22.1.2009 | 19:02
Ingibjörg Sólrún fárveik - vill áfram sömu stjórn
Mér fannst eiginlega erfitt að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu í viðtali á Stöð 2 fyrir stundu. Hún er augljóslega mikið veik og er ekki í standi til að taka erfiðar ákvarðanir um stjórnmál. Hugur hennar á að vera um að ná heilsu og komast aftur á fætur. Mér finnst það mjög dapurlegt að hún fái ekki frið til að ná áttum í veikindum sínum og þurfi að setja önnur mál ofar á dagskrá.
Vandi Samfylkingarinnar er þó sá að enginn staðgengill, trúverðugur altént, er til staðar og því þarf Ingibjörg Sólrún af sjúkrabeði fárveik að gegna skyldum sínum enn. Mér finnst þetta sorglegt og finnst leitt að hún fái ekkert svigrúm fyrir sjálfa sig, þegar þess er þörf.
![]() |
Ingibjörg vill kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 17:35
Telja dómstólar flengingar farsæla uppeldisaðferð?
Mér finnst reyndar mjög sérstakt að þessi maður er haldinn bdsm-órum. Fær fólk útrás fyrir það eðli sitt með því að flengja börn sambýlisfólks þess? Mér finnst þetta mjög sjúkt.
![]() |
Mátti flengja drengi kærustu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 16:04
Ríkisstjórnin komin á endastöð - næstu skref
Hún mun væntanlega ryðja sviðið í Samfylkingunni fyrir sitt pólitíska eftirlæti, Dag B. Eggertsson, og senda þau skilaboð að sitjandi forysta verði öll að fara, ráðherrarnir meðtaldir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega þann leik að geta slitið samstarfinu og rekið ráðherra Samfylkingarinnar úr ríkisstjórninni, pólitískur leikur sem Þorsteinn Pálsson hefði getað gert við stjórnarslit árið 1988 en gerði ekki er á hólminn kom.
Slíkt er vissulega umdeilt en yrði merkileg endalok á þessu tveggja ára samstarfi sem var eldfimt og erfitt frá fyrsta degi, þó lengi vel héldist það saman á valdagleði Samfylkingarmanna. Í öllu falli er eitt ljóst; það verða kosningar í maí. Kemur engum að óvörum úr þessu, það hefur verið augljóst síðustu dagana að það væri í kortunum.
![]() |
Mikilla tíðinda að vænta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 12:40
Eru mótmælendur endanlega að verða ruglaðir?
Ég held að mótmælin hafi runnið út í sandinn og orðið ótrúverðug í nótt. Árásin á lögregluna og nú þessi yfirlýsing um að ráðast að heimilum lögreglumanna er óverjandi og lágkúruleg. Ég held að mótmælendur séu á góðri leið með að eyðileggja baráttuna og þeir sem ganga lengst eyðileggja friðsöm mótmæli þeirra sem hafa frekar haldið sér til hlés og verið rólegir í sinni tjáningu.
Það að ráðast að lögreglunni með þvagi og saur, eins og fram hefur komið, er óverjandi og aðeins til þess fallið að landsmenn leggist gegn mótmælunum. Takmörk eru fyrir öllu. Þeir mótmælendur sem ganga fram með þeim hætti og var í nótt eru ekkert nema skríll og eiga að fá það heiti yfir sig og sinn tjáningarmáta.
![]() |
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 12:03
Sjálfseyðingarhvöt á Stöð 2 - Sigmundur rekinn
Held að þetta sé besta dæmið um að hörð pólitík er sett þar til hliðar en tekin upp dúlluleg umfjöllun á örlagatímum. Greinilegt er að fréttastofan logar af óeiningu og þar er algjört stjórnleysi. Held að flestum hafi blöskrað þegar Íslandi í dag var breytt úr alvöru þjóðmálaþætti í séð og heyrt glamúrmennsku með yfirborðskenndri umfjöllun sem er ekki í takt við almenning.
Á þeim degi þegar mótmælin hófust við þinghúsið var sérstakt að sjá Ísland í dag sem virkaði eins og þátturinn væri í glerkúlu fjarri fólkinu og í engu samhengi við aðra umfjöllun. Þegar Sölvi Tryggvason var rekinn mátti sjá nýjar áherslur og brottrekstur Sigmundar Ernis staðfestir það.
Fréttastofa Stöðvar 2 er ónýt sem marktækur fréttamiðill, hafi einhverntímann verið eitthvað að marka hana, og virðist vera varnarveggur fyrir auðjöfra, eiganda sinn, frekar en frjáls og óháð.
![]() |
Frjáls undan oki auðjöfra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 02:43
Hafa mótmælin verið yfirtekin af skríl?
En kannski er þetta fólk einmitt að óska eftir óeirðum og því að gengið verði lengra gegn þeim. Mér finnst ekkert annað blasa við, sé mið tekið af því að hjóla beint í lögregluna. Hreint skemmdarverk og ofbeldi er mótmælendum ekki til sóma.
![]() |
Mótmælendur við Stjórnarráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 01:15
Táragas á Austurvelli - óeirðir að skella á?
Ég verð að segja að ég er ekki hissa á því að táragasi sé beitt á Austurvelli sé það rétt að gangstéttarhellu hafi verið kastað í lögregluþjón og reynt að ráðast beint að þeim. Slíkar aðgerðir verða aðeins til þess að lögreglan svarar á móti með ofbeldi. Mér sýnist því miður þetta stefna í óeirðastíl á Austurvelli og tel að það sé verulegt áhyggjuefni að mótmælendur ráðist beint að lögreglunni við skyldustörf sín. Slíkt getur ekki endað nema illa.
Óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949 eru ógleymanlegur hluti af Íslandssögunni og svipmyndir þess dags vel varðveittar í frásögn af inngöngunni í Nató, sem þrátt fyrir mikla ólgu á þeim tíma, reyndist mikið gæfuspor og enginn lagði í að stöðva síðar meir. Nú virðast þessir sögulegu atburðir að endurtaka sig á Austurvelli að einhverju leyti og það að beitt sé táragasi markar viss þáttaskil í þessari ólgu.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 00:12
Mótmælendur ráðast að lögreglunni - átakanótt?
Mér fannst mjög dapurlegt í dag að kastað væri flugeldum eða blysum að lögreglunni og gengið þar með of langt, enda er hægt að valda miklum meiðslum á mönnum sem sinna aðeins sínum verkum. Ég veit ekki hvort gott sé að spá um hvernig nóttin muni verða. Held að allt bendi til þess að átök séu að skella á milli aðila. Slíkt endar bara með óeirðum.
Ef ofbeldið ætlar að verða þannig að ráðist er að mönnum sem sinna sinni vinnu og hafa ekkert af sér gert, að tilefnislausu, er gengið of langt og skaðar aðeins mótmæli þeirra sem halda enn áfram. Kannski er tilgangurinn einn að kveikja ófriðarbál.
![]() |
Lögregla beitti kylfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |