Kristján fær ekki að opna Héðinsfjarðargöngin

Ansi er það nú kaldhæðnislegt að Kristján Möller skuli missa ráðherrastólinn korteri áður en Héðinsfjargöngin, í heimabyggð hans, verða tekin formlega í notkun. Þar ætlaði Kristján að vera hrókur alls fagnaðar og njóta mikillar sælustundar.

Enda segja kjaftasögurnar að hann sæki það mjög stíft að fá að halda stólnum til áramóta svo hann fái þann draum uppfylltan að vera samgönguráðherrann sem vígir Héðinsfjarðargöngin.

Sagan segir líka að Jóhanna Sigurðardóttir sé lítill aðdáandi Kristjáns og gráti lítt þá staðreynd að hann sé settur af rétt áður en hann hefði náð að vígja göngin á heimavelli.

Hvað ætli verði annars um Kristján, verður hann óbreyttur þingmaður eða er fléttan að hann taki við sem þingforseti? Varla verður hann hafður sem óbreyttur, eða hvað?


mbl.is Óvissa meðal ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband