13.6.2009 | 22:31
Siðleysi Sigurjóns - loftfimleikar og kúlulán

Fáránleikinn tekur enn á sig nýja mynd þegar 40 milljóna kúlulánið, sem Sigurjón Þ. Árnason veitti sjálfum sér, verður opinbert. Þeir sem véluðu með útrásarvíkingunum og unnu á þeirra vakt voru snillingar í að setja á svið sjónhverfingar og láta ótrúlegustu hluti virka sem tæra snilld í ótrúlega langan tíma. Núna ofbýður þjóðinni sukkið og svínaríið. Hugsa sér að einhverjir hafi borið virðingu fyrir þessum mönnum hér áður fyrr.
Ekki er nóg með að Sigurjón hafi fengið lán hjá sjálfum sér heldur var það langt undir markaðsvöxtum. Þessi absúrd veruleiki sem við lifðum hér á Íslandi verður enn fáránlegri og undarlegri eftir því sem meira af vinnubrögðum þessara manna verða opinbert. Allri þjóðinni ofbýður vinnulagið og krafan er einföld: þetta verði gert upp heiðarlega og rétt. Reikningsskilin verða að eiga sér stað!
Hugsa sér svo að Landsbankinn undir stjórn þessa manns fékk viðurkenningu fyrir bestu ársskýrsluna. Það var í september 2008! Nokkrum vikum fyrir hrunið. Sjáið myndina. Þarna er viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar, viðskiptaráðherrann sem svaf á vaktinni, með bankastjóranum - auðvitað brosir hann eins og einfeldningur.
![]() |
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 17:21
Sigmundur Davíð styrkir pólitíska stöðu sína
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur styrkt pólitíska stöðu sína mjög á síðustu vikum. Hann náði vopnum sínum í lokaviku kosningabaráttunnar með snarpri gagnrýni á ríkisstjórnina vegna leyndar um bankaskýrslurnar, sem enn eru lokaðar í dulkóðuðu herbergi hjá Steingrími J. (sú lýsing minnti frekar á kaldastríðsandrúmsloftið í gamalli James Bond-mynd en íslenskan veruleika) og tryggði flokknum kjördæmakjör í borgarkjördæmum og Kraganum.
Eftir að þing var sett hefur Sigmundur Davíð talað afgerandi og hvasst, ekki verið með tæpitungu og hik. Segja má að nýr Framsóknarflokkur hafi orðið til á vakt hans; æstur, einbeittur og orðhvatur. Við höfum ekki séð Framsóknarflokkinn í öðrum eins ham í þinginu áratugum saman. Ný forysta hefur stokkað hann algjörlega upp. Þingflokkurinn er líka alveg nýr. Aðeins þrír þingmenn höfðu þingreynslu áður, þar af aðeins einn setið í meira en áratug.
Stjórnarflokkarnir eiga líka erfitt með að tækla Framsókn og Sigmund Davíð, sérstaklega Steingrímur J. Honum hlýtur sérstaklega að líða illa, enda virðist Framsókn vera eins og VG var áður en þeir komust í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur tekið sér gamla sess Steingríms J. sem hinn orðhvati og afgerandi stjórnarandstæðingur sem markar sér sess á vígvellinum. Enda greinilegt að það er sótt til vinstri og reynt að ná vinstrafylginu aftur til baka.
Sigmundur Davíð hefur á nokkrum vikum stimplað sig til leiks. Hann átti um skeið erfitt með að marka sér stöðu og svo virtist fyrir kosningar sem hann hefði misst vopn sín. Honum tókst að ná meira fylgi en kannanir gáfu til kynna og bæta við fylgi frá afhroðinu 2007 - sækir nú fram á vinstrivæng og ætlar að ná í fylgi þar. Eflaust mun það takast með þessari taktík.
Eftir að þing var sett hefur Sigmundur Davíð talað afgerandi og hvasst, ekki verið með tæpitungu og hik. Segja má að nýr Framsóknarflokkur hafi orðið til á vakt hans; æstur, einbeittur og orðhvatur. Við höfum ekki séð Framsóknarflokkinn í öðrum eins ham í þinginu áratugum saman. Ný forysta hefur stokkað hann algjörlega upp. Þingflokkurinn er líka alveg nýr. Aðeins þrír þingmenn höfðu þingreynslu áður, þar af aðeins einn setið í meira en áratug.
Stjórnarflokkarnir eiga líka erfitt með að tækla Framsókn og Sigmund Davíð, sérstaklega Steingrímur J. Honum hlýtur sérstaklega að líða illa, enda virðist Framsókn vera eins og VG var áður en þeir komust í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur tekið sér gamla sess Steingríms J. sem hinn orðhvati og afgerandi stjórnarandstæðingur sem markar sér sess á vígvellinum. Enda greinilegt að það er sótt til vinstri og reynt að ná vinstrafylginu aftur til baka.
Sigmundur Davíð hefur á nokkrum vikum stimplað sig til leiks. Hann átti um skeið erfitt með að marka sér stöðu og svo virtist fyrir kosningar sem hann hefði misst vopn sín. Honum tókst að ná meira fylgi en kannanir gáfu til kynna og bæta við fylgi frá afhroðinu 2007 - sækir nú fram á vinstrivæng og ætlar að ná í fylgi þar. Eflaust mun það takast með þessari taktík.
![]() |
Fjarar undan stjórninni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 14:15
Andstaðan við Evu Joly
Ég held að þeir sem bjuggu til spunann um að sjálfstæðismenn væru mest andvígir komu Evu Joly til landsins hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar Sigurður G. Guðjónsson ritaði greinina sína gegn Joly í gærkvöldi. Seint verður Sigurður G. talinn sjálfstæðismaður eða hallast til hægri. Þvert á móti hefur hann verið mjög tengdur Samfylkingunni og öllum er ljóst hver tengsl Sigurðar við auðblokkirnar í landinu hafa verið.
Vissulega var það hentugt fyrir suma að reyna að telja öðrum trú um að hægrimenn væru mest ósáttir við Evu Joly. Staðreyndin er hinsvegar sú að Eva Joly var ráðin til verka af vinstrimönnum og hún notaði tækifærið og úthúðaði þeim opinberlega um daginn því starfsaðstaða hafi ekki verið tryggð fyrir hana og umgjörðin um starfið önnur en hún taldi sæmandi sér. Hún flengdi vinstristjórnina.
Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin vilji ekkert heildaruppgjör á því sem gerðist í hruninu. Þeir hafa allavega ekki sýnt að þeir vilji að Eva Joly hafi fullt umboð til verka og starfsaðstöðu sem hún sóttist eftir. Grein Sigurðar G. er því viss varnarblokk fyrir augljósa aðila og vekur spurningar um hverjir séu ósáttastir við að hún sé að reyna að grafast fyrir um sannleikann í hruninu.
Vissulega var það hentugt fyrir suma að reyna að telja öðrum trú um að hægrimenn væru mest ósáttir við Evu Joly. Staðreyndin er hinsvegar sú að Eva Joly var ráðin til verka af vinstrimönnum og hún notaði tækifærið og úthúðaði þeim opinberlega um daginn því starfsaðstaða hafi ekki verið tryggð fyrir hana og umgjörðin um starfið önnur en hún taldi sæmandi sér. Hún flengdi vinstristjórnina.
Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin vilji ekkert heildaruppgjör á því sem gerðist í hruninu. Þeir hafa allavega ekki sýnt að þeir vilji að Eva Joly hafi fullt umboð til verka og starfsaðstöðu sem hún sóttist eftir. Grein Sigurðar G. er því viss varnarblokk fyrir augljósa aðila og vekur spurningar um hverjir séu ósáttastir við að hún sé að reyna að grafast fyrir um sannleikann í hruninu.
![]() |
Málflutningur Joly gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |