaveltur um það hverjir eiga að taka við? Hvernig væri að fá bara fagmenn í þessi embætti, fólk sem jafnvel er ekki á þingi?

Gísli Foster Hjartarson, 18.11.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir þurfa allir að fara. Nema kannski Jóhanna...

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Halla Rut

Og mun vart breyta neinu þótt úr yrði.

Halla Rut , 18.11.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband