30.1.2009 | 21:20
Vinstriflokkarnir í gíslingu - pínleg niðurlæging
Ég tek ofan fyrir Sigmundi Davíð. Hann er að brillera í sínu fyrsta pólitíska prófi.
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 17:45
Engin ríkisstjórn um helgina - hik á Framsókn
Augljóst er að Framsóknarflokkurinn stjórnar algjörlega för í stjórnarmyndunarviðræðum Jóhönnu Sigurðardóttur - vinstriflokkarnir fylgja á eftir í ferlinu. Þeir hafa nú komið í veg fyrir að ný ríkisstjórn muni taka við um helgina og hugleiða næstu skref. Við blasir að mikið hik er komið á framsóknarmenn um vinstristjórnarkostinn og hvort þeir muni verja slíka stjórn falli. Þeir hafa hafnað málefnasamningi vinstriflokkanna og greinilega sent hann heim til föðurhúsanna, telja hann of almennt orðaðan og ómarkvissan.
Í raun má velta því fyrir sér hvort þessir flokkar nái saman um næstu skref. Boltinn er þó algjörlega hjá Framsókn núna. Þeir svældu Samfylkinguna út úr ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum með gylliboðum um að verja vinstristjórn falli, settu þá svo til verka til að ná saman og hafa svo hafnað afrakstri þeirrar vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í öllu þessu ferli farið mjög varlega en passað vel upp á öll sín spil og er með eintóm tromp á hendi.
Kjaftasagan er að forseti Íslands muni kalla Sigmund til Bessastaða og inna hann eftir því hver staða viðræðnanna sé. Framsóknarformaðurinn hefur nú örlög vinstriviðræðnanna í hendi sér og ræður hvort og þá hvernig stjórn sé mynduð. Líkur á utanþingsstjórn gætu aukist við þetta.
![]() |
Þríeykið þingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 15:39
Framsóknarmenn stöðva stjórnarmyndunina
Greinilegt er að Framsóknarflokkurinn hefur hafnað stjórnarsáttmála vinstriflokkanna og sett myndun nýrrar ríkisstjórnar út af sporinu og tafið ferlið. Nú hefur fundum til að staðfesta samstarfið og velja nýja ráðherra verið frestað og óvissa uppi um næstu skref. Framsókn telur greinilega ekki gengið of langt í aðgerðum til lausnar þjóðarvandanum og sett sína menn í það verk að laga sáttmála vinstriflokkana.
Nú hefur Framsókn tekist líka að koma í veg fyrir ferð Ingibjargar Sólrúnar til Bessastaða og að Jóhanna Sigurðardóttir fái formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum í dag. Þessi fæðing virðist því ganga mjög erfiðlega. Framsókn ætlar greinilega að nota oddastöðu sína í botn. Er ekki hissa á því, það hefur verið augljóst síðustu tvo daga að Framsókn ætlaði ekki að samþykkja hvað sem er frá vinstriflokkunum.
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 15:22
Ögmundur heldur BSRB með ráðherratigninni
Þetta væri svona eins og formaður LÍÚ væri sjávarútvegsráðherra. Þið getið ímyndað ykkur lætin ef það gerðist að sá maður yrði settur í það ráðuneyti og formaðurinn tæki sér bara launalaust leyfi á meðan og bæði um að allir gleymdu því að hann væri kjörinn formaður LÍÚ.
![]() |
Ögmundur verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 13:01
Þingkosningar 25. apríl - áhyggjur Framsóknar
Ekki er annað hægt en grínast svolítið yfir þeim sem töldu greinilega fyrirfram að Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, yrði auðveldur og væri pólitískt óþroskaður. Með minnihlutastjórnarboði sínu hefur Framsókn og honum tekist að ná oddastöðu og þeir munu hafa líf stjórnarinnar í hendi sér og passa upp á öll mál sem fara í gegn. Þeir hafa leyft vinstriflokkunum að semja stjórnarsáttmála en krukka nú í honum eftir á.
Vinnubrögð Framsóknar eru ekkert annað en pólitísk snilld par excellance. Þeir verða við stjórnvölinn í nýju stjórninni án þess þó að vera í henni.
![]() |
Ríkisstjórnin kynnt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 12:23
Gylfi og Björg taka sæti í ríkisstjórn
Vel hefur tekist til með valið. Greinilegt er að það vann gegn Bryndísi Hlöðversdóttur að taka við embætti dómsmálaráðherra sem utanþingsráðherra við þessar aðstæður að hafa lengi setið á þingi og nýlega yfirgefið þann vettvang til að taka að sér önnur verkefni. Ég spáði þessu í gærkvöldi í skrifum hér og er ekki undrandi á því að slík byrði sé ekki talin vænleg fyrir utanþingsráðherra við þessar sögulegu pólitísku aðstæður.
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |