Andstaðan við Evu Joly

Ég held að þeir sem bjuggu til spunann um að sjálfstæðismenn væru mest andvígir komu Evu Joly til landsins hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar Sigurður G. Guðjónsson ritaði greinina sína gegn Joly í gærkvöldi. Seint verður Sigurður G. talinn sjálfstæðismaður eða hallast til hægri. Þvert á móti hefur hann verið mjög tengdur Samfylkingunni og öllum er ljóst hver tengsl Sigurðar við auðblokkirnar í landinu hafa verið.

Vissulega var það hentugt fyrir suma að reyna að telja öðrum trú um að hægrimenn væru mest ósáttir við Evu Joly. Staðreyndin er hinsvegar sú að Eva Joly var ráðin til verka af vinstrimönnum og hún notaði tækifærið og úthúðaði þeim opinberlega um daginn því starfsaðstaða hafi ekki verið tryggð fyrir hana og umgjörðin um starfið önnur en hún taldi sæmandi sér. Hún flengdi vinstristjórnina.

Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin vilji ekkert heildaruppgjör á því sem gerðist í hruninu. Þeir hafa allavega ekki sýnt að þeir vilji að Eva Joly hafi fullt umboð til verka og starfsaðstöðu sem hún sóttist eftir. Grein Sigurðar G. er því viss varnarblokk fyrir augljósa aðila og vekur spurningar um hverjir séu ósáttastir við að hún sé að reyna að grafast fyrir um sannleikann í hruninu.

mbl.is Málflutningur Joly gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þó svo að sjálfstæðisflokkurinn og framsókn eigi meginsök á þessum hörmungum þá koma glæpamennirnir sem svívirtu okkur úr öllum flokkum. það er fínt þegar þessir hrokagikkir koma fram og opinbera sig og sína hagsmuni!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er allt eitthvað svo vandræðalegt fyrir Sandfylkinguna og ekki bara þetta mál.  Ég haf aldrei orðið jafn mikið var við hvað lítið heyrist í Sandfylkingarfólki.  Sandfylkingarfólk þurfti sí og æ að koma með einhverskonar yfirlýsingar í fyrirsagnarformi, en nú heyrist nánast ekkert í þeim.

Skrítið

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.6.2009 kl. 14:47

3 identicon

Þessar hugleiðingar Stefáns eru athyglisverðar og ég er ekki frá því að hann hafi nokkuð til síns máls. Það á eftir að koma í ljós. En ef Stefán hefur rétt fyrir sér á Samfylkingin eftir að lenda í miklum vanda. Af hverju heyrir maður ekkert frá Valgerði Bjarnadóttur?    

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:48

4 identicon

Sæll Stefán

Það skiftir mig engu máli hver af fjórflokknum gerði hvað því mitt mat er að þeir bera allir það mikla ábyrgð að það skiftir ekki máli hver gerði hvað til sem trygg'i að svona fór.  Blóðsugupólitíkin sem rekin hefur verið hér á landi í allt of mörg ár varð okkur að falli fjárhagslega þó að Vinstri grænir bæru ábyrgð bara 10% af hruninu þá er sá partur svo miklar upphæðir að menn segja af sér fyrir minna á Norðurlöndunum sem dæmi.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Þetta er rétt hjá þér að öllu leyti nema einu sem vissulega er mikilvægt, Samfylkingin er nefnilega enginn vinstri flokkur, heldur nútímalegur hægri sinnaður verkamannaflokkur með sterk tengsl við atvinnulífið.

Samfylkingin er í raun í dag í sömu sporum og Sjálfstæðisflokkurinn fyrir svoan ca 20 árum, og vissulega vill hún ekkert lokaupgjör.

En að kalla Sigurð G vinstrimann, Stefán þar ertu nú að gelta uppí viltaust tré, Sigurður G er holdgervingur kapítalismans og einn mesti gróðapungur þessa lands, málið er að þannig bisnissmenn eru farninr að kæra sig kollótta um hvað flokkurinn kallar sig sem veitir þeim völdin sem þeir þurfa, göfugt er af bláeygðum drengjum sem okkur að telja eitthvað til sem heitir hugsjón í dag en ég skal segja þér það sem rennur æ skýrar upp fyrir mér, peningarnir ráða.

Ekki heimskuleg rifrildi um gæði hægri og vinstri stefnu.

Einhver Ágúst, 13.6.2009 kl. 19:18

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú veist það kannski ekki en Sigurður G. er yfirlýstur Sjálfstæðismaður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 22:10

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurður G. hefur verið kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar og ötull Samfylkingarmaður.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.6.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Já menn vinna fyrir pening óháð hugsjónum, það er ekkert nýtt, en vá hvað Sigurður grillaði Helga Seljan í kvöld svaraði vel og klóraði sé ráhugalaus í eyranu á meðan Helgi belgdi  sig.

Ötull er Sigurður G, en vinstri maður er hann ekki, ekkert frekar en mágurinn.

Einhver Ágúst, 15.6.2009 kl. 23:31

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Og án spaugs finnst þér Sigurður G vinstri sinnaður? Eða þá samfylkingin?

Einhver Ágúst, 15.6.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband