Varnarræða Davíðs - hverjir verða eftirmálar?

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, kom mjög sterkur af morgunfundi Viðskiptaráðs. Tók þar fyrir fjölmiðlana í traustri gagnrýni, kallaði eftir rannsókn og sagðist hafa varað við stöðunni um nokkuð skeið. Mér fannst liggja í orðunum að ríkisstjórnin hefði brugðist og Fjármálaeftirlitið ekki staðið undir eftirlitsskyldu sinni. Hið síðarnefnda er reyndar öllum augljóst og reyndar ótrúlegt að fjölmiðlar séu ekki búnir að tala við Jónas og Jón, ósýnilegu mennina í Fjármálaeftirlitinu.

Mér fannst Davíð opna á eigin ábyrgð með rannsóknartalinu. Hann beinlínis óskaði eftir því að hlutur Seðlabankans yrði kannaður. Auðvitað á að fara yfir alla þætti og ekki hika neitt í því. Slík athugun á að vera beinskeytt og alvöru, fara á yfir atburðarásina frá upphafi til enda. Ríkisstjórnin ræður því hvort hún tekur gagnrýninni sem sinni. Enginn vafi er á því að sofandagangurinn hjá henni var nærri því algjör. Þar er erfitt að kasta henni af sér. Hún var værukær í besta falli.

Davíð er og hefur alla tíð verið umdeildur. En hann opnaði á ábyrgð allra aðila í ræðu sinni, ræðu sem sumpart var varnarræða en líka heiðarleg yfirferð á stöðunni. Við verðum að horfast í augu við að fáir ef nokkrir hafa svörin sem þarf og fáir eru mjög saklausir. Þetta er skellur sem enginn getur kastað af sér. Við spyrjum þó um eftirmálana. Hvað verður eftir af valdakerfinu þegar yfir lýkur?


mbl.is Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já þessi elska kallaði á áyrgð allra sem tengjast þessu og hann var í raun að miklu leyti ekki að segja neitt annað en að þjóðin hefur talað um vikum saman að það fari fram ærelg rannsókn á þessu og tekið í hnakkadrampið á þeim sem eiga það svo sannarlega skilið - kominn tími til.

þú segir: Við verðum að horfast í augu við að fáir ef nokkrir hafa svörin sem þarf og fáir eru mjög saklausir - þú átt þá væntanlega við að fáir í þessari hringiðu eru saklausir en megnið af þjóðinni er blásaklaust og stóð ekki fyrir þessari helför. Að þetta skuli hafa farið eins svakalega úr böndunum og raun er vitni hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem fara með ferðina hverju sinni.

En ég er ánægður að krullaði maðurinn skuli hafa "látið það flakka" eins og maður segir stundum

Gísli Foster Hjartarson, 18.11.2008 kl. 17:27

2 identicon

"helför"?

Anton Einar (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband