50 dagar til kosninga - hverjir kæmust á þing?

Alþingi50 dagar eru til alþingiskosninga - spennan vex og kosningbaráttan að hefjast af krafti. Könnun Gallups í dag hefur vakið mikla athygli og sýnir talsverðar sviptingar. Ég hef nú sett upp lista um það hvaða þingmenn nái kjöri gangi könnunin eftir, sem sýnir stöðu mála á þessum tímapunkti. Það er athyglisverð mæling - 28 nýjir alþingismenn myndu ná inn í slíkri stöðu.

Á flestum stöðum eru framboðslistar til og staða mála örugg. Þessi listi er mjög athyglisverður. Í þessu má sjá sviptingar. Fimm sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar eru fallnir í þessari stöðu og þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en á það ber að minnast að allir sjálfstæðismennirnir féllu neðar en í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í nóvember og einn þeirra var kjörinn af lista Frjálslynda flokksins, eins og minnst er á í útskýringum fyrir hvern flokk.

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælist inni í fyrsta skipti í langan tíma. Sem fyrr mælist Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, utan þings og blæs ekki byrlega fyrir honum, né heldur Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, sem mælist nú úti eftir að hafa verið inni í Gallup-könnunum um skeið. Magnús Þór Hafsteinsson, Kristinn H. Gunnarsson, Valdimar Leó Friðriksson og Sigurjón Þórðarson, sem fara fram fyrir frjálslynda, mælast allir fallnir í könnuninni, rétt eins og hinn umdeildi Jón Magnússon er ekki inni í Reykjavík suður.

En hér er semsagt nafnalistinn:


Sjálfstæðisflokkur (25)

Geir H. Haarde - Reykjavík suður
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller
Birgir Ármannsson

Guðlaugur Þór Þórðarson - Reykjavík norður
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Pétur H. Blöndal
Sigurður Kári Kristjánsson
Sigríður Á. Andersen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Suðvesturkjördæmi
Bjarni Benediktsson
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Sturla Böðvarsson - Norðvesturkjördæmi
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson

Kristján Þór Júlíusson - Norðausturkjördæmi
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Nordal

Árni M. Mathiesen - Suðurkjördæmi
Árni Johnsen
Kjartan Ólafsson

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 22 þingsæti í kosningunum 2003 (bættist liðsauki við inngöngu Gunnars Örlygssonar í maí 2005, sem kom úr Frjálslynda flokknum) - bætir við sig þrem þingmönnum í könnuninni.
Þingmenn sem falla: Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson.
Þingmenn sem hætta: Halldór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir.


VG (17)

Kolbrún Halldórsdóttir - Reykjavík suður
Álfheiður Ingadóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir
Guðmundur Magnússon

Katrín Jakobsdóttir - Reykjavík norður
Árni Þór Sigurðsson
Paul Nikolov

Ögmundur Jónasson - Suðvesturkjördæmi
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Jón Bjarnason - Norðvesturkjördæmi
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

Steingrímur J. Sigfússon - Norðausturkjördæmi
Þuríður Backman
Björn Valur Gíslason
Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir

Atli Gíslason - Suðurkjördæmi
Alma Lísa Jóhannsdóttir

VG fékk 5 þingsæti í kosningunum 2003 - bætir við sig tólf þingsætum í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Enginn.
Þingmenn sem hætta: Enginn


Samfylkingin (13)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Reykjavík suður
Ágúst Ólafur Ágústsson

Össur Skarphéðinsson - Reykjavík norður
Jóhanna Sigurðardóttir
Helgi Hjörvar

Gunnar Svavarsson - Suðvesturkjördæmi
Katrín Júlíusdóttir

Guðbjartur Hannesson - Norðvesturkjördæmi
Karl V. Matthíasson

Kristján L. Möller - Norðausturkjördæmi

Björgvin G. Sigurðsson - Suðurkjördæmi
Lúðvík Bergvinsson
Róbert Marshall

Samfylkingin fékk 20 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Valdimars Leós Friðrikssonar til Frjálslynda flokksins) - missir sjö þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Einar Már Sigurðarson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Þingmenn sem hætta: Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Jón Gunnarsson.


Framsóknarflokkur (5)

Siv Friðleifsdóttir - Suðvesturkjördæmi

Magnús Stefánsson - Norðvesturkjördæmi

Valgerður Sverrisdóttir - Norðausturkjördæmi
Birkir Jón Jónsson

Guðni Ágústsson - Suðurkjördæmi

Framsóknarflokkurinn fékk 12 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Kristins H. Gunnarssonar til Frjálslynda flokksins) - missir sjö þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Jónína Bjartmarz, Sæunn Stefánsdóttir og Guðjón Ólafur Jónsson.
Þingmenn sem hætta: Jón Kristjánsson, Hjálmar Árnason og Dagný Jónsdóttir.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, er nú utan þings og mælist heldur ekki inni í könnuninni.


Frjálslyndi flokkurinn (3)

Kolbrún Stefánsdóttir - Suðvesturkjördæmi

Guðjón Arnar Kristjánsson - Norðvesturkjördæmi

Grétar Mar Jónsson - Suðurkjördæmi

Frjálslyndi flokkurinn
fékk 4 þingsæti í kosningunum 2003 (einn þeirra gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2005 og flokkurinn fékk tvo nýja þingmenn árið 2007) - flokkurinn fær þrjá menn í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Magnús Þór Hafsteinsson, Kristinn H. Gunnarsson, Sigurjón Þórðarson og Valdimar Leó Friðriksson.
Þingmenn sem hætta: Enginn.


Þetta eru mjög athyglisverðir nafnalistar og öllum ljóst að gríðarleg uppstokkun verður á Alþingi í vor verði þetta niðurstaðan. Fyrir það fyrsta er ríkisstjórnin fallin í þessari könnun og ljóst að komið getur til mjög spennandi og jafnvel langvinnra stjórnarmyndunarviðræðna ef þessi verður staðan. Þó ber á það að líta að tveir flokkar hafa nú þegar nær útilokað stjórnarsamstarf við Frjálslynda flokkinn eins og staðan er nú.

En 50 dagar geta verið langur tími í pólitík - það eru tæpir tveir mánuðir og sjö vikur til stefnu nákvæmlega. Vikan getur oft verið sem eilífð í pólitík og öllum ljóst að mikil spenna verður yfir baráttunni. Svo er ekki enn útséð um að fleiri framboð komi fram. Það má því búast við leiftandi pólitískri spennu næstu tvo mánuðina.


Þegar að talað er um fallna þingmenn miða ég við frambjóðendur í tíu efstu sætunum. Þessi listi er settur saman eftir útreikningum Gallups á þingmönnum flokkanna og skiptingu þeirra á kjördæmin. Eina sem ég hef því gert er að setja nöfn við niðurstöðu könnunar Gallups og útreikninga, svo það sé skýrt tekið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk fyrir þetta Stefán, gaman að spá í hlutina út frá þessu .

Greinilegt er að nú á að láta sverfa til stáls á milli hægri og vinstri í vor og miðjuflokkarnir eiga ekki uppreysnar von. Enda eins og ég segi á blogginu mínu er eins gott að fara út í sjoppu og kaupa lottó eins og að kjósa þá.

Ágúst Dalkvist, 23.3.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kæra þakkir fyrir þetta, ég ætlaði að fara í þessa vinnu til að átta mig á stöðunni. Þarna kemur kjördæmið mitt vel út, enda Kraginn mikiði sjálfstæðisvígi og Ragnheiður Ríharðsdóttir inni, eins og ég hef spáð að raunin verði. En það eru enn margir dagar til kosninga og eru þetta ekki lokatölur .

Herdís Sigurjónsdóttir, 23.3.2007 kl. 17:06

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta er spennadi uppsetning/ Þakka þér Stefán!!!/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 23.3.2007 kl. 18:20

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Herdís: Já, þetta er góð mæling fyrir ykkur fyrir sunnan. Staðan er ekki góð hér sýnist mér. Við erum komin undir 30% mælingu og það þarf að gefa allverulega í til að ná hér ráðandi stöðu. Það er lykilmarkmið fyrst og fremst. En það er greinilegt að VG er að græða hér mjög á Samfylkingunni. Spurning hvort Íslandshreyfingin taki eitthvað af þeim hér. En gott að Ragnheiður er inni. Það þarf að tryggja hana inn. Það verður stórslys ef þessi kjarnakona nær ekki á þing. Gangi ykkur vel. :)

Halli: Takk fyrir góð orð. Nauðsynlegt að pára þetta upp til að kortleggja stöðuna.

Ágúst: Já, ég tek svo sannarlega undir þetta. Vel mælt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.3.2007 kl. 19:22

5 identicon

Hinn sunnlenski bóksali getur sem sagt áfram reynt að selja þessa einu bók sem hann hefur til sölu en hann titlar sig bóksala á heimasíðu sinni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 20:33

6 identicon

Paul Nikolov hefur trúlega verið í íslenskunámi undanfarið til að geta mælt lýtalaust á íslenska tungu niðri á þingi, nema hann ætli að mæla þar á tungu Engla, enda hefur verið leyfilegt að mæla þar á hvaða tungu sem er, þess vegna sanskrít. Anyways, ég óska Paul til hamingju með að vera löngu kominn með báða fætur á Alþingi Íslendinga. Hann er fallegur maður með fallegt hjarta, öllum Íslendingum til fyrirmyndar, og ef á þingi sætu 63 slíkir Nikolovar værum við Íslendingar í mjög góðum málum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:24

7 identicon

Takk fyrir þessa pælingu Stefán, svipað og Hrafn Jökuls gerði hérna vel um daginn. Það sem vekur athygli mína er að hjá hinum mikla jafnaðarmannaflokki (XS) er aðeins ein kona sem leiðir lista hjá þeim, og engin kona í efstu tveim í þremur kjördæmum(norðaust,norðvest og suður) Athyglisvert!

Vilhjálmur Þór Svansson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband