VG boðar netlögreglu með kínversku yfirbragði

Steingrímur J. Það er oft sagt að kommúnistar og róttækustu sósíalistarnir horfi löngunaraugum til stjórnarfarsins í Kína, það sé þeirra mekka í raun og sann. Það virðist vera að Steingrímur J. Sigfússon horfi í sömu átt ef marka má ummæli hans í Silfri Egils fyrr í dag. Þar boðaði hann einhvers konar netlögreglu með kínversku yfirbragði; fylgjast með netnotkun fólks og ábyrgjast að fólk sé nú örugglega ekki að brasa einhverja vitleysu heima í frítímanum nú eða í vinnunni.

Ég verð að viðurkenna að ég kipptist svolítið við að heyra þessi ummæli hjá Steingrími J, þó að ég geri mér vissulega mjög grein fyrir pólitískum bakgrunni hans í gegnum tíðina. Hann hefur jú verið forystumaður og þingmaður flokka sem predika forræðishyggju og frelsishatur í yfir tvo áratugi. Þessi ummæli vekja vonandi einhverja til umhugsunar um það hvernig samfélag Steingrímur J. og sumir fylgismenn hans vilja sjá. Þar er fetað mörg skref til fortíðar og ekki hikað við það í rauninni. Þetta er nakin forræðishyggja sem við sjáum þarna.

Mér finnst þetta frekar lítt spennandi tilhugsun. Viljum við hafa ríkið, stóra bróður okkar allra, á öxlinni þegar að við förum á netið? Viljum við forræðishyggju kraumandi í samfélaginu? Varla, svona í sannleika sagt. Það hlýtur að fara um nafnleysingjana á spjallvefunum við að heyra í formanni VG. Hann vill kannski hefta frelsi þeirra í leiðinni? Ábyrg netnotkun er vissulega mikilvæg og ennfremur að tala málefnalega á netinu, en það sem formaður VG boðar fer langt yfir flest mörk. Hann færir okkur kínverska framtíðarsýn á netinu. Er það framtíðarsýn sem fólki hugnast, fólki sem notar netið í gegnum dagsins önn?

Ég efast stórlega um það að fólk vilji feta í fótspor kínverskra valdhafa og hvet því fólk til að hafna þessu stefnuhjali vinstrisinnaðasta flokksleiðtogans. Þetta er ekki framtíðarsýn sem hugnast frelsiselskandi fólki - fólki sem vill hafa yfir sjálfu sér að segja. Svona gamaldags sósíalistaþulur hafa verið faldar mjög vel í gegnum síðustu árin hjá Steingrími J. og vinstri grænum. En það geta greinilega ekki allir falið sitt innra eðli endalaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get fullvissað þig um það, Friðrik, að það hefur enginn áhuga á að fylgjast með því sem þú ert að skoða á Netinu, allra síst Steingrímur. Enda væri slíkt óframkvæmanlegt og það vita allir. Hins vegar hafa verið settar upp klámsíur í sumum skólum landsins og það er sjálfsagt að efla slíkt eftirlit. Um það eru stjórnmálamenn í öllum flokkum sammála.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki er það nú hvetajandi fyrir fólk,að kjosa þenna flokk V.G. sem boðar bara boð og bönn á allt og alla/Þeir fara að tapa þessum 20% og vel það!!! Leiðinlegt að vera svona einstrengislegur eins og Steingimur og C/o!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.2.2007 kl. 18:03

3 identicon

Sorglegt mál. Nær væri að fylgjast með eða réttara sagt berjast gegn morðóðum hryðjuverkamönnum, heldur en löghlýðnum borgurum.

Vinstrigrænir eru eitthvað skrýtnir í hausnum. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:57

4 identicon

Öðrum kemur það reyndar mjög mikið við hvað við erum að gera í tölvunni heima hjá okkur, því það er bannað að vista og skoða þar barnaklám, hvort sem við gerum það ein eða með öðrum, og við því liggja þung viðurlög.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 19:18

5 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Þú steini briem, meinar að allir séu sekir uns sakleysi sannast!!!!!!

Anton Þór Harðarson, 25.2.2007 kl. 19:50

6 identicon

Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Við erum öll syndug, nema Árni Johnsen. Hann keypti aflátsbréf í versluninni Siðsama brúðarmærin í Eyjum. En það var dýrkeypt. Ég skal gefa þér símanúmerið ef þú vilt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:25

7 identicon

Já, trúlega þarf að skerða frelsi sumra þeirra sem nú ganga lausir, til dæmis ökuníðinga og barnaníðinga.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband