Stjórnarandstaðan kvartar yfir HM-ferðum ráðherra

Valgerður og Þorgerður Katrín á leiknum við Dani Mikla athygli hefur vakið að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gert sér ferð til Þýskalands á HM. Ekki aðeins er það Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, heldur hafa Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, farið á leiki og í gær var Valgerður t.d. í landsliðstreyju á pöllunum eins og sjá mátti í útsendingum frá leiknum.

Vart telst undarlegt að Þorgerður Katrín fari, bæði er hún gift einum af okkar eftirminnilegustu handboltagörpum og ráðherra íþróttamála. Það er greinilegt að stjórnarandstaðan er ekki eins hress yfir HM-ferðum ráðherranna og þeir sjálfir. Í upphafi þingfundar í dag kvartaði Mörður Árnason yfir töfum á störfum þingsins og vék að því hvort það væri vegna fjarveru fjölda ráðherra til að fara á leiki landsliðsins í Þýskalandi.

Virtist hann sérstaklega kvarta yfir ferðum ráðherra Framsóknarflokksins sem fyrr eru nefndir, enda getur hann varla kvartað yfir að menntamálaráðherra fari út til að styrkja liðið á þessu stórmóti, veita þann stuðning sem mikilvægt er. Stjórnarandstaðan hefur verið mjög seinheppin á þessu þingmisseri. Málþófið um RÚV varð svona eins og algjör kjánaskapur sem hún guggnaði á. Það er merkilegt að gera þetta að umræðuefni.

En vissulega var hálf kómískt að sjá ráðherra Framsóknarflokksins þarna úti. Merkilegt að sjá - ekki virðist stjórnarandstöðunni vera skemmt í þingsalnum í steingráa húsinu við Austurvöll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: áslaug

Hvers vegna mega ráðherrar ekki fylgjast með kappleikjum eins og hver annar?

áslaug, 31.1.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Veistu það Stefán að stjórnarandstaðan er í algjörri kreppu. Að stökkva á þetta, er skandall. Hreinn skandall. Á kannski að skamma þá þingmenn sem kusu Magna í Rock Star, eða eru þingmenn öðruvísi fólk en við hin? Eru ráðherrar e hvað örðuvísi? Hvaða vitleysa er þetta! Kristján Möller er bara snar að halda þessu fram og Mörður er bara orðinn fúll... En ég hvet þá til að halda þessu áfram því þá sér þjóðin þann mannkost sem telur sig geta ráðið við ríkisstjórnina. Ef þeir geta ekki stutt strákana og mega far erlendis eins og annað fólk þá er e hvað mikið að!

En haldið svona áfram....endilega!

Sveinn Hjörtur , 31.1.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Utanríkisráðhr.og umhverfismálaráðhr.höfðu ekkert erindi á heimsmeistarakeppnina,þeir eiga einfaldlega að vera á sínum vinnustað.Hins vegar var það viðeigandi að Þorgerður Katrín ráðhr.íþróttamála væri þarna sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni einum af okkar frægustu handboltastjórnum á sínum tíma. 

Kristján Pétursson, 31.1.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Utanríkisráðhr.og umhverfismálaráðhr.höfðu ekkert erindi á heimsmeistarakeppnina,þær eiga einfaldlega að vera á sínum vinnustað.Hins vegar var það viðeigandi að Þorgerður Katrín ráðhr.íþróttamála væri þarna sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni einum af okkar frægustu handboltastjörnum á sínum tíma. 

Kristján Pétursson, 31.1.2007 kl. 17:22

5 identicon

Mér er skítsama hvað þetta fólk gerir í sínum frítíma, svo framarlega sem það borgar þessar ferðir úr eigin vasa og það geti tekið sér frí á þessum tíma, upp á vinnu að gera.
En hins vegar finnst mér ömurlegt þegar það er alltaf verið að sýna þetta lið í sjónvarpsútsendingum.  Ég vil sjá íslenska almúgann sem er búinn að fylgja liðinu á mótinu, án þess að vera á ráðherralaunum.

Þorkell Gunnar (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 18:05

6 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Við meigum heldur ekki gleyma að Þorgerður var sjálf mjög góð handboltakona hér á árum áður

Guðmundur H. Bragason, 31.1.2007 kl. 18:26

7 identicon

Mér finnst þessi umræða stjórnarandstöðunnar fyllilega eiga rétt á sér, vil taka fram að mér finnst fullkomlega eðlilegt að Þorgerður Katrin sé þarna sem ráðherra íþróttamála, en ég skil ekki hvað hinar tvær voru að gera annað en að koma sjálfum sér í sjónvarpið og það væntanlega á kostnað skattgreiðanda, bæði voru þær fjarverandi frá vinnu og hafa væntanlega ekki borgað þessa ferð sjálfar.

Er sjálfur mikill handboltaaðdáandi og hef farið á lang flesta landsleiki Íslenska landsliðsins í handbolta hér á landi og ALDREI hef ég orðið var við þessa tvo tilteknu ráðherra framsóknarflokksins á handboltaleik áður.

Spurning hvort kosningar séu farnar að nálgast ?     

Ámundi (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 20:05

8 Smámynd: Kjartan Vídó

Ég held að stjórnarandstæðan ætti að skamma sín fyrir að hafa ekki verið á vellinum að styðja okkar menn. Ótrúlegt ef að þetta er það eina sem þeir hafa yfir að kvarta. Svo elsku Þorkell Gunnar þá veistu það jafnvel og ég að þýsku sjónvarpsmennirnir hafa ekki hugmynd um það af hverjum þeir eru að taka myndir. Þeir velja bara fallegasta fólkið

Kjartan Vídó, 31.1.2007 kl. 20:06

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú ættu handboltaunnendur að geta áttað sig vel á því hvaða þingmenn eru EKKI á bandi með þeim. Ef mér telst rétt til þá styður meirihluti þjóðarinnar landsliðið í handbolta, og fyrst það er aðallega minnihlutinn á Alþingi sem er að kvarta þá endurspeglar það sennilega þjóðina á fullkomlega eðlilegan og lýðræðislegan hátt. ;) Annað væri hneyksli, ekki satt?

Bara pæling... 

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2007 kl. 20:23

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment.

Áslaug: Algjörlega sammála.

Sveinn Hjörtur: Já, ég skil ekki alveg stjórnarandstöðuna að gera mál úr þessu. Finnst þetta nú svona frekar undarlegt að gera svona úlfalda úr mýflugu sem mér finnst þetta vera.

Kristján: Það hlýtur að vera þeirra ákvörðun hvort að þær fara. Get ekki betur séð, finnst þetta frekar undarlegt upphlaup hjá andstöðunni.

Þorkell: Algjörlega sammála þér, 100%.

Guðmundur B: Góður punktur til viðbótar í umræðuna. :)

Ámundi: Góðir punktar, er ekki sammála öllu en gott að heyra í einhverjum sem er annarrar skoðunar.

Kj. Vídó: Flottir punktar, leist vel á þá. Maður þarf að skella sér á næsta mót, það var hættulega freistandi að fara til Þýskalands. Gat ekki farið, en næst þegar að er mót þá lætur maður vaða.

Guðmundur Á: Góðir punktar í umræðuna, líst vel á þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.1.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband