Barátta Lúðvíks fyrir sönnun á faðerni Hermanns

Hermann Jónasson Lúðvík Gizurarson, lögmaður, hefur barist af krafti fyrir því seinustu árin að fá DNA-sýni úr Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra, til staðfestingar þeim sögusögnum að hann hafi verið launsonur Hermanns Jónassonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sem lést árið 1976. Hefur það verið hörð og erfið barátta.

Steingrímur hefur ekki viljað viðurkenna að Lúðvík sé bróðir hans og hefur neitað að afhenda DNA-sýni úr sér til rannsóknar. Lúðvík er skráður sonur Gizurar Bergsteinssonar, fyrrum forseta Hæstaréttar, en móðir Lúðvíks var lengi ritari Hermanns Jónassonar og með þeim var vinskapur. Vill Lúðvík nú reyna á að fá sannað í eitt skipti fyrir öll sannleikann í málinu.

Lúðvík Gizurarson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú úrskurðað í þriðja skipti að fara skuli fram mannerfðafræðileg rannsókn á lífsýnum til að ganga úr skugga um faðerni Lúðvíks. Hæstiréttur hefur tvisvar hafnað því að erfðafræðilegar rannsóknir verði látnar skera úr um faðerni Lúðvíks. Það stefnir því í að aftur fari málið fyrir Hæstarétt, enda gefa börn Hermanns ekki eftir. Óneitanlega er sterkur svipur með þeim og sú saga lengi verið lífseig að Hermann hafi verið faðir Lúðvíks.

Það vakti athygli í sumar þegar að Lúðvík sendi út frá sér fréttatilkynningu um framboð til formennsku í Framsóknarflokknum. Það var greinilega fyrst og fremst grín af hálfu Lúðvíks að gefa upp þann möguleika og reyna með því að feta í fótspor feðganna Hermanns og Steingríms. Væntanlega var Steingrími ekki hlátur í huga yfir þessu öllu saman.

En þetta er vissulega fróðlegt mál og athyglisvert að sjá hvernig því muni ljúka, en nú fer það aftur fyrir Hæstarétt væntanlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán Friðrik

Ég sé ekki neinn svip með þessum mönnum.

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:05

2 identicon

Sterkur svipur, en ég skil ekki af hverju Steingrímur og co vilja ekki að erfðasyni sé úr þeim tekið??? Hann ætti í raun að KREFJAST ÞESS Steingrímur, máli sínu til sönnunar!!!

Anna Benkovic (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:45

3 identicon

það er með ólíkindum ósmekklegt að verða ekki við þeim sjálfsögðu óskum Lúðvíks að fá úr þessu skorið, þetta hljóta að vera sjálfsögð mannréttindi,

það er skömm að þessu

Sigrún Þorvarðsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég er sammála, taka á erfðarsýni og ljúka málinu. Hefði átt að gerast strax í upphafi. Þegar svona bolti fer af stað, stöðvast hann ekki fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ekki þarf að velta sér upp úr hver möguleg mótivasjón er, enda væru það bara spekúlasjónir. Botna satt að segja ekkert í Hæstarétti hvað þetta mál varðar. Minnir á þegar Þorbergur Þórðarson var með mál sitt og dóttur sinnar fyrir Hæstarétti að reyna að fá að verða löggildur faðir hennar sem allir vissu að hann var. Hæstiréttur var aldeilis ekki á þeim buxunum. 

Kolbrún Baldursdóttir, 8.2.2007 kl. 17:20

5 identicon

Það er ótrúlega smekklaust af bloggara og ykkyr hér fyrir ofan að vera velta ykkur upp úr þessu. Þetta hlýtur að vera einkamál viðkomandi.

Bobbi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 17:29

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Anna B: Tek undir þetta, ef hann er ekki sonur Hermanns Jónassonar kemur það afgerandi fram í DNA-sýnatöku. Þar fæst þá svarið sem þau vilja, ef þau eru viss. En svo virðist ekki vera. Þetta er leiðindamál, en því lýkur aldrei með trúverðugum hætti nema með svona endalokum.

Sigrún: Í raun finnst mér þetta skiljanleg endalok og skil Lúðvík að vilja þetta, hann vilji vita hvort þetta var svona og eins bara með allt málið að þá verða aldrei nein raunhæf endalok nema með þessu. Kæmist ég að því að faðir minn (sem ég þarf reyndar ekki að óttast vegna útlits míns) væri kannski ekki faðir minn og annar maður væri það myndi ég vilja leita þess að fá úr því skorið. Ég skil því Lúðvík nokkuð í þessu máli.

Kolbrún: Algjörlega sammála þér, mjög gott komment hjá þér.

Bobbi: Þetta er fyrir löngu orðið opinbert mál, börn Hermanns hafa talað um það opinberlega, nýlega skrifaði Pálína Hermannsdóttir grein í Morgunblaðið um málið allt og aðrir nátengdir hafa komið fram opinberlega. Þetta er ekkert nýtt mál eða afhjúpun á einhverjum þáttum sem birtast lesendum hér. Þetta er mál sem hefur verið háð í fjölmiðlum og allir vita af þessu máli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband