Til hamingju Ísland!

Matvöruverslun Við, neytendur, ættum öll að geta glaðst vel í dag. Frá og með deginum í dag lækkar virðisaukaskattur mjög á fjölda vörutegunda. Vörugjald af innlendri matvöru hefur verið afnumið - virðisaukaskattur af matvælum, sem nú er 14%, verður 7% og sömuleiðis verður það 7% af þeim matvörum sem nú er í 24%. Ennfremur lækkar virðisaukaskattur af veitingaþjónustu sem nú er 24,5% niður í 7%. Almennir innflutningstollar af kjötvöru munu lækka um allt að 40% samhliða þessu.

Þessar tillögur stjórnarflokkanna sem nú verða að veruleika voru fyrst kynntar þann 9. október sl. Þær tillögur komu í kjölfar skýrslu Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra, sem stýrði nefnd sem skipuð var af forsætisráðherra í janúar 2006, er var afgerandi þess efnis að matvælaverð hérlendis væri alltof hátt og aðgerða væri þörf, sem flestir vissu svosem vel fyrir. Tillögurnar voru staðfestar af Alþingi fyrir árslok.

Það er fátt um þetta að segja nema hið allra besta. Þetta er sannkallaður gleðidagur. Öflugt skref í rétta átt svo sannarlega.

mbl.is Virðisaukaskatturinn lækkaður; neytendur segjast vera vakandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott mál en það er nauðsynlegt að lækka matvælaverðið enn frekar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband