Áminntur fyrir vandvirkni - valdníðsla Álfheiðar

Mér finnst það hrein valdníðsla hjá Álfheiði Ingadóttur að áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga, fyrir það eitt að leita til Ríkisendurskoðunar. Síðan hvenær er það ámælisvert að stunda vandvirk vinnubrögð og leita álits innri endurskoðunar? Er þetta ekki vönduð og góð stjórnsýsla? Held það nú.

Álfheiður er forræðishyggjan uppmáluð: í hennar bókum eru skoðanakúgun, valdboð og siðferðispredikanir í hávegum hafðar. Þessi valdníðsla segir mikið um ráðherrann, yfirgangur og hótanir virðast hennar vinnuaðferðir. Þetta er hrokafullt og ömurlegt, frekar á að hrósa því að leitað sé álits.

En þetta er svosem eins og margt annað í þessari lánlausu vinstristjórn: breytingarnar eru framlenging á afdönkuðum vinnubrögðum. Þessi vinstristjórn er gamaldags og þreytt stjórn með yfirboðum og hótunum frá hinu villta gamla vinstri.


mbl.is Ráðherra ætlar að áminna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband