Dapurleg málalok á Alþingi

Alþingi hafði gullið tækifæri til að breyta rétt í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, stöðva þá vitleysu sem þar stendur. Pólitískir klækir á vinstrivængnum komu í veg fyrir það. Áður höfðu þingmenn Samfylkingarinnar sýnt pólitíkina í málinu með því að koma sínu fólki í þessu ferli í skjól. Með því að Geir væri einn sendur fyrir landsdóm kom í ljós tilgangur málsins.

Málið var svo í meðförum þingsins nú sett í þann farveg að um líf lánlausrar vinstristjórnar væri að tefla. Þar var pólitíkin í þessu máli staðfest. Réttarhöldin verða pólitísk aðför að Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Allt málið ber líka þann blæ og hefur gert frá upphafi. Svosem ágætt að fá það staðfest endanlega.

Málsmeðferð nú staðfestir hversu rúið trausti Alþingi er. Þar er ekki tekin málefnaleg afstaða til málsins beint, heldur beitt klækjum og brögðum til að koma í veg fyrir málefnalega afgreiðslu málsins. Það er lítil reisn yfir svona vinnubrögðum og sýnir pólitíkina í ferlinu frá upphafi.

En eftir stendur: einn greiddi ekki atkvæði, tveir voru fjarverandi. Þeir eiga allir sameiginlegt að vera þingmenn Samfylkingar - það er svolítið skondið hvernig þessir menn gufuðu upp og létu sig hverfa. Minnir eilítið á söguna um menn og mýs. En það er önnur saga.

Málið heldur nú áfram. Verði Geir Haarde sýknaður í landsdómi verður að líta á afgreiðslu þingmanna nú og í september 2010 og láta þá standa fyrir máli sínu. Er það ekki heiðarlegt?


mbl.is Tillögu Bjarna vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Pólitíkin er söm við sig.  Andstæðingurinn skal fláður lifandi og ekkert til sparað í þeim efnum.  Er þetta það sem koma skal?  Hver verður þá næstur?  Nóg eru tilefnin og nógu margir sem koma til greina af þeim sem setið hafa við stjórnarborð Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ef Geir verður dæmdur fyrir vanrækslu, hvað má þá segja um núverandi stjórnarherra (-frúr)?

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.3.2012 kl. 13:33

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvar var veslingurinn Björgvin G Sigurðsson við atkvæða-afgreiðsluna??

Vilhjálmur Stefánsson, 1.3.2012 kl. 13:46

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Það eina sem ég sé dapturlegt við þetta er , að þetta "sómafólk" sem í þjóðarleikhúsinu situr , átti aldrei að koma með sína grútskítugu putta í málið , jú annað , allir fjórmenningarnir áttu að koma fyrir landsdóm - og vera dæmdir fyrir afglöp sín.

Hörður B Hjartarson, 1.3.2012 kl. 14:57

4 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Sýnir bara enn frekar hvílík lítilmenni þetta eru sem við erum að borga laun þarna. Jafnvel menn sem rökstuddu vilja sinn til að fella niður pólítíska ákæruna fyrir nokkru láta flokkslögguna snúa sig niður.

AUVIRÐILEGT!!!.

Björn Geir Leifsson, 1.3.2012 kl. 16:30

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sá Ljósi pungtur sem ég sá í þessu vinstar liða var litill!!!! en en er nu lokið endanlega/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 1.3.2012 kl. 20:47

6 identicon

Björgvin G. Sigurðsson flúði af hólmi og var því ekki í salnum þegar atkvæði voru greidd. Ómerkilegur maður sem þorði ekki að standa við skyldur sínar sem alþingismaður.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 22:21

7 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband