Skelfilegt ástand

Vörubíllinn Það er óhætt að segja að betur hafi farið en á horfðist þegar að vörubíl var ekið á ofsahraða um borgina í gærkvöldi. Mildi að ekki varð slys á fólki. Þetta fær fólk til að hugsa æ betur um hættuna af slíkum bílum sé keyrt á þeim með ofsahraða.

Í þessu tilviki mun hafa verið vanheill maður við stýri og þetta mál virðist allt frekar dapurt. Sorglegt bara. Þessi ofsaakstur er varla einstakur, en hann fær fólk vonandi til að hugsa málið vel, sé fólk við stýri sem kann ekki að stýra bíl af þessu tagi og hefur ekki þekkingu til þess.

mbl.is Vörubíll stöðvaður eftir ofsaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Í frétt á baksíðu Moggans kemur fram að í þessu tilviki hafi andlega vanheill maður tekið bílinn ófrjálsri hendi og farið í þessa stórhættulegu ökuferð þannig að mér finnst fyrirsögnin á þessari færslu kannski frekar ósanngjörn gagnvart öðrum vörubílstjórum.

Björg K. Sigurðardóttir, 26.1.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur fyrir ábendinguna. Tók eftir þessu eftir að ég skrifaði svo að ég hef breytt skrifunum hér með eftir því, að sjálfsögðu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.1.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband