10.2.2009 | 22:22
Barátta Þorgerðar og Bjarna um forystuna í SV
Framundan eru spennandi tímar hjá Sjálfstæðisflokknum um allt land. Búið er að tímasetja prófkjör hjá flokknum á landsvísu á sama degi, laugardaginn 14. mars, en Reykjavíkurprófkjörið mun hefjast deginum áður. Þetta er mikilvægt, enda eiga flokksmenn við þær aðstæður sem uppi eru að velja framboðslistana og fella dóm yfir þingmönnum og forystumönnum flokksins og nýju fólki gefið tækifæri til að sækjast eftir þingmennsku.
Ég vonast eftir sem mestri uppstokkun víða um land, enda veitir flokknum ekki af því að endurnýja sig.
![]() |
Prófkjör Sjálfstæðisflokks í SV 14. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 18:12
Þorgerður Katrín vill vera áfram varaformaður

Ég er ekki undrandi á því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sækist ekki eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum og vilji frekar halda varaformennskunni. Þetta hefur orðið æ augljósara á síðustu dögum. Staðan er einfaldlega þannig að mikilvægt er að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins verði utan ráðherrahóps flokksins í síðustu ríkisstjórn. Eflaust mun krafan vera sú að forystunni verði alveg skipt út en Þorgerður Katrín ætlar greinilega að reyna að leiða innra starfið í flokknum af meiri krafti en á síðustu fjórum árum.
Persónulega hef ég ekki tekið afstöðu til hver ég vilji að verði næsti varaformaður. Þorgerður Katrín þarf að endurvinna visst traust að nýju, tel ég, meðal flokksmanna og því alls óljóst að hún verði áfram á þeim stóli. En hún ætlar greinilega að taka þann slag og það ber að virða við hana. Hún hefur verið einn öflugasti forystumaður flokksins á undanförnum árum og virðist njóta mikils stuðnings þrátt fyrir allt, miðað við nýlega könnun. Þar kom sterk staða Bjarna Benediktssonar mjög í ljós.
Ég ætla að styðja Bjarna Benediktsson til formennsku. Ég vil að næsti formaður komi úr hópi óbreyttra þingmanna flokksins á undanförnum árum og sé fulltrúi nýrrar kynslóðar, enda hafa þrír síðustu formenn verið af 68 kynslóðinni. Mikilvægt er að líta til framtíðar. Ég fagna því að ákvörðun Þorgerðar Katrínar liggi fyrir og hún hafi sagt að hún vilji áfram vera í forystu. Nú er það flokksmanna að meta hvort hún eigi að vera þar áfram.
![]() |
Þorgerður Katrín ekki í formannskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2009 | 15:01
Skilja engir nema Íslendingar Ólaf Ragnar?
Ólafur Ragnar hefur talað við erlenda ráðamenn árum saman og fulltrúa pressunnar en aldrei misst sig fyrr en þotulífinu og kampavínsboðunum lauk. Orðar hann kreppuna og stöðuna svo vitlaust að enginn skilur hann nema Íslendingar? Á hvaða leið er þessi farsi Bessastaðabóndans?
Hvernig er það, þarf forsetinn ekki að fara að fá sér túlk til að taka með sér í viðtöl?
![]() |
Viðtalið tekið úr samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2009 | 13:27
Enn eitt klúðrið hjá Ólafi Ragnari
Enn einu sinni á mjög skömmum tíma hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spilað sig út í samskiptum við erlenda fjölmiðlamenn. Hvernig er það, talar forsetinn svona lélega ensku að fjölmiðlamenn skilja hann ekki? Af hverju er maðurinn að tala við erlendu pressuna ef hann getur ekki talað skiljanlega við þá? Hversu mikinn skaða hafa forsetahjónin bæði unnið orðspori þjóðarinnar með blaðri sínu að undanförnu?
Ólafur Ragnar hefur gengið of langt í orðavali sínu að undanförnu. Þetta hefur gerst of oft til að teljast tilviljun. Hann á að láta stjórnmálin í friði og sinna sínum störfum ella segja af sér embætti. Hann er búinn að spila sig út í hlutverki sínu á Bessastöðum.
![]() |
Þjóðverjar fái engar bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 01:45
IMF tekur völdin - seðlabankafrumvarp í frost
Mér sýnist stjórnarflokkarnir búnir að missa stjórnina á nýju frumvarpi um Seðlabanka Íslands. Ekki aðeins hefur Framsóknarflokkurinn tekið af þeim völdin með því að senda það í viðskiptanefnd heldur er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn farinn að minna á nærveru sína. Fulltrúi þeirra mun vera á leiðinni til Íslands og leiti sér að húsnæði til að dvelja í. Gárungarnir segja að þetta sé landsstjórinn nýji, með tilvísan til margfrægs titils á fulltrúa Danakonungs á Íslandi fyrr á öldum. Sá maður mun eflaust sækja sér áhrif í ákvarðanatöku á við Sigmund Davíð, leikstjóra vinstrifarsans.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var reyndar niðurlægð á þingi í dag þegar hún vissi ekki af tilvist bréfs, væntanlega tölvupósts, frá IMF í umræðum um Seðlabankann við Birgi Ármannsson, alþingismann Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna var ekki minna vandræðaleg þegar hún beygði sig undir vilja Framsóknarflokksins og hætti við að senda frumvarpið í efnahags- og skattanefnd. Í viðskiptanefnd hafa stjórnarflokkarnir jú aðeins þrjá nefndarmenn, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn, en höfðu meirihluta í hinni. Málið er því í nefndastjórn Framsóknar.
Hvað ætli IMF segi annars um brottvikningu Bolla Þórs Bollasonar úr ráðuneytisstjórastöðunni í Stjórnarráðinu? Hagfræðingurinn Bolli, sem var helsti tengiliður stjórnvalda við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, var látinn fara af pólitískum ástæðum, settur í einhver sérverkefni sem sennilega þýðir frekar verkefnaleysi hans fram á vorið, og lögfræðingur settur í staðinn yfir efnahagsráðuneytið. Mjög klókt, eða hitt þó heldur. Mistökin í Stjórnarráðinu eru talin í kippum þessa dagana.
En hvað með það. Þetta var ekki góður dagur fyrir stjórnarflokkana. Auk þessa eru þeir í vandræðum með hvalveiðimálið. Sjávarútvegsráðherrann talar gegn hvalveiðum og virðist digurbarkalegur án innistæðu, enda enginn þingmeirihluti með skoðunum hans. Ef hann hugleiðir það ekki hlýtur einhver að leggja fram vantraust á hann og verklag hans. Tónninn var þannig að augljóst er að tryggur þingmeirihluti er með hvalveiðum.
![]() |
Tæknilegar ábendingar í trúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)