Kjarnakonan í Mosó kemst á þing

Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ég var mjög ánægður með það í morgunsárið þegar að ljóst varð loks að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, næði kjöri eftir tvísýna stöðu alla talninguna. Það er mikill fengur að því fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá þessa miklu kjarnakonu í þingflokk sinn. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur verið lengi í pólitísku starfi. Hún leiddi Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ til glæsilegs sigurs vorið 2002 þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta atkvæða.

Ragnheiði og sjálfstæðismönnum mistókst naumlega reyndar að halda meirihlutanum í kosningunum fyrir ári, en mynduðu meirihluta með vinstri grænum. Samið var um að Ragnheiður yrði bæjarstjóri framan af kjörtímabilsins en svo tæki Haraldur Sverrisson við embættinu í síðasta lagi á miðju kjörtímabili. Þau skipti verða væntanlega fyrr en ella.

Mosfellsbær hefur styrkst í bæjarstjóratíð Ragnheiðar og ekki verður deilt um að Ragnheiður hefur verið öflugur og traustur leiðtogi flokksins í sveitarfélaginu. Það er glæsilegt að sjá góðan sigur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í þessum kosningum. Þar náðust sex þingmenn inn.

Þetta er auðvitað frábær árangur sem ég óska góðum félögum í Kraganum innilega til hamingju með! En fyrst og fremst gleðst ég með það að Ragga Ríkharðs hafi náð inn og tel hana glæsilegan nýjan þingmann okkar. Fannst alla tíð sérlega mikilvægt að hún nái kjöri og fagna því að það tókst að tryggja kjör hennar.

mbl.is Ragnheiður: Spennandi kjörtímabil framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ljúft var það .... við erum heppin að fá svona öfluga konu inn á þing....en súrt fyrir okkur að missa hana sem bæjarstjóra. En það verður gaman fyrir okkur í bæjarstjórninni að vinna með henni á nýjum vettvangi. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.5.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Per Krogshøj

Þekki ýmsa sem hafa unnið beint undir hennig og sjálfur rætt við konuna. Get því miður ekki fært henni góða söguna. Minnti mig mikiðá Brett Easton Ellis verk sem gerði garðinn frægann er Christian Bale túlkaði þulinn/aðalsögupersónuna.

Sárt að vita til þess að það verk eigi heimili í okkar fagra landi. 

Per Krogshøj, 13.5.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Hún er dugleg, en Doktor Per hví lestu slíkar bækur er vinna markvisst gegn öllu því er við nefnum vestrænt siðgæði?

Páll Kristbjörnsson, 13.5.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Per Krogshøj

Til er ei sú þekking sem er slæm, þar sem Adam og Eva hafa nú þegar spillt sakleysi mannsins. Vér trúum því að upplýsing og sjálfstjórn sé hin sanna leið, þekkið freystingu og synd, til að forðast hana, Páll minn.

Per Krogshøj, 13.5.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Nei, forðast skaltu umfram allt það sem freistar. Þekking getur verið góð en hún glepur líka vorra sýn ef enginn er Drottinn til að beina á hinn beina veg til himna!

Páll Kristbjörnsson, 13.5.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Per Krogshøj

Biblían er einskis nýt ef hafið þér ei Helgann Anda með þér. Hann ver mig gegn öllum plágum freystingana, vvér óttumst ekkert, meðan hin róandi og fallega návist Helga Anda styður við bak mitt.

Per Krogshøj, 13.5.2007 kl. 23:04

7 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Gott að þér eruð bróðir í Kristi en varast skaltu að ofmetnast líkt og sá svarti er nú ríkir í undirheimum og gjörir illt um alla veröld.

Páll Kristbjörnsson, 13.5.2007 kl. 23:06

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta var frábært fyrir okkur að fá í mínu kjördæmi 6 þingmenn sem er frábær árangur enda var listinn mjög sterkur og fólk sammála að Ragnheiður er sterkur pólitíkus og ber henni söguna afar vel.

Óðinn Þórisson, 14.5.2007 kl. 08:24

9 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Óðinn? Mér þykir leitt að eftir þúsund ár af þjóðkirkju séu menn sem skíra börn sín svo hjákátlegum nöfnum. Þú mælir þó rétt-glæsilegur árangur okkar Sjálfstæðra.

Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband