15.3.2009 | 21:07
Birkir Jón sigrar Höskuld - vandfyllt skarð Völlu
Þá er ljóst að Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur sigrað Höskuld Þórhallsson í baráttunni um að taka við leiðtogasætinu hjá Framsókn hér í Norðausturkjördæmi þegar Valgerður Sverrisdóttir víkur af velli. Prófkjörið var væntanlega klæðskerasaumað til að Birkir Jón myndi sigra, ef marka má sögusagnir og þá ákvörðun að hafa kjörstað á einum stað í prófkjöri. Seint og um síðir var sett á utankjörfundarkosning. Allt ferlið var vandræðalegt fyrir Framsóknarflokkinn og þeim ekki til mikils sóma.
Litlar breytingar verða í forystunni í kjördæminu þó Valla hætti. Listinn frá 2007 færist einfaldlega upp. Huld Aðalbjarnardóttir færist úr fjórða sætinu upp í það þriðja og Sigfús Karlsson, sem var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili með Huld, hækkar líka. Enn sem fyrr er enginn Austfirðingur í forystusveitinni. Það er af sem áður var þegar Framsókn á Austurlandi átti væn foringjaefni og lykilmenn í pólitískri baráttu.
Skarð Valgerðar Sverrisdóttur er vandfyllt. Ég tel að það verði erfitt verkefni fyrir hina ungu menn að gera það. Nú reynir á þá. Valla var pólitískt hörkutól og hún lék lykilhlutverk í mestu sigrum Framsóknar á þessu svæði, bæði 2003 þegar stórmerkilegur sigur vannst á örfáum dögum og í varnarsigri síðast þegar flokkurinn hrundi um allt land, nema í Norðaustri.
Litlar breytingar verða í forystunni í kjördæminu þó Valla hætti. Listinn frá 2007 færist einfaldlega upp. Huld Aðalbjarnardóttir færist úr fjórða sætinu upp í það þriðja og Sigfús Karlsson, sem var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili með Huld, hækkar líka. Enn sem fyrr er enginn Austfirðingur í forystusveitinni. Það er af sem áður var þegar Framsókn á Austurlandi átti væn foringjaefni og lykilmenn í pólitískri baráttu.
Skarð Valgerðar Sverrisdóttur er vandfyllt. Ég tel að það verði erfitt verkefni fyrir hina ungu menn að gera það. Nú reynir á þá. Valla var pólitískt hörkutól og hún lék lykilhlutverk í mestu sigrum Framsóknar á þessu svæði, bæði 2003 þegar stórmerkilegur sigur vannst á örfáum dögum og í varnarsigri síðast þegar flokkurinn hrundi um allt land, nema í Norðaustri.
![]() |
Birkir Jón sigurvegari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 18:02
Traustur sigur Tryggva Þórs - Arnbjörg fellur
Þá eru úrslitin ljós í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna hér í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, vinnur annað sætið af Arnbjörgu Sveinsdóttur og er hinn óumdeildi sigurvegari þessa prófkjörs - nýtt þingmannsefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Arnbjörgu, sem hefur setið á þingi nær óslitið frá árinu 1995, fyrst fyrir Austurlandskjördæmi en hún hefur setið á þingi fyrir Norðausturkjördæmi frá afsögn Tómasar Inga Olrich í ársbyrjun 2004.
Stóra spurningin nú er hvort Abba muni taka þriðja sætið. Á kjördæmisþingi í nóvember 2002 tapaði Abba slagnum um annað sætið við Tómas Inga og varð þriðja. Hún féll af þingi í kosningunum um vorið en kom svo inn nokkrum mánuðum síðar. Hún byggði upp pólitíska stöðu sína hratt og vel, náði þingflokksformennskunni árið 2005 og hélt henni eftir síðustu kosningar - var mjög náin Geir H. Haarde í flokksvinnunni. Þessi niðurstaða er gríðarlegt áfall fyrir hana.
Björn Ingimarsson kemur sterkur til leiks í fjórða sætið. Hann stóð sig mjög vel í prófkjörsbaráttunni og ég ákvað að styðja hann eftir því sem nær leið prófkjöri, enda mjög traustur valkostur. Soffía Lárusdóttir á Egilsstöðum stefndi hátt en uppsker ekki eins vel og hinir Austfirðingarnir. Anna Guðný fær glæsilega kosningu í sjötta sætið og ég er mjög ánægður með hversu vel henni gekk. Hlakka til að sjá til verka hennar í pólitísku starfi í kjölfarið.
Leitt að Jenni náði ekki sínu markmiði. Hann var mjög traustur í prófkjörsbaráttunni en hefur greinilega lent inn á milli í Austfjarðabaráttunni um annað sætið. Leiðinleg útkoma hvað það varðar. En í heildina er þetta sterkur listi. Ég óska Tryggva Þór innilega til hamingju, hann fékk sínar hamingjuóskir frá mér á Hótel KEA áðan, en ég endurtek þær enn og aftur. Líst mjög vel á að fá hann inn á þing fyrir kjördæmið.
Kristján Þór fær traust umboð í leiðtogastólinn og gott umboð. Staða hans er mjög sterk í kjölfarið og hann fer reyndari inn í væntanleg kosningaátök en síðast, reynslunni ríkari eftir umbrotatíma í pólitíkinni að undanförnu. Kjörsóknin hefði mátt vera meiri, en hún er dræm víðast hvar um land - við getum vel við unað miðað við kjörsókn t.d. hjá stóru flokkunum í borginni.
Stóra spurningin nú er hvort Abba muni taka þriðja sætið. Á kjördæmisþingi í nóvember 2002 tapaði Abba slagnum um annað sætið við Tómas Inga og varð þriðja. Hún féll af þingi í kosningunum um vorið en kom svo inn nokkrum mánuðum síðar. Hún byggði upp pólitíska stöðu sína hratt og vel, náði þingflokksformennskunni árið 2005 og hélt henni eftir síðustu kosningar - var mjög náin Geir H. Haarde í flokksvinnunni. Þessi niðurstaða er gríðarlegt áfall fyrir hana.
Björn Ingimarsson kemur sterkur til leiks í fjórða sætið. Hann stóð sig mjög vel í prófkjörsbaráttunni og ég ákvað að styðja hann eftir því sem nær leið prófkjöri, enda mjög traustur valkostur. Soffía Lárusdóttir á Egilsstöðum stefndi hátt en uppsker ekki eins vel og hinir Austfirðingarnir. Anna Guðný fær glæsilega kosningu í sjötta sætið og ég er mjög ánægður með hversu vel henni gekk. Hlakka til að sjá til verka hennar í pólitísku starfi í kjölfarið.
Leitt að Jenni náði ekki sínu markmiði. Hann var mjög traustur í prófkjörsbaráttunni en hefur greinilega lent inn á milli í Austfjarðabaráttunni um annað sætið. Leiðinleg útkoma hvað það varðar. En í heildina er þetta sterkur listi. Ég óska Tryggva Þór innilega til hamingju, hann fékk sínar hamingjuóskir frá mér á Hótel KEA áðan, en ég endurtek þær enn og aftur. Líst mjög vel á að fá hann inn á þing fyrir kjördæmið.
Kristján Þór fær traust umboð í leiðtogastólinn og gott umboð. Staða hans er mjög sterk í kjölfarið og hann fer reyndari inn í væntanleg kosningaátök en síðast, reynslunni ríkari eftir umbrotatíma í pólitíkinni að undanförnu. Kjörsóknin hefði mátt vera meiri, en hún er dræm víðast hvar um land - við getum vel við unað miðað við kjörsókn t.d. hjá stóru flokkunum í borginni.
![]() |
Kristján leiðir í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 16:18
Tryggvi Þór á leiðinni á þing
Hér á Hótel KEA voru fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðaustri lesnar upp fyrir nokkrum mínútum. Merkileg niðurstaða sem glittir í þarna. Tryggvi Þór Herbertsson er sigurvegari prófkjörsins ef marka má þessar tölur og er á leiðinni á þing. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, fellur um sæti og er í því þriðja en stutt í Björn Ingimarsson á Þórshöfn í fjórða sætinu.
Svo koma Soffía Lárusdóttir og Akureyringurinn Anna Guðný Guðmundsdóttir, sem kemur sterk til leiks í frumraun sinni í pólitík. Sakna helst að gamall félagi úr ungliðastarfinu, Jens Garðar, er ekki í topp sex en vonandi bætist úr því.
Svo koma Soffía Lárusdóttir og Akureyringurinn Anna Guðný Guðmundsdóttir, sem kemur sterk til leiks í frumraun sinni í pólitík. Sakna helst að gamall félagi úr ungliðastarfinu, Jens Garðar, er ekki í topp sex en vonandi bætist úr því.
![]() |
Tryggvi Þór í öðru sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2009 | 12:33
Traustur sigur Ragnheiðar - þrjár konur í topp 4
Ragnheiður Elín Árnadóttir vann traustan og glæsilegan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær. Hún vann fyrsta sætið með miklum yfirburðum og stimplar sig inn í forystusveit flokksins með því að færa sig um kjördæmi. Niðurstaðan endurspeglar kröfu um miklar breytingar í forystunni í kjördæminu, enda er öllum þingmönnum flokksins hafnað nema Árna Johnsen, sem heldur öðru sætinu, sem hann vann í prófkjörinu 2006 en tapaði á kjördegi 12. maí 2007 með útstrikunum. Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir fá hinsvegar skell.
Þetta er mjög sterkur listi, enda eru þrjár konur í fjórum efstu sætum - þar af þrjár mjög öflugar konur. Unnur Brá nær öruggu þingsæti og er mjög vel að því komin. Stóri sigurvegarinn hlýtur þó að teljast Íris Róbertsdóttir, kennari í Vestmannaeyjum, en hún nær baráttusætinu traust og flott. Hún hlýtur að verða forystukonan úr Eyjum þegar Árni hverfur á braut, en væntanlega eru þetta síðustu kosningarnar hans í framboði. Líst mjög vel á að fá hana í efstu sætin.
Þetta er því góður listi í heildina. Árni Johnsen hefur þó alla tíð verið umdeildur - hann heldur þó sínu sæti í þessu prófkjöri, væntanlega hans síðasta. Hann var þó aldrei nein ógn fyrir Ragnheiði Elínu í fyrsta sætið. Sigur hennar er mjög afdráttarlaus og traustur. Ég vil óska Ragnheiði Elínu innilega til hamingju með glæsilegt kjör, auk þess sem ég er ánægður með trausta kosningu Unnar og Írisar í vænleg sæti.
Þetta er mjög sterkur listi, enda eru þrjár konur í fjórum efstu sætum - þar af þrjár mjög öflugar konur. Unnur Brá nær öruggu þingsæti og er mjög vel að því komin. Stóri sigurvegarinn hlýtur þó að teljast Íris Róbertsdóttir, kennari í Vestmannaeyjum, en hún nær baráttusætinu traust og flott. Hún hlýtur að verða forystukonan úr Eyjum þegar Árni hverfur á braut, en væntanlega eru þetta síðustu kosningarnar hans í framboði. Líst mjög vel á að fá hana í efstu sætin.
Þetta er því góður listi í heildina. Árni Johnsen hefur þó alla tíð verið umdeildur - hann heldur þó sínu sæti í þessu prófkjöri, væntanlega hans síðasta. Hann var þó aldrei nein ógn fyrir Ragnheiði Elínu í fyrsta sætið. Sigur hennar er mjög afdráttarlaus og traustur. Ég vil óska Ragnheiði Elínu innilega til hamingju með glæsilegt kjör, auk þess sem ég er ánægður með trausta kosningu Unnar og Írisar í vænleg sæti.
![]() |
Ragnheiður Elín sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 03:05
Árni hækkar - Ragnheiður enn í forystu
Spennan er heldur betur að aukast í talningu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, nú þegar líður að lokum. Árni Johnsen hefur afrekað að ná upp í annað sætið en Ragnheiður Elín heldur enn forystunni. Unnur Brá komin í það þriðja og Kjartan fallinn niður í fimmta. Miklar sviptingar í gangi, svipað og í talningunni í síðasta prófkjöri árið 2006.
Fróðlegt að sjá hvernig fer að lokum. Ég ætla að vona að úrslitin verði í svipuðum dúr eins og fyrstu tölur sýndu. Það væri sterkur listi fyrir kjördæmið og myndi ná góðri kosningu. Flokknum veitir ekki af að stokka upp listann þarna og ná annarri ásýnd á forystusveitina, eftir ýmis leiðindamál síðustu árin.
Fróðlegt að sjá hvernig fer að lokum. Ég ætla að vona að úrslitin verði í svipuðum dúr eins og fyrstu tölur sýndu. Það væri sterkur listi fyrir kjördæmið og myndi ná góðri kosningu. Flokknum veitir ekki af að stokka upp listann þarna og ná annarri ásýnd á forystusveitina, eftir ýmis leiðindamál síðustu árin.
![]() |
Árni kominn í annað sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 00:30
Ragnheiður Elín og Unnur Brá leiða í Suðrinu
Ég er mjög ánægður með fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðrinu. Þar eru Ragnheiður Elín og Unnur Brá í forystu. Líst mjög vel á það. Þær eru öflugar og traustar - eiga skilið að leiða listann í kjördæminu. Margir töldu djarft hjá Ragnheiði Elínu að færa sig í Suðrið en þar tefldi hún skynsamlega og vel, leysti líka vissa leiðtogakrísu í kjördæminu. Hún bauð flokksmönnum þar nýjan og góðan valkost.
Unnur Brá, góð vinkona og félagi úr SUS-starfinu í denn, hefur verið að styrkjast í pólitíkinni á síðustu árum og verða traust forystuefni á Suðursvæðinu. Hún varð sveitarstjóri í Rangarþingi eystra eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og náði svo fimmta sætinu á framboðslistanum í Suðrinu fyrir síðustu kosningar. Hún stimplar sig inn á þing nú. Óska minni góðu vinkonu til hamingju með árangurinn!
Vona að Íris Róbertsdóttir færist upp fyrir Árna Johnsen þegar líður á talninguna. Bind vonir við að fleiri ungliðar verði ofarlega líka. Ég held að allir viti um skoðanir mínar á Árna Johnsen. Varla þörf á að endurtaka það hér og nú.
Unnur Brá, góð vinkona og félagi úr SUS-starfinu í denn, hefur verið að styrkjast í pólitíkinni á síðustu árum og verða traust forystuefni á Suðursvæðinu. Hún varð sveitarstjóri í Rangarþingi eystra eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og náði svo fimmta sætinu á framboðslistanum í Suðrinu fyrir síðustu kosningar. Hún stimplar sig inn á þing nú. Óska minni góðu vinkonu til hamingju með árangurinn!
Vona að Íris Róbertsdóttir færist upp fyrir Árna Johnsen þegar líður á talninguna. Bind vonir við að fleiri ungliðar verði ofarlega líka. Ég held að allir viti um skoðanir mínar á Árna Johnsen. Varla þörf á að endurtaka það hér og nú.
![]() |
Ragnheiður Elín efst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 00:11
Bjarni leiðir í Kraganum - Ármann fellur af þingi
Merkileg úrslit hjá sjálfstæðismönnum í Kraganum. Nokkrir punktar standa þar upp úr.
- Bjarni fær traust og gott umboð í leiðtogastólinn. Yfirburðastaða hans er augljós í væntanlegu formannskjöri. Eina spurningin er nú hversu afdráttarlausan stuðning hann muni fá.
- Þorgerður Katrín heldur velli í forystusveitinni en tapar leiðtogastólnum til Bjarna - hann fékk 3364 en hún 1361 atkvæði. Staða hennar veikist í samræmi við það og eflaust velta flestir fyrir sér stöðu hennar sem varaformannsefnis að því loknu.
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir vinnur mikinn persónulegan sigur með því að ná þriðja sætinu. Hún barðist fyrir því síðast en tapaði og féll niður í sjötta. Sætur sigur fyrir hana.
- Jón Gunnarsson kemur mörgum á óvart með því að halda sínu sæti og verða eini Kópavogsbúinn í öruggu þingsæti með því að fara upp fyrir Ármann Kr. Er það hvalurinn sem réð úrslitum?
- Óli Björn nær traustu sæti. Er hann ekki fyrsti Seltjarnarnesbúinn í væntanlegu þingsæti fyrir flokkinn áratugum saman? Held það. Glæsilegt hjá honum. Ánægður með að fá hann á þing.
- Rósa hefði mátt lenda ofar að mínu mati. Hefur staðið sig vel og stimplað sig inn með setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
- Ármann Kr. fær mikinn skell og lendir út af þingi. Spilaði djarft og verður undir, svipað og Ragnheiður R. síðast.
- Bjarni fær traust og gott umboð í leiðtogastólinn. Yfirburðastaða hans er augljós í væntanlegu formannskjöri. Eina spurningin er nú hversu afdráttarlausan stuðning hann muni fá.
- Þorgerður Katrín heldur velli í forystusveitinni en tapar leiðtogastólnum til Bjarna - hann fékk 3364 en hún 1361 atkvæði. Staða hennar veikist í samræmi við það og eflaust velta flestir fyrir sér stöðu hennar sem varaformannsefnis að því loknu.
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir vinnur mikinn persónulegan sigur með því að ná þriðja sætinu. Hún barðist fyrir því síðast en tapaði og féll niður í sjötta. Sætur sigur fyrir hana.
- Jón Gunnarsson kemur mörgum á óvart með því að halda sínu sæti og verða eini Kópavogsbúinn í öruggu þingsæti með því að fara upp fyrir Ármann Kr. Er það hvalurinn sem réð úrslitum?
- Óli Björn nær traustu sæti. Er hann ekki fyrsti Seltjarnarnesbúinn í væntanlegu þingsæti fyrir flokkinn áratugum saman? Held það. Glæsilegt hjá honum. Ánægður með að fá hann á þing.
- Rósa hefði mátt lenda ofar að mínu mati. Hefur staðið sig vel og stimplað sig inn með setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
- Ármann Kr. fær mikinn skell og lendir út af þingi. Spilaði djarft og verður undir, svipað og Ragnheiður R. síðast.
![]() |
Bjarni sigraði í Suðvesturkjördæmi - Rósa náði 6. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |