Sigmundur Davíð styrkir pólitíska stöðu sína

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur styrkt pólitíska stöðu sína mjög á síðustu vikum. Hann náði vopnum sínum í lokaviku kosningabaráttunnar með snarpri gagnrýni á ríkisstjórnina vegna leyndar um bankaskýrslurnar, sem enn eru lokaðar í dulkóðuðu herbergi hjá Steingrími J. (sú lýsing minnti frekar á kaldastríðsandrúmsloftið í gamalli James Bond-mynd en íslenskan veruleika) og tryggði flokknum kjördæmakjör í borgarkjördæmum og Kraganum.

Eftir að þing var sett hefur Sigmundur Davíð talað afgerandi og hvasst, ekki verið með tæpitungu og hik. Segja má að nýr Framsóknarflokkur hafi orðið til á vakt hans; æstur, einbeittur og orðhvatur. Við höfum ekki séð Framsóknarflokkinn í öðrum eins ham í þinginu áratugum saman. Ný forysta hefur stokkað hann algjörlega upp. Þingflokkurinn er líka alveg nýr. Aðeins þrír þingmenn höfðu þingreynslu áður, þar af aðeins einn setið í meira en áratug.

Stjórnarflokkarnir eiga líka erfitt með að tækla Framsókn og Sigmund Davíð, sérstaklega Steingrímur J. Honum hlýtur sérstaklega að líða illa, enda virðist Framsókn vera eins og VG var áður en þeir komust í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur tekið sér gamla sess Steingríms J. sem hinn orðhvati og afgerandi stjórnarandstæðingur sem markar sér sess á vígvellinum. Enda greinilegt að það er sótt til vinstri og reynt að ná vinstrafylginu aftur til baka.

Sigmundur Davíð hefur á nokkrum vikum stimplað sig til leiks. Hann átti um skeið erfitt með að marka sér stöðu og svo virtist fyrir kosningar sem hann hefði misst vopn sín. Honum tókst að ná meira fylgi en kannanir gáfu til kynna og bæta við fylgi frá afhroðinu 2007 - sækir nú fram á vinstrivæng og ætlar að ná í fylgi þar. Eflaust mun það takast með þessari taktík.

 


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á flestum heimilum heitir innlegg hans einfaldlega ,,nöldur".

Konan (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 17:58

2 identicon

Sammála. Þótt illt þyki mér að bera lof á Framsóknarflokkinn, þá viðurkenni ég að virðing mín fyrir Sigmundi er á hraðri uppleið !!

Steingrímur var sleginn kaldur í síðasta karpi þeirra félaga, virðing mín fyrir honum er á hraðri niðurleið.

runar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:27

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað varðar okkur almenning um þó einhver stjórnmálamaður styrki stöðu sína. Það er hans mál. Það er enginn Harry Potter til ekki einu sinni í gervi Sigmundar. Ég skil ekki þessa oftrú á fólk sem hefur fengið vinnu á Alþingi.

Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband