Orð dagsins

Björn Bjarnason Það er allt í háalofti hjá Samfylkingunni. Jón Baldvin sendi viðvörunarskot til formanns flokksins í dag á Stöð 2 - ef hún fiski ekki eigi hún að fara úr brúnni. Skýr skilaboð. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hittir naglann á höfuðið í greiningu sinni á stöðunni þarna innanborðs á vef sínum nú í kvöld:

Jón Baldvin Hannibalsson telur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ekki fiska nóg fyrir Samfylkinguna. Í stað þess að skipta nú um kaptein í brúnni, vill hann frekar stofna nýjan flokk! Ég minni á tillögu mína um, að Ingibjörg Sólrún fari að dæmi Össurar fyrir fjórum árum og finni forsætisráðherraefni fyrir Samfylkinguna - Össur?

Vel orðað svo sannarlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Er ekki nokkuð ljóst að Jón Baldvin átti við sjálfan sig.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 28.1.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Aldrei fiskaði Jón Baldvin neitt sérstaklega vel fyrir Alþýðuflokkinn.

Björg K. Sigurðardóttir, 29.1.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurður: Já, eflaust átti hann við sig. Annars er greinilegt að JBH telur að einhver verði að koma formanninum til bjargar. Það er góður punktur hjá honum með það hver sé talsmaður Samfylkingarinnar í efnahagsmálum. Hver ætli hann sé?

Björg Hann kom honum þó allavega í stjórn, hann var fjármála- og utanríkisráðherra, valdamikill ráðherra í miðpunkti stjórnmálanna. Reyndar afþakkaði hann forsætisráðherrastól fyrir sextán árum eins og frægt varð. Þó að JBH hafi aldrei orðið forsætisráðherra varð hann þó mjög valdamikill, hann sprengdi tvær ríkisstjórnir og fór sínu fram í mörgum málum. Einnig náði hann að endurreisa Alþýðuflokkinn til vegs og virðingar aftur í stjórn, en hann hafði farið illa í kosningunum 1979 og 1983, mun verr í þeim seinni. Þá fór hann fram gegn Kjartani Jóhannssyni með þeim orðum að hann væri ekki að fiska. Hann felldi Kjartan og kom flokknum í stjórn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.1.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Jón Baldvin fiskaði aldrei meira en eitthvað um 15% fylgi á meðan hann var formaður Alþýðuflokksins. Flokkurinn hefur því verið í svipaðri stöðu og Framsókn núna, þ.e. verið með völd í öfugu hlutfalli við kjörfylgi.

Björg K. Sigurðardóttir, 29.1.2007 kl. 00:27

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alþýðuflokkurinn var eðalkrataflokkur vissulega og hafði eins og Alþýðubandalagið vissan markhóp og fiskaði talsvert þar. Hann hafði tíu þingmenn eftir kosningarnar 1987 og 1991 og fékk t.d. fimm ráðherra, helmingaskipti eftir kosningarnar 1991 í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Annars er ég þess fullviss að tilkoma Borgaraflokksins hafi eyðilagt möguleika JBH að ná mun betri árangri árið 1987, en lengi vel í könnunum þá var flokkurinn að mælast með 12-14 þingsæti.

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Vilmundur hefði tekið við Alþýðuflokknum hefði hann aðeins beðið færis eftir töpin í varaformannskjörunum 1980 og 1982. Hann beið ekki og það fór allt eins og það fór, sorglega. JBH hefur alltaf verið mikill leiðtogi fjölda manna innan Samfylkingarinnar og hann var áhrifamikill forystumaður sem allavega talaði tæpitungulaust, rétt eins og DO t.d.

Hann hætti í stjórnmálum á sínum tíma til að reyna að liðka til fyrir stofnun Samfylkingarinnar og fór eiginlega í hálfgerða útlegð. Nú áratug síðar er allt í kaldakoli og leiðtoginn sem JBH vildi að efldi vinstrimenn hefur greinilega brugðist að hans mati. Ég hef satt best að segja ekki séð JBH svona vonsvikinn og leiftrandi hvassan í mörg herrans ár, man eftir honum í svona ham í tollapælingunum. Það er greinilega eitthvað verið að pæla.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.1.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband