Barátta Þorgerðar og Bjarna um forystuna í SV

Augljóst er að það stefnir í spennandi prófkjör í Kraganum hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar munu Bjarni Benediktsson, formannsframbjóðandi, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður, berjast um leiðtogasætið og augljóst að hart verður barist, enda mikið undir. Mér finnst eðlilegt að Bjarni sem formannsframbjóðandi vilji fá leiðtogastólinn í sínu kjördæmi og eðlilegt baráttumál hjá honum við þessar aðstæður. Ég vona að honum muni ganga vel í þeirri baráttu og hafa sigur í þeim efnum.

Framundan eru spennandi tímar hjá Sjálfstæðisflokknum um allt land. Búið er að tímasetja prófkjör hjá flokknum á landsvísu á sama degi, laugardaginn 14. mars, en Reykjavíkurprófkjörið mun hefjast deginum áður. Þetta er mikilvægt, enda eiga flokksmenn við þær aðstæður sem uppi eru að velja framboðslistana og fella dóm yfir þingmönnum og forystumönnum flokksins og nýju fólki gefið tækifæri til að sækjast eftir þingmennsku.

Ég vonast eftir sem mestri uppstokkun víða um land, enda veitir flokknum ekki af því að endurnýja sig.

mbl.is Prófkjör Sjálfstæðisflokks í SV 14. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já, það eru "spennandi tímar" framundan hjá stjórnmálaflokkunum.

Líka hjá almenningi, sem er kannski svona nokk sama hver prílar upp fyrir hvern á prófkjörslistum, miðað við spurningar um almenna lífsafkomu næstu mánuðina.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Hildur Helga

Ég er reyndar alveg sammála þér. Ég vildi alltaf kjósa í haust, enda er kosningabarátta núna ekki skynsamleg að neinu leyti. En svona fór þetta og illu heilli erum við komin í kosningabaráttu í kappi við tímann - kosningar eftir74 daga. Ekkert við því að gera, en annað hefði verið betra. Er alveg sammála því.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.2.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... Og er hvorugur kostur góður fyrir þjóðfrelsismenn og kristna.

Jón Valur Jensson, 11.2.2009 kl. 01:56

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir þetta með tímasetnngu kosninganna. Hvað um það - þetta er staðreynd.

Það er hinsegar umhugsunarvert að stjórnin skyldi gera þetta á sama tíma og hún er að vinna á sömu nótum og fyrri stjórn og bæði SJS og Samfylkingin búin að éta allt ofan í sig af fyrri yfirlýsingum - það er bara eitt sem sameinar þessa flokka - út með Sjálfstæðisflokkinn - og þá skiptir kostnaðurinn og þjóðin engu.

Ólafur Ragnar?? átti einhver von á virðingu eða heilbrigðri skynsemi úr þeirri átt?? Kanski er rétt að frúin taki bara við.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.2.2009 kl. 03:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bæði Þorgerður og Bjarni vilja Evrópubandalagið – báðir kostir eru þess vegna afleitir fyrir flokk, þar sem 75% óbreyttra stuðningsmanna eru andvígir því að sækja um umsókn að því risavaxna yfirríkjabandalagi. Svo einfalt er það, en fleira mætti bæta við.

Jón Valur Jensson, 11.2.2009 kl. 13:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta verður ekki eins spennandi og menn halda - Bjarni tekur 1.sætið auðveldlega og verður svo kjörinn formaður á landsfundi -

Óðinn Þórisson, 11.2.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband